Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 189
NÝJAR VÍDDIR í TUNGUMÁLARANNSÓKNUM
lofa góðu. Mig langar til að drepa aðeins á þessar hugmyndir um fram-
tíðarhorfur og snúa svo aftur að nokkrum vandamálum sem enn bíða við
sj óndeildarhringinn.
Með naumhyggjuverkefhinu er þess krafist að við setjum það sem áð-
ur hefur talist sjálfgefið undir smásjána. Það sem vegur þyngst af þessum
atriðum er að tungumál hafi hljóð og merkingu. A nútímamáli þýðir það
að máleiginleikinn verkar með tveimur öðrum kerfum hugans/heilans á
tveimur „viðmótslögum11,14 annað tengist hljóði og hitt merkingu. Til-
tekin tjáning sem tungumálið myndar inniheldur hljóðfræðilega fram-
setningu sem skynhreyfikerfið getur lesið og merkingarlega framsetn-
ingu sem hugtakakerfið og önnur kerfi sem tengjast hugstm og atferli
geta lesið.
Ein spuming er hvort til staðar séu önnur lög en viðmótslögin: hvort
það sé lag „innra með“ tungumálinu, þá sérstaklega lag milli djúp- og
yfirborðsformgerða eins og haldið hefur verið fram í nýlegum verkum.15
I naumhyggjuverkefninu er leitast við að sýna fram á að ekki hefur öllu
verið rétt lýst varðandi þessi lög og þau skiljist vel eða betur á forsendum
læsileikaskilyrða á viðmótinu: Fyrir þau ykkar sem þekkið fræðileg skrif
um efnið, á það við um vörpunarlögmálið (e. theprojection principlé), bindi-
kenninguna (e. hinding theory), fallakenninguna (e. Case theory), keðjuskil-
yrðið (e. the chain condition) og svo framvegis.
Við reynum einnig að sýna fram á að einu vinnsluaðgerðirnar eru þær
sem eru óhjákvæmilegar á augljósustu forsendum um eiginleika viðmóts.
Ein þeirra forsendna er að það til séu einskonar orðaeiningar og að ytri
kerfin verði að geta túlkað slíkar einingar sem „Pétur“ og „hávaxinn“.
Annað, sem talið er víst, er að þessar einingar raðast í stærri tjáningu, svo
sem „Pétur er hávaxinn“. Svo er talið víst að þessar einingar hafi hljóð
og merkingareiginleika; orðið „Pétur“ myndast með því að varimar
koma saman og það vísar til ákveðinnar persónu. Tungumálið er þá sam-
ansett af þessum þremur þáttum:
• eiginleikum hljóðs og merkingar sem nefndir em „þættir“,
14 [E. interface levels: Vísar til snertiflatar sem er á milli kerfa sem tengjast tungumál-
um.]
15 Sjá t.d. Noam Chomsky, Aspects of the Theory of Syntax, Cambridge, Massachusetts:
MIT Press, 1965; Noam Chomsky, Lectures on Govemment and Binding, Dordrecht:
Foris, 1981, og Noam Chomsky, Knowledge ofLanguage, New York: Praeger, 1986.
187