Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 68
BIRNA ARNBJORNSDOTTIR
Góð málfærni hvort sem er í fyrsta eða seinni málum felur í sér að
málhafmn getur notað öll málsnið tungumálsins, þ.e. allt notkunarsvið-
ið og þá málhegðun sem þeim fylgir. Heimihsmálið er aðeins eitt mál-
snið af mörgum sem börn þurfa að tileinka sér. Málið sem talað er í
kennslustofunni hefur annan orðaforða og setningagerðir en máhð sem
talað er við matarborðið heima. Ritmál er alla jaína öðruvísi uppbyggt
en talmál og stíll texta getur verið mismunandi eftir innihaldi og til-
gangi. Ritstíll teiknimyndasögu er t.d. ffábrugðinn stíl bókar um nátt-
úruffæði. Texti er þéttari í ritmáli en talmáli, þ.e. færri orð eru í setn-
ingu, hærra hlutfall aukasetninga og ríkulegri orðaforði.6 7 Munur á
ritmáli og talmáli eykst efdr því sem nemendur eldast en framsetning
upplýsinga er breyrileg efrir tungumálum, eins og Kaplan' og síðar
Connor8 hafa bent á.
Með máltöku lærir barnið smám saman að nota mismtmandi málsnið,
þar á meðal ritmál, þar til það hefur tileinkað sér móðurmálið eins og
„innfæddur“ og telst vera fullgildmr málhafi í málsamfélagi sínu. Skólinn
gegnir mikilvægu hlutverki, bæði við að tryggja að máltaka truflist ekki
þegar barn þarf að læra nýtt tungumál eftir að máltaka móðurmáls er
hafin og við að tryggja að barnið haldi áfram að læra að lesa á móður-
máli sínu og fái jafhframt tækifæri til að læra og þjálfa það málsnið nýja
málsins sem einkennir texta námsbóka og nám almennt, m.a. ritmálið.
Málviðbót er því forsenda virks tvítyngis.
Allt ffarn á sjöunda áratug síðustu aldar var tvítyngi talið hindra eðli-
legan málþroska og jafnvel vitsmunaþroska og námsffamvindu.9 Þessi
mýta var kveðin niður með útgáfu rannsóknarniðurstaðna Kanadamann-
anna Peals og Lamberts10 sem sýndu fyrstir fram á kosti þess að hafa gott
6 Ruth Berman, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sven Strömqvist, „Discourse stance:
Written and spoken language", Writtev Language & Literacy 5, Cross-Linguistic Per-
spectives on the Developtnent of Text-Production Ahilities in Speech and Writing, Part 2,
2002, bls. 255-289.
7 R. Kaplan, „Cultural thought patterns in intercultural education“, Language Leam-
ing, 16/1966, bls. 1-20.
8 Ulla Connor, Crosscultural Rhetoric, Cambridge: Cambridge University Press, 1999.
9 M.E. Smith, „Some light on the problem of bilingualism as found from study of
mastery of English among pre-school children of North American ancestry in
Hawaii“, Genetic Psychology Monographs, 21/1939, bls. 119-128.
10 E. Peal, og W.E. Lambert, „The relation of bilingualism to intelligence", Psycho-
logicalMonographs, 76/1962, bls. 1-23.
66