Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 118
HANNA ÓLADÓTTIR
Þessir fjórir viðmælendur skera sig úr í hópnum því að hinir 20 setja
tunguna í fyrsta sætið; ýmist tjá þeir sig beint um það eða það kemur
óbeint fram. Tveir viðmælendur, Atli og Baldur, nehia það reyndar, hvor
á sinn hátt, að gildi tungunnar sé að minnka samfara minnkandi vægi
þjóðernis. Atli nefhir alþjóðavæðinguna sem ástæðu en Baldur velmegun:
Atli: Eg held að það sé aðeins að breytast með þessari alþjóðavæðingu og svo-
leiðis. Bara sko, þú varst erlendis hérna áður fyrr, þá bara, ef þú heyrðir ein-
hvern tala íslensku þá bara „hei, Islendingur" eða eitthvað, skilurðu. Nú ef
þú heyrir einhvern tala íslensku í útlöndum þá bara forðar maðua' sér, hgg-
ur við. Maður vill bara fá að vera í friði. Eg held sko ... samt verði sterkasti
hlekkurinn ... það er náttúrlega tungan og það er sagan og þetta sem \áð eig-
um.
Baldur: Eg held að þetta sé bara eins og annað, við verðmn alltaf núnni og
minni Islendingar eftir því sem líður lengra frá sko fullveldinu og allt þetta
og við gleymum þjóðfundinum mikla og öllu þessu sko. [...] Jón Sigurðsson
var örugglega miklu meiri þjóðernismaður heldur en \áð. Við höfrun ekkert
að berjast fyrir, við höfum ... við fáum allt upp í hendumar.
Aðrir tala án fyrirvara um tungumálið sem helsta sérkenni íslendinga og
þjóðareinkenni. I eftirfarandi dæmum kemur þetta þó missterkt fram;
sumir tala einungis um helstu sérkenni þjóðarinnar, aðrir tengja tunguna
beint við sjálfstæði Islendinga og tilveru sem þjóðar. Hér verða sýnd
nokkur dæmi til glöggvunar.
Aðalbjörg: Mér finnst það bara svo sérstakt tungumál. (Já.) Þú veist, tungumál
líka þjóðarinnar (mhm) og þessi arfleifð, menning, þetta er bara hluti af
okkur. Eg get ekki útskýrt þetta betur.
Brynhildur: Það er hluti af menningu okkar að ... og sjálfstæði að tala íslensku.
Og fyrir utan það að ef að við missum eða hættum að tala íslensku og tölum
bara ensku að þá hættum við að geta lesið okkar gömlu bækur.
Kolbrún: Maður hefur séð hérna fólk koma hérna frá Kanada í einhverjum
stórum hópum, alveg Islendingar, og svo er þetta að tala ensku í sjónvarpi,
þú veist, hvað heldur þetta að það séu einhverjir Islendingar, eða þú veist, ef
það talar ekki einu sinni íslensku?
Daði: Þetta er okkar þjóðareinkenni. [...] Þetta er bara okkar lím sko.
Það sem ritað er í oddklofum eru orð spyrrils þegar ekki er um raunverulega segð að
ræða heldur það sem kallað hefúr verið endurgjöf, þ.e. viðkomandi gefur til kynna
að hann sé að fylgjast með og sýni áhuga á því sem sagt er.