Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 63
GUÐFRÆÐIN í PÓLITÍKINNI - PÓLITÍKIN í GUÐFRÆÐINNI
Ktálsháttar réttarbótum fyrir svarta innan óbreytts kerfis. Síðan fireista þeir
þess að setja frarn eigin gnðfræði sem miðast við aðstæður þeirra. Fyrst
kosta þeir kapps um að greina samfélagslegar aðstæður og benda á að átök
hvítra og svartra í Suður-Affíku séu ekki styrjöld milh tveggja mismunandi
kynþátta heldur sé um að ræða átök kúgara og hinna undirokuðu.8 Því
næst sýna höfundar f&/ror-skjalsins fram á að undirtónn Biblíunnar sýni að
flest rit hennar eru skrifuð út frá sjónarhorni kúgaðra og endurspegli
reynslu þeirra. Þá skoða þeir skilning kristinnar trúarhefðar á óréttlám
rfkisvaldi sem meðal annars er byggður á Bibhunni og komast að raun um
að samkvæmt honum er kúgarinn andstæðingur sameiginlegra gæða (lat.
hostis honi communis) og réttlátrar skiptingar þeirra. Þrátt fyrir að höfund-
amir séu mjög gagnrýnir á yfirvöld í landi sínu ítreka þeir kröfu fagnaðar-
erindisins um að menn elski óvini sína, þar með talda handhafa óréttláts
ríkisvalds. Þó benda þeir á að helsta kærleiksverk sem unnið verði bæði
gagnvart kúgaranum og fórnarlömbum hans sé að svipta hann völdum og
koma þar með í veg fyrir að hann auki sekt sína. Loks ítreka þeir að hinn
kúgaði geti þrátt fyrir allt hfað í von þar sem hið illa er tímanlegt en ekki
eilíft. Það muni því að lokum verða brotið á bak aftur af skapandi mættd
hins góða.
Höfundar Kairos-textans telja að kirkjan, samfélag trúaðra, eigi að taka
fullan þátt í baráttu gegn hinni ranglátu samfélagsskipan. Það geri hún
með því að boða fagnaðarerindið um að Guð standi með hinum kúgaða,
en ekki síður með því að taka þátt í baráttu fyrir réttlátara samfélagi,
stunda borgaralega óhlýðni og andóf ásamt því að veita siðferðilega leið-
sögn.9 Hið mikilvæga er að í fG'/roj’-textanum er lögð áhersla á að greining
guðfræðinnar hljótá að leiða til félagslegra aðgerða. Hér hefur skjalið verið
tekið sem dæmi um póhtíska guðfræði við aðstæður sem flestum ber nú
saman um að hafi einkennst af grímulausu ranglætá. Femíníska guðfræðin
réðst aftur á móti til atlögu við vestrænt karlaveldi, sem hún gagnrýndi
fyrir að hafa haldið konum frá völdum öldum saman og útilokað þær ífá
menntun og virkri þátttöku í opinberu hfi.10 Þar er oft fremur um að ræða
8 Við nútímaaðstæður mætti spyrja hvort svipuðu máli gegni ekki um átök
Israelsríkis og íbúa Gaza og Vesturbakkans þegar tekið er tillit tál hversu misjafnra
gagna og gæða þessar tvær stríðandi þjóðir hafa yfir að ráða.
9 The Kairos Domment, sjá http://www.sahistory.org.za/pages/library-resources/
official%20docs/kairos-document.htm (skoðað 14.12.2009).
10 Mary Daly, Beyond God the Father: Toward a Philosophy of Women’s Liheration,
Boston: Beacon Press, 1973; Rosemary Radford Ruether, Sexism and God-Talk:
Torwarda Feminist Theology, Boston: Beacon Press, 1983.