Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 40
GUÐMUNDUR JONSSON
Think? Menn þjTStir ekki aðeins í nýjar hugmjmdir heldur allt aðrar
hugmyndir en þær sem hafa ráðið ferðinni í stjórn- og efnahagsmálum
um langt árabil. I tímaritinu er sagt frá bók sem kom út í Þýskalandi íýrir
skömmu eftir kaþólskan biskup í Trier að nafni Reinhard Marx og nefn-
ist hún Das Kapitall Biskupinn er að vísu ekkert gefinn fýrir pólitískar
kenningar marxismans en spyr hvort nafni sinn, Karl Marx, hafi ekki
með gagnrýni sinni á kapítalismann haft rétt fýrir sér eftir allt saman:
„[Kapítalisminn] varð lífseigari en menn gerðu ráð fýrir á 19. öldinni“,
en hann spyr: „er hugsanlegt að kapítalisminn sé aðeins tímaskeið í sög-
tmni sem tekur enda einhvern tíma vegna þess að kerfið hrynur af völd-
um innri mótsagna?“5
Þegar kirkjunnar menn eru farnir að spyrja slíkra spurninga er sann-
arlega komin hreyfing á pólitíska hugmjmdafræði í álfunni. I þessari rit-
gerð er ekki ætlunin að kortleggja hið pólitíska landslag heldm- beina
kastljósinu að einni hlið umræðunnar, þ.e. kenningum um kreppm í
samfélögum nútímans, en spurningin um eðli þeirra og tengsl við kapí-
talismann hefur verið mjög áleitin undanfarið og varðar miklu um skiln-
ing okkar á samtímavandamálum. Hugmjmdir Adams Smith, Karls
Marx, Josephs Schumpeter, Johns Maynards Kejmes og annarra hugsuða
lifa enn þá með okkur og móta skilning okkar á samfélaginu. I ritgerð-
inni er rætt um hugmyndir þessara manna um kreppm og jafnframt lagt
mat á hvaða skýringargildi þær hafa varðandi efnahagskreppur á okkar
dögum. Umfjöllunin beinist sérstaklega að skilningi tveggja andstæðra
kenningakerfa á kreppum, annars vegar meginstraums nútímahagfræði6
sem leggur markaðskerfi kapítalismans til grundvallar, hins vegar marx-
ískra kenninga sem telja kreppur alvarlegan, jafnvel banvænan, kerfisgalla
á kapítalismanum. Það gefur auga leið að hér er enginn kosmr á því að
gera skil þeim mörgu kenningum sem hrærast innan þessara tveggja
kenningakerfa heldur er leitast við að draga fram nokkur megineinkenni
hvors þeirra um sig.
5 Time 2. febrúar 2009, bls. 41.
6 Með meginstraumi nútímahagffæði eða orþódox-hagfræði er átt við hina „við-
urkenndu" hagffæði sem ástunduð er í háskólum og opinberum stofnunum og
byggist á samþættingu nýklassískrar rekstrarhagffæði og keynesískrar þjóðhag-
ffæði. Utan meginstraumsins eru fjölbreytilegir kenningaskólar á borð við eldri
stofnanahagffæði, póst-keynesíska hagffæði, femímska, sósíalíska og marxíska
hagfræði.
38