Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 61
GUÐFRÆÐIN í PÓLITÍKINNI - PÓLITÍKIN í GUÐFRÆÐINNI
sem stefiia að því marki. Hún leitast ekki við að koma á guðveldi eða
guðsríki í þessum heimi heldur dregur hún félagslegar ályktanir af guðs-
ríkisboðskap Krists sem vísar alltaf til íramtíðar.
Við, sem þetta ritum, teljum mikilvægt að fólk óttist ekki pólitískt eðh
guðfræðinnar. Hlutverk hennar er að láta sér annt um manneskjuna og
velferð hexmar. Guðfræði sem ekki lætur sig varða annað en það sem kall-
ast getur „andleg“ velferð einstaklinga, stenst að okkar matá ekki sam-
kvæmt gyðing-kristinni trúarhefð. Slík guðffæði gengur út frá tvíhyggju
milli efius og anda sem vissulega hefur oft gætt innan kirkju og guðffæði.
Aðgreining af þessu tagi er þó í hróplegu ósamræmi við trú á „skapara
himins og jarðar“. I ljósi þeirrar trúar er litið á heiminn sem andlega-efnis-
lega heild og manninn sem sálræna-líkamlega (,,psykosómatíska“) veru þar
sem ekki er greint milli hins efnislega eða líkamlega og hins andlega eða
sálræna.
Utgangspunktur guðffæðinnar veltur á afstöðunni til sambands efnis
og anda eða líkama og sálar. Guðffæði sem einkennist af tvíhyggju leggur
ofuráherslu á andlega velferð einstaklinga og hættir af þeim sökum til að
stuðla að óbreyttu samfélagsmynstri, valdahlutföllum og eignaskiptingu,
hversu ranglát sem þessi kerfi kunna að vera. Það getur gerst án þess að
fylgjendur slíkrar guðfræði hafi gert sér grein fyrir því eða ædað sér það
hlutverk. Þeir eru þvert á móti oft ómeðvitaðir um póhtísk áhrif sín og
þann samfélagslega veruleika sem þeir búa við. Guðffæði, er afneitar tví-
hyggju, skynjar manninn miklu ff emur sem ábyrga félagsveru kallaða til að
byggja hfvænlegan heim fyrir alla og mismunar ekki eftir kyni eða kyn-
hneigð, húðlit, aldri, stétt, stöðu, efhahag eða neinu því sem skipa kann
fólki í flokka. Slík guðffæði stendur jafnan utan allra valdakerfa og gagn-
rýnir þau út frá eigin forsendum: fagnaðarerindinu um lífgjafann, lausn-
arann og endumýjandann. Hún stendur ætíð með hinum veika og styrkir
hann í viðleitni sinni til að ná rétti sínum. Þetta skynjar hún sem félagslega
skyldu sína eða köllun.
Pólitísk guðfrœði á síðari hluta 20. aldar
Hin pólitíska skírskotun guðffæðinnar hefur verið henni samgróin frá
upphafi. A undanfömum áratugum hefur þó vaknað stóraukin meðvitund
og umræða um pólitískan áhrifamátt hennar. Akveðin þáttaskil urðu með
tdlkomu „pólitísku guðffæðinnar“ í Þýskalandi fyrir rúmum 40 áram en
hún hefur haft mikil áhrif um allan heim. Forsprakkar pólitísku guðffæði-
59