Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2007, Blaðsíða 73
SAMFÉLAG MÁLNOTENDA
Það er algengur misskilningur að útskýra megi mismunandi gengi
innflytjenda í nýja landinu eingöngu út frá mál- og menningarfjarlægð.
Tungumál getur verið tákn um þjóðerni eða etnískan bakgrunn en það
getur líka verið félagslegt og pólitískt kapítal22 og tákn um völd og áhrif
eða áhrifaleysi.23 Allir þessir þættir hafa áhrif á það hvernig innflytjend-
ur skilgreina sig sem einstaklinga og hóp í nýju samfélagi, hvaða tungu-
mál þeir kjósa að nota og hvort og að hve miklu leyti þeir tileinka sér
tungumál nýja landsins.
Umfjöllun um tungumálaörðugleika virðist ekki vera mikil í reynslu-
sögum innflytjenda efdr landflutningana miklu til Vesturheims efdr
miðja 19. öld.24 Svo virðist sem tungumálið hafi ekki verið talið sérstak-
ur þröskuldur en draumurinn um velgengni og betra líf skipaði þeim
mun stærri sess. Tungumálið, menningin og sú upplifun að vera milli
menningarheima verður meira áberandi í innflytjendabókmenntum eft-
ir því sem nær dregur nútímanum, eins og bækur efrir Maxine Hong
Kingston, Richard Rodriguez og Chang-Rae Lee bera vitni um.2'1 Ljóst
er að í upplýsingasamfélagi nútímans eru líka meiri kröfur gerðar til
tungumálakunnáttu en á nítjándu öld og meiri gaumur gefinn að per-
sónulegri sýn og stöðu sjálfsins í flókinni tilveru nútímamannsins. Al-
gengt var í Vesturheimi að fýrsta kynslóð innflytjenda lærði alls ekki nýja
málið enda þurftí þess ekki til að fá sæmilega launaða vinnu. Nú er þetta
öðruvísi og þó að fýrstu kynslóðir innflytjenda sinni ennþá verst launuðu
störfunum gera þær kröfu um að vera þátttakendur í samfélaginu. Það
felst ekki síst í góðri menntun fyrir börnin og betri störfum fýrir innflytj-
endurna sjálfa. Forsenda velgengni innflytjenda í nútímasamfélögum er
góð mál- og menningarfærni.
Rannsóknir á þáttum sem ýttu undir að innflytjendur tileinkuðu sér
nýja málið hófust fyrir alvöru á sjöunda áratug síðustu aldar með könn-
unum Kanadamannanna Gardners og Lamberts26 og eru sprottnar úr
22 Pierre Bourdieu, Outline of a Theory of Practice, Cambridge: Cambridge University
Press, 1977.
23 Sama rit.
24 Pavlenko og Blackledge, Negotiation ofldentities in Multilingual Contexts, bls. 34.
25 Maxine Hong Kingston, The Woman Warrior; Memoirs ofa Girlhood Among Ghosts,
New York: Knopf, 1976; Chang-Rae Lee, Native Speaker, New York: Riverhead
Books, 1995; Richard Rodriguez, Hunger ofMemory: The Education ofRichard Rod-
riguez, Boston: Bantam Books, 1982.
26 R. Gardner og W. Lambert, Attitutes and Motivation in Second Language Leaming,
Rowely, Mass: Newbury House, 1972.
71