Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 42
GUÐMUNDUR JONSSON
vöm hefði í för með sér viðbótarumbun til framleiðsluþátta (í formi launa,
gróða eða vaxta) sem yki efrirspumina ril jafns við aukning'u framboðsins.
Tímabtmdið offramboð gæti orðið á vöru eða vinnuafH og skapað nið-
ursveiflu á mörkuðum, en útilokað væri að abnennt offramboð skapaðist.
Kenningin um markaðsjafnvægi var auðvitað mikil einföldun á veru-
leikanum, jafnvel þótt hún væri síðar aukin og endurbætt.
En hvemig skýrðu hagfræðingar þá sveiflur í efnahagslífi? Orsakirnar
hlutu að liggja utan markaðsskipulagsins sjálfs. Þeir fáu hagfræðingar sem
gáfu kreppum gaum á annað borð röktu þær til fjölbreytilegra þátta utan
efnahagsbfsins: stjórnvalda (t.d. aukinnar skattheimtu), styrjalda, upp-
skerabrests eða annarrar röskunar af náttúrunnar völdum.10 Þegar líða tók
á 19. öldina fóra hagfræðingar í auknum mæli að líta á kreppur sem hluta
af hagsveiflum frekar en staka atburði og atltygli þeirra beindist upp frá því
að því að lýsa og skýra þessar endurteknu upp- og niðursveiflur í efnahags-
lífinu. Einna fyrstir hagfræðinga til að setja fram kenningar um hagsveiflur
voru WdlHam Stanley Jevons og Henry Ludwell Moore, og eru þeir ágæt
dæmi um hve frjálshuga hagfræðingar voru á þeim tíma í leit sinni að
skýringum. Jevons setti ffarn þá kenningu að samband væri milli sólbletta
og hagsveiflna og varaði hver sveifla í u.þ.b. IOV2 ár. Sólblettir hefðu áhrif
á uppskera sem aftur hefði áhrif á verðlag og gat orsakað niðursveiflu í
efhahagslífi. Moore leit einnig til himintunglanna í leit að skýringmn á
hagsveiflum og gaf hann út rit árið 1923 þar sem orsakir þeirra voru raktar
til gangs reikistjörnunnar Venusar.11
Austurríski hagfræðingurinn Joseph A. Schumpeter gaf hagsveiflum
sérstakan gaum í kenningum sínum, eklri síst í hinu mikla riti Business
Cycles frá árinu 1939.12 Hann telst til nýklassísku hagffæðinganna, en var
undir miklum áhrifum frá Karli Marx. Schumpeter var sammála Marx um
að öflin sem yllu truflun á gangverki efnahagsbfsins kæmu innan ffá en
ekki að utan. Efnahagskreppur væra ekki rilviljanakenndar heldur gegndu
þær mikilvægu aðhalds- og endurnýjunarhlutverki í kapítalismanum. I
kreppum fer ffam „skapandi eyðilegging“ sem felst í því að við gjaldþrot
fyrirtækja, hagræðingu og endurskipulagningu framleiðsltmnar hreinsast
10 Mary S. Morgan, Tbe History of Econometric Ideas, Cambridge: Cambridge
University Press, 1990, bls. 15; Guðmundur Jónsson, „Efnahagskreppur á Islandi
1870-2000“, Saga 47(1), 2009, bls. 48-52.
11 Morgan, The Histoty of Econom-etric Ideas, bls. 18-34.
12 Joseph A. Schumpeter, Bnsiness Cycles. A Theoretical, Historical, and Statistical
Analysis ofthe Capitalist Process, Philadelphia: Porcupine Press, 1989.
40