Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 156
SIGURÐUR PETURSSON
Bréfín eru hins vegar einnig einkabréf, þar sem ljóst er að Guðbrandur
hefur þekkt Poul Madsen mjög vel, enda nýtir hann sér þá vináttu til
hins ýtrasta til að koma málum sínum á framfæri, meðal annars við
konung og einnig við ýmislegt almennt vafstur eins og við kaup á bókum
og nauðsynjum íýrir prentverkið. Sjálandsbiskup virðist sannarlega hafa
verið mjög þohnmóður og bóngóður, og í bréfi sem Guðbrandur skrifar
honum 1574 segist hann hafa veitt viðtöku þrem bréfum hans það
sumar.29 Því er ljóst að á köflum hafa farið fram miklar bréfaskriftir milli
biskupanna tveggja. Þetta bréf er lengst allra latínubréfa Guðbrands og
er tvímælalaust eitt hið forvitnilegasta sakir ýmissa hluta. Það sýnir
glögglega hversu gott vald Guðbrandur hefur haft á latneskri tungu og
hve mikill húmanisti hann var. Hann beitir óspart virðingarheitinu, tua
humanitas, mannúð þín, og er það að finna alls tuttugu sinnum í um-
ræddu bréfi og um þakklæti sitt fýrir velgjörðir hins danska biskups
hefur hann mörg og fögur orð. Formleg orðatiltæki og stílbrigði bera þó
bréfið engan veginn ofurliði og leyfir bréfritari vissulega einnig per-
sónulegum tilfinningum að komast að sem á stundum sýna okkur
eldhugann Guðbrand í skemmtilegu en um leið alvöruþrungnu ljósi.
Guðbrandur er einmana, honum finnst greinilega þrengt að sér og at-
orku sinni í þeirri einangrun og fátækt sem Hólabiskup býr við. Hann
trúir Poul Madsen íyrir því að hann sé eini maðurinn sem hann þori að
biðja um ráð og hjálp, sjálfur sé hann remotus, ignotus, pauper et con-
temptus, afskiptur, óþekktur, fátækur og fyrirlitinn. Nútímamönnum
finnst þetta ef til vill eitthvað orðum aukið en það breytir þó ekki þeirri
staðreynd að bak við þessa retórísku stígandi menntamannsins leynast
tilfinningar sem sýna okkur hvemig hinn ungi biskup Guðbrandur
skynjaði stöðu sína í því embætti og uppbyggingarstarfi sem hann hafði
tekið að sér. Skýmstu dæmin um húmaníska mermtun Guðbrands er þó
að finna í þeim orðum hans sem vísa til kunnra klassískra höfunda forn-
aldar. A einum stað fjallar Guðbrandur um samskipti sín við höfuðs-
manninn á Bessastöðum, sem vom ekki ætíð upp á það besta. I þessu
tilviki hafði höfuðsmaður þó hvatt til vinskapar og Guðbrandur tekið því
vel þótt hann hefði sínar efasemdir. Hann kveður þau orð Ciceros sem
harm hafði eftir gríska skáldinu Epicharmusi (um 530-440 f. Kr.) hljóma
29 Sama rit, bls. 76: Venerande pater temas accepi literas a T. b. missas bac estate. Quibus
hisce unis respondebo.
r54