Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 18
GUÐNI ELÍSSON
Leiðari breska blaðsins The Independent frá 30. júlí 2006 er gott dæmi
um lýsingu sem mótuð er á forsendum kvikmyndalegrar heimsslitasýnar,
en The Independent er líklega sá fjölmiðill í Bretlandi sem lengst hefur
gengið í baráttunni fýrir umhverfismálum. Og það sem meira er, leiðara-
höfundurinn dregur á engan hátt dul á þá staðreynd að hann sækir
myndmálið í heim nútímaafþreyingar. Leiðarinn ber nafnið „Suðumark“
og þar er brugðið upp ægilegum afleiðingum gróðurhúsaáhrifa: „Og
ástandið á aðeins eftir að versna. Loftslagsbreytingarnar eni hrollvekja
sem bönnuð er öllum \mgri en 18 ára. Það sem við upplifum núna er
kynningarsýnishornið fýrir alla aldurshópa11.17
Hrakspárorðræða sem sækir í myndmál afþreyingariðnaðarins er ekki
ný af nálinni og hef ég áður rætt gagnrýni bandaríska heimspekingsins
Marks Edmundson á hryllingsvæðingu bandarísks veruleika.18 I bók
sinni Nightmare on Main Street ræðir hann vistffæðilegan hrylling sér-
staklega og þá tilhneigingu fjölmiðla að þalla um náttúnma og ffamtíð
mannsins á jörðinni út frá heimsslitaforsendum, en þar er keppst við að
draga upp sem myrkasta lýsingu á framtíð jarðarbúa.19 Mannskepnunni
er þar jafnan lýst eins og banvænum vírus í vistkerfinu, en svipaða strengi
slá ýmis náttúruverndarsamtök og grasrótarhreyfingar sem láta sig um-
hverfismál varða og vissulega stundum með réttu.
Dómsdagsumræðan hefur ef eitthvað er vaxið á þeim tíu árum sem
liðin eru frá því að Nightmare on Main Street kom fýrst út og hún er langt
í frá bundin við það sem bresku skýrsluhöfundarnir kenna við loftslags-
klám. I bók Simons Pearson, The End of the World: From Revelation to
Eco-Disaster, nefnir hann ýmsar aðrar hættur sem í opinberri umræðu
eru taldar getað ógnað fjölda fólks, eða jafnvel stórum hluta mannkyns,
s.s. hryðjuverk, kjarnorkustríð, efnavopna- og sýklahernað, ýmiss konar
17 „Boiling point“, The Independent 30. júlí 2006. Sjá: http://comment.independent.
co.uk/leading_articles/articlel204438.ece.
18 Sjá: Guðni Elísson, „Dauðinn á forsíðunni: DVog gotnesk heimssýn“, Skímir 2006
(vor oghaust) (180. árg.), bls. 105-132 og 313-356; sérstaklega bls. 342-345 í haust-
heftinu.
19 Mark Edmundson, Nightmare on Main Street: Angels, Sadomasochism, and the Culture
of Gothic, Cambridge: Harvard University Press, [1997] 1999, bls. 27. Ymsir virtir
einstaklingar hafa varið æsifréttastíl af þessu tagi þegar fjalla á um umhverfismál og
segja viðfangseíhið réttlæta umfjöllunina, því að þetta sé öruggasta leiðin til að ná
eyrum almennings og stjórnvalda. Ian Birrell ritstjóri The Independent er fúlltrúi
þessara sjónarmiða í fréttinni á vef BBC sem vísað var til hér að ofan.
IÓ