Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 77
SAMFELAG MALNOTENDA
og Beans38 á tvítyngi spænskumælandi fólks í Kaliforníu benda til þess
að málskipti eigi sér stað eftir eina og hálfa kynslóð að meðaltali. Léleg
námsffamvinda spænskumælandi nemenda af annarri og þriðju kynslóð
í skólum í Kaliforníu verður þá ekki skýrð með því að þeir hafi ekki lært
ensku.39 Venjulega er talað um að önnur kynslóð verði tvítyngd og ein-
hverjir af þriðju kynslóð haldi einnig gamla málinu en Vestur-Islending-
ar héldust margir tvítyngdir allt ffam á fjórðu kynslóð.40 Það að tvítyngi
hefur orðið lífseigt meðal Vestur-íslendinga er ekki síst merkilegt fyrir
þær sakir að lítál sem engin endurnýjun var í íslenska innflytjendahópn-
um eftír 1914.41
Að vissu leytí var það val Vestur-íslendinga að verða tvítyngdir einfalt.
Sennilega kom það til vegna þess að þeir töldu mikilvægt að læra ensku,
fremur en að þeir hafi verið meðvitaðir um ágæti tvítyngis í sjálfu sér.
Sjálfsmynd íslendinga var samofin menningunni og tungumálinu.42
Þetta voru einföld tengsl.43 Þeir bjuggu við þéttriðið samfélagsnet44 sem
tungumálið, menningin og sterk fjölskyldu- og vinatengsl héldu saman
og þessir þættir ýttu undir notkun íslenskunnar í ræðu og riti. Vestur-ís-
lendingar ætluðu að stofna nýtt „ísland“ í Vesturheimi þar sem allir ís-
lendingar gætu búið. Tungumálið var tákn um samstöðu og trúarleg og
pólitísk umræða um stöðu þeirra í Vesturheimi, sem áttí sér stað á fyrstu
áratugum landnámsins, stuðlaði að viðhaldi móðurmálsins. Menningar-
legt gildi tungumálsins sést í mikilli blaða- og bókaútgáfu og bréfaskrift-
um í blöðunum, milli byggðanna í Vesturheimi og til íslands, sérstaklega
í byrjun. Vestur-íslendingar áttuðu sig jafnffamt fljótt á því að með
38 Ruben G. Rumbaut, Douglas S. Massey og Frank D. Bean, „Linguistic life expec-
tancies: Immigrant language retention in Southem Califomia“, Population and
Development Review 32,3/2006, bls. 447-460.
39 Thomas og Collier, School Effectiveness for Language Minority Students.
40 Bima Ambjömsdóttdr, North American lcelandic. The Lifecycle ofa Language, bls. 49.
41 Sama rit, bls. 25.
42 Gísli Pálsson, „Language and society: The ethnolinguistics of Icelanders", An-
thropology oflceland, ritstj. E.P. Durrenberger og Gísli Pálsson, Iowa: University of
Iowa Press, 1989, bls. 121-139.
43 H. Giles og J.L. Byme, ,An intergroup approach to second language acquisition",
Joumal of Multilingual andMulticultural Development 3/1982, bls. 17-40.
44 Leshe Milroy, Language and Social Networks, Oxford: Basil Blackwell, 1980; Giles og
Byrne, „An intergroup approach to second language acquisition", bls. 17-40.
75