Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 175
REYKJAVÍKURNÆTUR
Eitt dæmi var um að erfiðlega gekk að komast á æskilegt ölvunarstig:
Sennilega voru það mistök að borða svona mikið, því allt kvöldið
drakk ég og drakk en fann þó lítið á mér. Sennilega hefur áfeng-
ið ekkert komist að í meltingarkerfinu fyrir öllu þessu brauði.
Eitthvað var ég líka þungur á mér eftir lúrinn - og svo það að
meltingarfærin fengu bróðurpart blóðsins - en ég held bara að
ég hafi sjaldan verið jafn latur og slappur og þetta kvöld.67
Hversu mikil ölvunin var gat komið skrásetjaranum á óvart þar sem
hún hafði orðið meiri en stefnt var að:
Sofhaði og vaknaði enn þá drukkinn. Úff hvað ég hlýt að hafa
drukkið mikið.68
Ég fann að ég var orðin smá tipsí þannig að ég fékk mer bara
vatn og beið eftír að þeir bræður myndu segja Jæja. Og fara
heim [...]69
Ég veit ekki hvort ég get kennt helv. Hochheimer flöskunni um,
en fljótlega eftir að hann kom fór minnið að bregðast mér, eða
með öðrum orðum, ég var orðin blindfull.'0
I frásögnunum er vikið að þeim misalvarlegu afleiðingum sem ölvunin
hafði, eins og að muna óljóst eða ekki hvað gerðist, sjá eftír eigin hegðun
eða geta ekki mætt til vinnu daginn eftír. Slík eftírköst áfengisneyslu eru
algengari meðal þess aldurshóps sem þátttakendurnir tilheyra en á meðal
eldra fólks. I rannsókn á áfengisneysluvenjum Islendinga greindi 49,7%
fólks á aldrinum 18-24 ára frá eftirsjá eða sektarkennd og 47,1% sagði ffá
minnistapi vegna drykkju síðustu 12 mánuði. Sambærilegar tölur fyrir
næsta aldurshóp, þ.e. þá sem voru á aldrinum 25-34 ára, voru 21,7% hvað
varðar minnisleysið og 34,4% skýrðu frá eftírsjá vegna drykkjunnar.71 I
sömu rannsókn höfðu 29,4% yngri aldurshópsins og 14,1% hins eldri
upphfað það að geta vegna drykkju ekki gert það sem vanalega var ætlast
til af þeim.
67 Karl 4-f2.
68 Karl 3-f2.
69 Kona 1-fl.
70 Kona 8-f2.
71 R/innsókn á áfengis- og vímuefnaneyshi Islendinga, Reykjavík: Afengis- og vímuvama-
ráð, 2001. (Þessi skýrsla er aðgengileg á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, http://www.
lydheilsustod.is/ media/afengi/rannsoknir/Almenningskonntm_2 001 .pdf.)
H3