Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 74
BIRNA ARNBJÖRNSDÓTTIR
félagssálfræði. Gardner og Lambert lýstu tvenns konar hvata til að læra
nýja málið tengdum tilganginum með málanáminu, þ.e. verktengdum
hvata (e. instrumental motivation) og aðlögunartengdum hvata (e. integr-
ative motivation). Hinn fýrri tengist vilja innflytjenda og annarra til að
læra málið og bæta með því hag sinn, t.d. með því að fá betri vinnu eða
öðlast aukin áhrif. Sá síðari tengist jákvæðri afstöðu og lönguninni til að
samsama sig nýja samfélaginu. En í báðum tilvikum hefur flókið samspil
og samskipti hlutaðeigandi menningarheima áhrif.
Nígeríski ffæðimaðurinn John Ogbu,2' sem starfar í Bandaríkjunum,
lýsir því hvernig sjálfsmynd minnihlutahópa er sköpuð af sögulegum og
félagslegum samskiptum við meirihlutann sem aftur hefur áhrif á vel-
gengni þeirra. Hann skiptir innflytjendahópum í smærri hópa með tillitd
til þess á hvaða forsendum þeir komu til nýja landsins. Eirm hópinn
nefnir hann stéttleysingja (e. caste) og er þar vísað til lægstu þjóðfélags-
stéttar Indlands. Hann segir að sjálfsmynd hóps sem búið hefur \ið
langvarandi kúgtm af hendi meirihlutahóps ýti ekki undir að hinir kúg-
uðu læri tungumál kúgaranna.28 Þetta skýri m.a. hversu illa gengur að
mennta ameríska indíána, fólk af mið- og suðuramerískum uppruna og
blökkumenn í Bandaríkjunum. Tveir fýrmefhdu hóparnir nutu ekki
sömu réttinda og aðrir hópar frá upphafi landtöku evrópska manna en
blökkumenn vom fluttir nauðugir til nýs lands og njóta enn ekki jafn-
réttis í Bandaríkjumun. Ogbu segir einnig að bandarískt samfélag hafi í
raun verið lokað þessu fólki og allir sem komið hafi á eftir hafi sjálfkrafa
gengið inn í þessa fyrirfram skilgreindu hópa sem hafi orðið undir í
bandarísku samfélagi. Óneitanlega er hér um hliðstæðu við ástandið í
Frakklandi að ræða með tdlliti til innflytjenda ffá gömlu nýlendunum í
Norður-Afríku en þeir hafa átt erfitt uppdráttar í Frakklandi eins og vik-
ið var að hér að ofan.
Ogbu telur á hinn bóginn að fólki af kínverskum uppnma í Bandaríkj-
unum hafi vegnað vel og skýrir það með því að sá hópur hafi sterka
sjálfsmynd og leggi áherslu á að viðhalda kínversku máli og menningu
en hann leggi einnig áherslu á tvítyngi og sérstaklega menntun. Innflytj-
27 John Ogbu og Maria Eugenia Matute-Bianchi, „Understanding sociocultural fac-
tors: Rnowledge, identity, and school adjustment“, Beyond language: Social and
Cultural Factors in Schooling Language Minority Children, ritstj. Daniel D. Holt, Los
Angeles: Bilingual Education Office, 1989, bls. 35-143.
28 Sama rit, bls. 90.
72