Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 195
NÝJAR VÍDDIR í TUNGUMÁLARANNSÓKNUM
svigrúm til þess hér. Grundvallarhugmyndin, byggð á innsæi, er að það
þurfi að þurrka út ótúlkanlega þætti til þess að uppfylla viðmótsskilyrðið,
og útþurrkun krefst staðbundinna tengsla milli óeðlilegra þátta og
samstæðs þáttar sem getur þurrkað hann út. Oftast eru þessir tveir þættdr
fjarri hvor öðrum af ástæðum sem ráðast af því hvernig túlkun á merk-
ingu fer fram. Dæmi: I setningunni „Clinton seems to have been elect-
ed“ er þess krafist með túlkun merkingar að „elect“ og „Clinton“ séu
tengd á staðbundinn hátt í orðasambandinu „elect Clinton“ til þess að
samsetningin sé túlkuð rétt, eins og að setningin væri í ratm „seems to
have been elected Clinton“. Aðalsögn setningarinnar, „seems“, hefur
beygingareiginleika sem eru ótúlkanlegir: Hún er í eintölu, þriðju per-
sónu og karlkyni, sem eru eiginleikar sem bæta engri sjálfstæðri merk-
ingu við setninguna því þeir eru nú þegar tjáðir í nafhliðnum sem sam-
ræmist24 og eru óútrýmanlegir þar. Þessa óeðlilegu þætti „seems“ þarf
því að þurrka út við staðbundin tengsl, sem er skýr útgáfa af hefð-
bundinni lýsandi flokkun „samræmis“. Til að þessi útkoma fáist laðast
samstæðir þættir setningarliðsins sem samræmast „Clinton“ að óeðlilegu
þáttunum í aðalsögninni „seems“, sem eru síðan þurrkaðir út við stað-
bundna samstæðu. En nú hefur setningarliðurinn „Clinton“ verið færð-
ur til.
Takið eftir að aðeins þættir orðsins „Clinton“ laðast að; skynhreyfi-
kerfinu er ókleift að „bera fram“ eða „heyra“ einangraða þætti sem eru
aðskildir frá setningarliðnum sem þeir tilheyra og því færist allur setn-
ingarliðurinn fyrir tilstilli þess. Ef skynhreyfikerfið væri aftur á móti
ekki virkjað af einhverri ástæðu, myndu þættirnir einir hafa áhrif,25 og
samhhða setningum eins og „an unpopular candidate seems to have
been elected“, með sýnilegri tilfærslu, þá höfum við setningu með
forminu „seems to have been elected an unpopular candidate“. Hér
stendur fjarlægur setningarliður, „unpopular candidate“ með sögninni
„seems“, sem þýðir að þættir hans hafa dregist að staðbundinni tengingu
við „seem“ á meðan afgangur setningarinnar er skilinn útundan. Það að
skynhreyfikerfið hafi verið gert óvirkt er kallað „dulin færsla“ (e. covert
movement) sem er fyrirbæri með mjög áhugaverða eiginleika. I mörgum
24 [Samræmist er hér notað í semingafræðilegnm skilningi, samkvæmt þýðingu
Höskuldar Þráinssonar í Setningafræði.]
25 [I frumtextanum segir: „then the feamres alone raise“en ekki virðist ljóst til hvers
það vísar, þ.e. hvað það er sem þættimir hækka eða lyfta. En víst er þó að hér er
hann að tala um áhrif þessara þátta í tilfærsluaðgerð án tenglsa við skynhreyfikerfið.]
r93