Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 12
HELGI ÞORLAKSSON
kröfu um að samanburður við nútíðina sé gerður á þessum sömu forsend-
um.
Til er annars konar samanburður, miklu abnennari, sem snýst um
mannlega bresti, siðferði og vandamál sem koma upp í fámenni þar sem
tengsl eru almennt náin. Guðrún Nordal, forstöðumaður Amastofeiunar,
ritar grein í vorhefti Skímis 2009 og ber saman Sturlungaöld, síðustu ára-
tugina íyrir lok þjóðveldis, og lokaskeiðið þnir hrunið mikla haustið
2008.10 Þetta er forvitnileg og skemmtileg tilraun. Guðrún segir marga
hafa spurt sig hvort henni hafi ekki verið hugsað til Sturlungaaldar í
hruninu og hvort einhver leiðannsir íyrir íslenska þjóð leynist í Stnrlungu.
Hún kveður já við því að læra megi af fortíðinni. Reyndar er samanburður
Guðrúnar nokkru víðtækari þH að hún Ifkir hinni kaþólsku miðaldakirkju
sem stofnun undir stjóm páfa við Evrópusambandið en bendir þó á að
sKkur samanburður sé einföldtm. Guðrún telur Kka að veik staða Alþingis
í þjóðveldinu og á okkar tíð sé sambærileg og óheppileg. Aðaláherslu
leggur hún þó á hin siðferðilegu atriði, óhóf, ofsa og ágimd. Hún skoðar
einkum deilur milli höfðingja Sturlungaaldar sem kepptu um völd og telur
að valdasókn þeirra og fégimd hafi orðið háskaleg og leitt til ófriðar. Hún
greinir að tvo hópa, fáa höfðingja annars vegar og svo hins vegar bændur
almennt sem hafi orðið þreyttir á óffiði. Auk þess vom sumir höfðingjar
„hálfnorskir“, segir hún, og sú niðurstaða hafi því virst bæði bændum og
höfðingjum rökrétt að ganga Noregskonungi á hönd. Meginniðurstaðan
er að verið hafi ójafnvægi milli fárra einstaklinga í Htlu landi, væntanlega
miUi höfðingjanna á Sturlungaöld og eins milfi áhrifamanna á árunum
fyrir hranið, og að menn hafi ekki verið á varðbergi gagnvart sundurlyndi,
ofsa og óhófi. Það hafi skort jafhvægi og meðalhóf í mannlegum samskipt-
um.
Fróðlegt er að sjá hvernig Styrmir Gunnarsson tekur upp skoðanir
Guðrúnar í bók sinni, Umsátrinu,u Hann telur þær athyglisverðar og ver
heilum kafla sem nefnist Meinsemd til að fjalla um þær. Meginskoðun
hans er sú að sundurlyndi hafi löngum einkennt Islendinga og sé mein-
semd. Þjóðin sé fámenn og fólk nátengt, eins og ein fjölskylda. Ei-fitt hafi
reynst í þessu samfélagi fram að hruni 2008 að gagnrýna það sem miður
fór, návígi hafi verið of mikið. En á hinn bóginn hafi rógur grafið um sig.
10 Guðnín Nordal, „Endurtekin stef um óhóf, ofsa og ágrind“, Skímir 183 (vor),
2009, bls. 76-86.
11 Sama rit, bls. 85.
12 Styrmir Gunnarsson, U?nsátiið. Fall Islands og endurreisn, Reykjavík: Veröld, 2009.
IO