Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 170
HILDIGUNNUR ÓLAFSDÓTTIR OG UNNUR M. BERGSVEINSDÓTTIR
í hópnum og er framlag einstaklmgsins til hópsins. Auk áherslunnar á
jafriræði greinir Simmel marga fleiri þætti félagslyndis eins og daður, leiki,
samræður og lausnir á siðferðilegum vandamálmn.
I samræmi við kenningar Simmels reyndust þau umræðuefini sem getið
var í frásögnunum mestmegnis almenns eðhs. Rætt var um þjóðmál, pólit-
ík og kosningaúrslit, hvemig kosningakerfi og stjómskipulag á Islandi væri
meingallað og heimskulegt, japanska menningu og sjálfsmorð, kínverskar
hefðir og siði, tónlist, póstmódernisma, k\dkmyndir, tdin’ofandi próf, jólin
og samkynhneigð. Sagðar vom reynslusögur af blindum stefnmnótum,
talað um kyrdíf, áfengi og eiturlyf, rifjaðar upp sameiginlegar minningar,
sagðir „feikilega dónalegir brandarar“ um leikina sem kynin spila sín á
milli og skeggrætt um það hvað fólk getur verið „asnalegt". Lítið var um
það að samræður næðu mikilli persónulegri dýpt, yrðu trúnaðarsamtöl eða
að sama efnið væri rætt allt kvöldið. Mögulega má tengja það því hversu
mikið er um að fólk flakki bæði á milli hópa og staða.
Afengið var bæði nefht sem hjálpartæki til að halda uppi fjömgum
samræðum og sem hindrun til að koma í veg fyrir frekara samtal. Dæmi
um áfengið sem hjálpartæki má finna í efdrfarandi dagbókarfærslum:
Drukkinn var bjór og spjallað var við hina og þessa. Svona
almennt djamm bara.41
Ég sötraði bjór og skeggræddi um póstmodernisma, sem ég
veit ekki neitt um, en var mjög sammála þ\ú að vandamálið með
póstmodemista væri að þær þóttust alltaf vera fyrir utan heild-
armyndina og því hefði þjóðfélagið ekki áhrif á þá, sem slíka.
Það var rauðhærður vinstrisinnaður strákur sem tdrtist aðhillast
póstmodernisma, en ég sagðist bara ætla að kjósa ffamsókn eins
og alltaf. Nei nú lýg ég, ég kýs ekkert ffamsókn. En ég niundi
kannski gera það ef ég væri bóndi á austurlandi. Drukkinn
grandrokk gestur fikraði sér nær mér hálf hikandi og spurði mig
hvort ég hafði lesið Biblíuna „Nei, en ég sá Life of Brian!“ Hann
fór að þylja yfir okkur sögur úr Biblíunni, og þóttist kunna hana
manna best, þó hann mundi ekki alveg hvað persónurnar hém í
henni. „Abraham, Jakob og... hvað hét hinn aftur?“42
Ég var búin að vera í 2 vikur í nýju starfi (á sama vinnustað) sem
41 Karl 3-f2.
42 Karl 3-f4.
168