Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 51
ÓLÍKAR RADDIR
ingasendingum. Það er hins vegar nýtt að fólk getd verið í nánast daglegu
sambandi við börn sín og foreldra og aðra ættingja, rætt við þá um hvers-
dagslega hluti á Netinu og fylgst með sjónvarpsfréttum frá heimalandi
sínu í gegnum sjónvarpssenda á heimilum sínum.11 Með nýrri og bættri
samskiptatækni er nú auðveldara en áður að vera í nánum og tíðum sam-
skiptum og vera þátttakandi í tveimur málsamfélögum samtímis. Stephen
Vertovec notar hugatkið „bifocality" til að lýsa lífi þeirra sem upplifa líf
sitt sem eitt líf þó svo að þeir lifi lífinu samtímis á tveimur stöðum.12
Hvemig tengist þessi umræða viðhorfi til íslenskrar tungu og stöðu
innflytjenda gagnvart henni? I íslenskri þjóðernishyggju eru tungumál
og lífffæðilegur uppruni mjög samtengd. Eins og fram hefur komið hef-
ur tungumálið verið álitið eitt helsta sérkenni Islendinga, og hefur það
rmdirstrikað sérstöðuna að tungumálið hafi einskorðast við Islendinga að
mestu leyti og þess vegna verið talað af mjög fáum einstaklingum í heim-
inum.13 Með nýjum íbúum Islands sem tala íslensku án þess að tengjast
málinu tilfinningaböndtun eða vera af íslenskum ættum hafa spurningar
vaknað um hvað felist í því að vera Islendingur.
Þær niðurstöður sem eru kynntar hér á eftir eru hluti af stærri rann-
sókn sem hafði það að markmiði að kanna möguleika fólks frá ólíkum
löndum á að móta líf sitt á Islandi, leiðir sem það beitti til að takast á við
nýjan veruleika og helstu hindranir sem það mætti.14 Viðtöl voru tekin
við 40 einstaklinga í Reykjavík og nágrenni og í nokkrum sjávarbyggðum
á árunum ffá 2003 til 2004. Þátttakendur, 28 konur og 12 karlar, voru á
aldrinum 20 til 55 ára. Flestir viðmælenda höfðu komið til landsins til að
vinna á árunum frá 1990 til 1996 og höfðu því dvalist á Islandi í sjö til
þrettán ár. Þátttakendur voru frá mismunandi löndum með fjölbreytt
móðurmál. Flestir voru frá Póllandi og nokkrum öðrum Austur Evrópu-
ríkjum, Filippseyjum og Taílandi. Þetta voru ekki fjölmennustu þjóðernis-
hóparnir á þessum tíma heldur voru þeir fjölmennastir þeirra sem feng-
ið höfðu atvinnuleyfi á árunum á undan. I viðtölunum var leitast við að
11 Steven Vertovec, ,2VIigrant Transnationalism and Modes of Transformation",
IntemationalMigration Review 38,3/2004, bls. 970-1001.
12 Sjá Hallfríður Þórarinsdóttir, ,Mál valdsins - vald málsins“.
13 Viðmælendur töluðu sjálfir allir um upprunaland sitt sem heima eða heimaland.
14 Heiður Hrund Jónsdóttir, Hildur B. Svavarsdóttir, Kristín Erla Harðardóttir og
Friðrik H. Jónsson, Viðhotf innflytjenda á Vestfjörðum og Austurlandi, Reykjavík: Fé-
lagsvísindastofnun, 2004.
49