Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 186
NOAM CHOMSKY
unarfræði kom í ljós að fjölbreytileiki þeirra hafði verið vanmetmn til
jafiis á við það hversu flókin gerð þeirra er og hversu mikið þau ákvarð-
ast af grunnstigi máleiginleikans. A sama tíma vitum við að fjölbreyti-
leiki og flókin gerð tungumála getur aðeins komið í ljós á yfirborðinu.
Þessar niðurstöður komu á óvart og þótt þær séu þversagnakenndar
er engu að síður ekki hægt að horfa framhjá þeim. Niðurstöðumar sýna
berlega það sem hefur orðið helsta vandamál nútímatungumálarann-
sókna: hvernig hægt sé að sýna að tungumál séu öll blæbrigði af sömu
uppistöðunni, á sama tíma og rannsakaðir eru ítarlega margbrotnir eig-
inleikar hljóða og merkinga, sem breytilegir eru á yfirborðinu? Gild
málfræðikenning verður að uppfylla tvö skilyrði: hún verður bæði að
vera nægjanlega „lýsandi“ og ,,útskýrandi“. Málfræði tiltekins tungu-
máls uppfylhr það að teljast lýsandi þegar málfræðin gerir fullnægjandi
og nákvæma grein fyrir eiginleikum tungumálsins; lýsir þrf sem mál-
hafinn þekkir. Til þess að uppfylla skilyrðið um útskýrandi gildi þarf
tungumálakenning að sýna hvernig einstök tungumál myndast af algildu
grunnstigi, þó með „takmörkunum aðstæðna“ sem eiga sér rót í reynslu.
Þannig fæst dýpri útskýring á eiginleikum tungumáls.
Það er mikil spenna á milli þessara tveggja rannsóknaraðferða. Þegar
uppfylla á skilyrði um lýsandi gildi virðist það leiða til flóknari og
fjölbreyttari reglna um leið og skilyrði um útskýrandi gildi krefjast þess
að formgerð tungumála sé óbreytanleg, nema þá á jaðrinum. Það er
þessi spenna sem að stórum hluta hefur sett viðmið í rannsóknum. Eðh-
legasta leiðin til að létta á þessari spennu væri að véfengja það sem hefúr
alla tíð tahst sjálfgefið í málvísindum og barst yfir í málmyndunarfræði:
það að tungumál sé flókið kerfi reglna, sem í hverju tilviki nær eintmgis
til ákveðins tungumáls og ákveðinna málffæðiformgerða, reglna sem
mynda tilvísunarsetningu á hindí, sagnlið á swahili, þolmynd á japönsku
og svo framvegis. Athugun á skilyrðum um útskýrandi gildi leiðir í ljós
að þetta getur ekki verið rétt.
Aðalvandamáhð var að finna almenna eiginleika reglukerfis sem skrifa
mætti á sjálfan máleiginleikann, í von um að það sem eftir væri yrði ein-
faldara og stöðugra. Fyrir um 15 árum tók þessi viðleitni í tungumála-
rannsóknum á sig mynd sem hvarf verulega frá þeim hefðum sem mál-
myndunarfræði hafði áður fylgt. Með nálgun sem kennd hefur verið við
„meginreglur og færibreytur“ (e. Principals and Parameters), er hugmynd-
inni um málfræðilega formgerð hafhað algerlega: Það eru engar reglur
184