Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 153
MENNTAMENN
milliliðalausa framkvæmd framleiðsluáætlunarinnar sem yfirmenn iðn-
aðarins móta; þeir stjórna grunnstigum verksins. Almennt talað eru
„óbreyttir" menntamenn úr þéttbýli mjög staðlaður hópur, en æðstu
menntamenn úr þéttbýli má á hinn bóginn með æ betri rökum leggja að
jöfiiu við yfirmenn iðnaðarins sjálfs.
Menntamenn úx dreifbýli eru mestmegnis „hefðbundnir“, þ.e. tengdir
almenningi í dreifbýh og smáborgurum í borgum (aðallega smærri borg-
um), og ekki jafn tengdir hinu kapítalíska kerfi eða knúnir áfram af því.
Þessi gerð menntamanna tengir bændafólkvið embættismenn sveitastjóma
og ríkisins (lögfræðinga, lögbókendur o.s.frv.). Vegna þessarar starfsemi
inna þeir af hendi mikilvæga póhtíska og félagslega virkni, enda er erfitt að
greina starfstengda milhgöngu frá pólitískri. Við þetta bætist að mennta-
maður til sveita (prestur, lögffæðingur, lögbókandi, kennari, læknir,
o.s.frv.) nýtur almennt séð meiri, eða að minnsta kosti öðruvísi, lífsgæða en
venjulegur bóndi og er bóndanum félagsleg fyrirmynd í þrá hans eftir að
sleppa undan aðstæðum sínum eða bæta þær. Bóndinn bindur alltaf vonir
við að einn sona hans að minnsta kosti verði menntamaður (sér í lagi
prestur), og verði þar með að fyrirmanni og hækki fjölskylduna í félagslegri
tign jafnframt því að létta henni lífið efnahagslega með hjálp þeirra sam-
banda við lágaðalinn sem hann hlýtur að koma á. Viðhorf bóndans til
menntamannsins er tvíþætt og virðist mótsagnakennt. Hann virðir félags-
lega stöðu menntamanna og ríkisstarfsmanna almennt, en sýnir þeim
stundum fyrirhtningu, sem þýðir að aðdáun hans er blandin hvataþáttum
öfundar og innbyrgðrar reiði. Enginn bom fæst í sameiginlegt líf bænda-
stéttarinnar og þau ffjókom og hvata sem þróunin hefur að geyma, nema
hugað sé af gerhygli og dýpt að áhrifum þess að standa skör lægra en
menntamenn: upp að ákveðnu marki er hver einasti atburður í þróun
skipulags bændalýðsins tengdur hreyfingum meðal menntamanna og
veltur á þeim.
Oðm máli gegnir um menntamenn úr þéttbýh. Tæknimenn í verk-
smiðjum ástunda enga póhtíska virkni þegar kemur að iðnverkalýðnum,
eða að minnsta kosti heyrir slík virkni sögunni til. Stöku sinnum gerist
einmitt hið gagnstæða og iðnverkalýðurinn hefur pólitísk áhrif á tækni-
mennina, að minnsta kosti fyrir atbeina náttúmlegra menntamanna innan
sinna raða.
Meginatriði spumingarinnar varðar aðgreiningu á milli menntamanna
sem eðlilegs hluta af sérhverjum grundvallarþjóðfélagshópi og mennta-
manna sem hefðbundins flokks. Af þessari aðgreiningu flýtur fjöldinn allur