Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 147
Á SLÓÐ HÚMANISTA Á ÍSLANDI
hins grísk-latneska menningarheims af eigin raun. í ritgerð sem óþekkt-
ur höfundur samdi um 1600 er dregin upp sú mynd að lægð hafi ríkt í
latínumenntum Islendinga um aldamótin 1500 og fáir eru sagðir vel
lærðir á þeirra tíma vísu.3 Finnur Jónsson (1704—1789) Skálholtsbiskup
getur þess í kirkjusögu sinni að Stefán Jónsson (um 1450-1518), biskup
í Skálholti 1491-1518, hafi lengi verið við nám í Frakklandi og annars
staðar og lokið baccalaureusprófi.4 Hafi hann verið með þeim fyrstu sem
leituðu sér menntunar erlendis eftdr htmdrað ára deyfð í menntamálum
á Islandi og síðan hafið að nýju skólahald í Skálholti sem legið hafði niðri
í langa tíð.5 Finnur rómar mjög lærdóm Stefáns sem hann kallar meðal
annars mann afburðavel menntaðan, vir præstanti emditione.6 * Asbjörn
Sigurðsson (um 1460 - eftir 1511) sem var rektor í Skálholti 1493 lauk
að Kkindum einnig baccalaureusprófi og Jón Einarsson (um 1470 - eftir
1539), síðar officialis, sem var ráðsmaður í Skálholti 1494-1516, er sagð-
ur hafa stundað nám í Englandi og Þýskalandi.' Samkvæmt innritunar-
skrá Háskólans í Rostock voru fjórir Islendingar skráðir til náms við
háskólann á árunum 1480 til 1507.8 Þeir eru allir nafngreindir en að
öðru leyti er lítið vitað um þá þannig að ógerlegt er að segja hvernig og
hvar menntun þeirra kunni að hafa nýst. Einn þeirra, Tómas Olafsson
sem innritaðist 1488, er sagður vera frá Skálholti og er það nákvæmasta
lýsingin um þessa námsmenn sem finna má í skránni. Loks eru heimildir
um að Ögmundur Pálsson (um 1470-1541), síðar Skálholtsbiskup, hafi
ungur stundað nám í Englandi og í Niðurlöndum áður en harm varð
kirkjuprestur í Skálholti skömmu fyrir aldamótin 1500.9 Hafi þessir
menn verið við nám á þeim stöðum, sem hermt er, er ekki ólíklegt að
3 „Fragmentum historiæ Johannis Arii episcopi Holensis (Brot af sögu um Jón Arason
biskup á Hólum)“, Biskupa sögur II, Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafélag,
1878, bls. 424-430.
4 Finnur Jónsson, Historia Ecclesiastica Islandiæ II, Kaupmannahöfh: Typis Orphano-
trophii Regii (Det Kgl. Vajsenhus’ Forlag), 1774, bls. 491.
5 Sama rit HI, bls. 165.
6 Sama rit H, bls. 491; m, bls. 165.
' Sama rit IH, bls. 165.
8 Ludvig Daae, Matrikler over Nordiske Studerende ved fremmede Universiteter, Christ-
iania: J. Chr. Gundersens Bogtrt’kkeri, 1885, bls. 60-71. íslenskir stúdentar á skrá:
1480 - Torbemus Johannis de Islandia (Þorbjöm Jónsson); 1486 -Johannes Gudmundi
de Islandia (Jón Guðmundsson); 1488 - Thomas Olai de Skalocia (Tómas Olafsson firá
Skálholtri); 1507 -Johannes Elerdes de Islandia (Jón Erlendsson).
9 Finnur Jónsson, Historia Ecclesiastica hlandiœ II, bls. 522.
145