Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 191
NÝJAR VÍDDIR í TUNGUMÁLARANNSÓKNUM
fallstýringu, bindandi tengsl sem koma frá afleiðslu tjáningar og fjölda
annarra tengsla og samverkana.
Þeir sem kunnugir eru nýlegum rannsóknum vita að til er fjöldi
empírískra gagna sem styðja algerlega gagnstæðar niðurstöður. Það sem
verra er, og mátti búat við, er að í rannsóknum innan meginreglna og
færibreyturammans, og þeirra nokkuð áhrifamiklu afreka sem þeim
íylgja, er gengið út frá því vísu að allt sem ég hef hér lagt til sé rangt, að
tungumál sé mjög „ófullkomið“ hvað þetta varðar. Það er því ekkert
smáræðis verkefhi að sýna fram á að slík fyrirbæri séu þarflaus lýsandi
tæki sem mætti því fjarlægja. Jafhvel væri betra að sýna fram á að lýsandi
og útskýrandi gildi ykist ef þessi „aukafarangur“ væri fjarlægður. Engu
að síður tel ég að afrakstur vinnu síðastliðinna ára gefi til kyrma að þessar
niðurstöður sem áður virtust ekki einu sinni til umræðu séu í það
minnsta sennilegar og gætu þar að auki verið réttar.
Tungumál eru bersýnilega ólík og við viljum vita á hvaða hátt. Að
einu leyti varðar það val á hljóðum sem geta tekið breytingum að
ákveðnu marki. Að öðru leyti varðar það tengsl hljóðs og merkingar sem
er í raun ekki hægt að segja fyrir um með reglum. Þetta liggur beint við
og er óþarfi að staldra þar við. Áhugaverðara er að tungumál eru
breytileg í beygingarkerfum, til dæmis hvað varðar föll. Við sjáum að
mikið er um þau í latínu, jafnvel enn meira í sanskrít og finnsku, en mjög
lítið í ensku og þau eru hvergi sjáanleg í kínversku. En ekki er allt sem
sýnist. Ef skoðuð eru skilyrði um útskýrandi gildi benda þau til þess að
einmitt það sem sýnist geti verið villandi. Nýlegar rannsóknir benda
reyndar til þess að þessi kerfi séu ekki nærri eins ólík og þau virðast vera
á yfirborðinu.18 Til dæmis má nefha að enska og kínverska, svo dæmi sé
tekið, kunna að hafa sama fallakerfi og latína en það birtist aftur á móti
ólíkt hljóðfræðilega. Ennfremur virðist margbreytileika mngumála mega
útskýra, að nokkru leyti, út frá eiginleikum beyginga. Ef þetta reynist
rétt er breytileiki tungumála staðsettur á afmörkuðum stað í orðasafn-
inu.
Skilyrði um skýrleika knýja á um þrrhliða aðgreiningu milli þeirra
þátta sem mynda leseind:
18 Noam Chomsky, The Minimalist Program og „Minimalist Inquiries: The Frame-
work“, Step by Step. Essays on Minimalist Syntax in Honor of Howard Lasnik, ritstj.
Roger Martin, David Michaels og Juan Uriagereka, Cambridge, Massachusetts:
MIT Press, 2000, bls. 89-156.
189