Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 192
NOAM CHOMSKY
1. Merkingarfræðilegir þættdr sem tólkaðir eru á merkingamð-
mótimi.
2. Hljóðfræðiþættir sem túlkaðir eru á hljóðfræðiviðmótinu.
3. Þættir sem túlkaðir eru á hvorugu viðmótinu.
Ef tungumál væri fullkomlega hannað væri hver þáttur annaðhvort
merkingarfræðilegur eða hljóðífæðilegur, en ekki einungis búnaður sem
ákvarðar staðsetningu eða auðveldar vinnslu. Ef svo væri, yrði hægt að
túlka alla þætti, en það virðist vera til of mikils ætlast. Formlegir
frumgerðarþættir, svo sem formgerðarföll, til dæmis nefnifall og þolfall
á latínu, túlkast ekki á merkingarviðmótinu og eru ekki endilega tjáðir á
hljóðffæðistiginu. Og það eru fleiri dæmi í beygingakerfum.
I setningafræðilegri vinnslu, virðist vera annar og stærri galli í sniði
tungumála, að því er virðist sýnilegur galli: „tilfærslueiginleikinn,“ sem
er viðvarandi þáttur tungumála. Þá eru setningaliðir túlkaðir sem þeir
væru staðsettir annars staðar í setningunni, þar sem svipaðir hlutdr birt-
ast stundum og eru túlkaðir út ffá náttúrulegum staðbundnum tengslum.
Tökum sem dæmi setninguna „Clinton seems to have been elected.“19 Við
sldljum tengslin milli „elect” og „Clinton“ rétt eins og við gerum þegar
þau eru röklega tengd í setningunni „It seems that they elected
Clinton“. A hefðbundnu máli þá er „Clinton“ andlag orðsins „elect“, þó
það sé „fært tdl“ í stöðu ffumlags orðsins „seems“. Frumlagið og sögnin
beygjast saman í þessu tdlfelli, en hafa engin merkingarleg tengsl; rnerk-
ingarleg tengsl ffumlagsins eru við sögnina „elect“, sem er langt í burtu.
Nú höfum við tvo „galla“: ótúlkanlega þætti og tilfærslueiginleikann.
Ef við gerum ráð fyrir kjörsniði væntum við þess að þeir séu skyldir og
það virðist vera tdlfellið: ótúlkanlegir þættdr valda því að tdlfærsla á sér
stað.
Tilfærslueiginleikinn er aldrei innbyggður í þau táknrænu kerfi sem
hönnuð eru tdl sérstakra nota og kölluð eru „tungumál“ eða „formleg
tungumál“ í myndlíkingarmáli: „Ttmgumál talnareiknings“, „tölvumál“
eða „tungumál vísinda“. Þessi kerfi hafa heldur engar beygingar og hafa
því enga ótúlkanlega þættd. Tilfærsla og beygingar eru séreiginleikar
tungumáls manna og á meðal þeirra fjölmörgu þátta sem er sleppt þegar
hönnuð eru táknkerfi tdl annarra nota þar sem í þeim þarf ekki að taka
19 [Dæmin eru látin standa á enskri tungu, þar sem þau lýsa áhrifum tilfærslu í enskri
málfræði.]