Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 166
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
sterkri áherslu á sérstæði þjóðarinnar, þ.e. áherslu á að þjóðin sé h'til og
einsleit.22 Þessi hugmynd fellur vel að þjóðemishyggju þjóðarinnar og
trú á lífiræðilegan hreinleika hennar.
Island hefur jafiiframt iðtdega verið k\Tengert eins og bent hefur ver-
ið á í rannsóknum fræðimanna. Rannsókn Ingu Dóru Bjömsdóttur á
táknrænu gildi fjallkonunnar undirstrikar samDnnnun náttúm og menn-
ingar, því fjallkonan er hluti af náttúrunni og endurspeglar grannmenn-
ingarleg gildi.23 Eins og ég hef gert grein frTÍr áður var „Eykonan Is-
land“, eins og Magnús Stephensen komst að orði á 19. öld, líkami
landsins en landkönnuðurinn Ingólfur Amarson stóð aftur á móti sem
fulltrúi þjóðarinnar sjálffar.24 Ahersla á konur sem fulltrúa landsms hef-
ur haldið áffam í landkynnmgarstefnu fruirtækja og stjórnvalda þar sem
iðulega má sjá fegurðardísir í aðalhlutverkum sem fulltrúar landsins.2'
Þórunn Valdimarsdóttir talar um að ímyndinni um ffamúrskarandi
menningarsamfélag sé iðulega haldið ffam af stjómvöldum,26 og kannski
má taka undir orð hennar að í raun og vera hafi ímyndin mnbreyst í
þjóðarmont sem er flaggað í hátíðaræðum víða um veröld.
Útrás íslending-a erlendis
Ohætt er að staðhæfa að íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum djúp-
stæðar breytingar á síðastliðnum áratugum. Hnattvæddur veruleiki sam-
tímans felur í sér aukna hreyfingu Islendinga heimshorna á milh, aukið
flæði ferðamanna, innffrujenda og annarra hópa til Islands sem og
margskonar þátttöku Islendinga í alþjóðasamfélaginu. A sama tíma og
hugmyndum um hreinleika þjóðar og náttúm og glæsta fortíð íslands er
viðhaldið, hljóta þær nýja og breytta merkingu í samtímanmn. Lyláltákn
íslenskrar þjóðernishyggju öðlast þannig merkingu út ffá þessu síbrem-
anlega samhengi.
22 Bob Simpson, „Imagined Genetic Communities: Ethnicity and Essentialism in the
Twenty-First Centuty“, Antbropology Today (16)3-6/2000.
Inga Dóra Bjömsdóttir, „Þeir áttu sér móður: Kvenkenndir þættir í mótun íslenskr-
ar þjóðemisvitundar", Fléttur: Rit Rannsóknastofu í kvennafræðuni, ritstj. Ragnhildur
Richter og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjarnk: Háskólaútgáfan, 1994, bls. 65-85.
24 Kristín Lofbdóttir, „Bláir menn og eykonan ísland“, Ritið 2/2005, bls. 21-45.
;b Tinna Grétarsdóttir, „Sýndarsýningin Island“, bls. 390-392.
26 Þórunn Valdimarsdóttir, „Ræktaði samfélag síðari alda fegurð kvennar huilegg í
umræðuna um þjóðarímynd og fræði“, Lesbók Morgunblaðsins 8. apríl 2006.
164