Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 76
BIRNA ARNBJORNSDOTTIR
sem gefar til kynna að þeir séu meðlimir minnihlutahóps. Nýlega hafa
rannsóknir Ibrahims sýnt fram á sama fyrirbrigði meðal nemenda af
vestur-aírískum uppruna í Ontario í Kanada.33 Samspil sjálfsmyndar,
málnotkunar og máltileinkunar er alþekkt f\TÍrbngði úr félagsmálvísind-
um og er þá venjulega átt við val málafbrigða sem málhafi bregður fyrir
sig efdr því við hvem hann talar, um hvað og hvar samtalið á sér stað en
á ekki síður við þegar vahð stendur milli tungumála í þöltyngdum sam-
félögum.34
Ef tengsl tungumáls, menningarinnar og sjálfsmyndar em flókin en
um leið ekki mjög sterk, m.a. vegna þess að hópurinn kemur úr íjöl-
tyngdu samfélagi heiman að, minnka fikur á að fólk haldi móðurmálinu
nægilega vel við og jafhframt að það læri nýja málið enda sér málhafi það
sem ógnun við móðurmál og menningu. Þessi sálfræðilegu og félagslegu
viðhorf vega upp á móti hvatanum til að læra máhð vegna efnahagslegra
ástæðna sem Gardner og Lambert töluðu um og vimað er í hér að ofan.
Vestur-Islendingar höfðu jákvætt viðhorf til ensku og áttuðu sig strax
á því að lyktllinn að betra lífi væri að allir lærðu hana. Aðeins fáeinum
dögum eftir að Islendingamir stofiiuðu „nýlendu“ í Nýja-íslandi var sótt
um leyfi til að hefja skólahald þar sem kennt yrði á ensku. En Vestur-ís-
lendingar héldu áfram að gefa út blöð á íslensku og ræða mál sem þá
vörðuðu á íslensku. Þeir héldu áfrarn að kenna börnum sínum að lesa á
íslensku og bömin vora fermd „upp á íslensku“ að minnsta kosti í ný-
lendunum í Norður-Dakóta. Sterk og einföld tengsl máls og menningar
meðal Vestur-Islendinga og skilningurinn á mildlvægi ensku fyrir velferð
innflytjendanna olli því að þeir fóra fljótt að nota bæði málin. Vestur-
Islendingar héldust því tvítyngdir lengur en flestir aðrir innflytjenda-
hópar,35 t.d. vora Norðmenn36 og Finnar37 í Norður-Ameríku tiltölu-
lega fljótir að skipta yfir í ensku. Nýjar rannsóknir Rumbauts, Masseys
33 Awad Ibrahim, „When hfe is off the hook: Hip Hop (Black Enghsh) and the peda-
gogy of pleasure“, erindi haldið á Pragmatics and Language Leaming 17, University
of Hawaii, 16.-18. mars, 2007.
34 Sjá líka Carol Myers-Scotton, Duelling Languages: Grammaúcal Structures in Code
Switcbing, Oxford: Oxford University Press, 1993.
35 Bima Ambjömsdóttir, North Ameiicaji Icelandic. The Lifecycle ofa Language, bls. 49.
36 Einar Haugen, „Bihngualism in the Americas: A Bibliography and research guide“,
American Anthropologist 62,1/1960, bls. 180-181.
37 Frances Kartunnen, „Finnish in America: A case smdy in monogenerational lan-
guage change“, Sociocultural Dimensions of Language Change, ritstj. B. Blount ogM.
Sanches, New York: Academic Press, 1977.
74