Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 78
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR
ensku gátu þeir gætt réttar síns betur en annars og töldu sig geta haft
meiri áhrif í samfélaginu. Islenska var tákn þeirra sem hóps en enska var
málið sem notað var utan hópsins. Enska lærðist því ekki á kostnað ís-
lensku. Islendingar töldu sig geta haft stjómmálaleg og félagsleg áhrif
með því að nota ensku og sáu hag sinn í því að læra hana. Þetta varð
m.ö.o. til þess að þeir gátu nýtt sér tækifærin sem gáfust við mikla upp-
byggingu í Manitoba á fyrstu áratugum landnámsins í Vesturheimi.45
Þess konar viðhorf byggjast á trúnni á að maður geti haft áhrif í nýja
samfélaginu.46
Aðgengi að málumhverfinu/ílaginu
Hópar verða tvítyngdir vegna þess að bæði tungumálin hafa gildi fjnir
sjálfsmynd hópsins, hvort sem það er fjárhagslegt gildi, félagslegt, menn-
ingarlegt eða menntunarlegt.4'
Islendingar í Vesturheimi nutu góðs af skýrum og sterkum tengslum
máls og menningar og sjálfsmyndar og litu ekki á tvítyngi sem sérstaka
ógnun við íslenska arfleifð sína. Þá hefur það greitt fyrir aðlögun Vest-
ur-íslendinga að þeir settust að í samfélagi innflytjenda, þ.e. Islendingar
voru meðal þeirra síðustu sem fluttust til Norður-Ameríku á tímum
landflutninga Evrópubúa á 19. öld. Bæði aðstæðurnar og tímasetning
flutninganna til Vesturheims auðvelduðu Vestur-Islendingum að fóta sig
þegar vestur kom. Við skoðun kemur í ljós að engin söguleg eða félags-
leg tengsl hömluðu aðlögun Vestur-íslendinga í Vesturheimi. Flestir
Kanadamenn og Bandaríkjamenn vissu ekki hvar Island var en Islend-
ingarnir höfðu komið í boði landsstjórans í Kanada og margir fögnuðu
komu þeirra því að þeir settust að á landi sem áður hafði verið byggt af
franskættuðum mörmum og indíánum. „Þarlendir11 menn, eins og ís-
lensku innflytjendurnir kölluðu fólk af breskum uppruna, töldu stöðu
sína styrkjast á þessu nýja landsvæði, Manitoba, með tilkomu Islendinga
þar eð annar stærstd hópurinn í Manitoba á þessum tíma voru „metis“,
komnir af indíánum og frönskum mönnum, og þeir voru hliðhollir
45 John S. Matthiasson, „Adaptation to an ethnic structure: The urban Icelandic-
Canadian of Winnipeg, Manitoba", Anthropology oflceland, bls. 157-178.
46 Bima Ambjörnsdóttir, North Americati Icelandic. The Lifecycle of a Langnage, bls. 51.
4' Pierre Bourdieu, Outline ofa Theory ofPractice-, B.N. Peirce, „Social identity, invest-
ment, and language leaming“, TESOL Quarterly, 29,1/1995, bls. 9-31.
76