Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 60
ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR OG HJALTI HUGASON
renna frekari fræðilegum stoðum rmdir slík skrif með því að spyrja: Á
guðfræðin erindi inn í samfélagsumræðuna og ef svo er hvert er það þá? I
því sambandi verða færð rök fyrir því að guðfræðin sé pólitísk í eðli sínu og
tínd til nokkur dæmi um þau tæki og tól sem hún lætur okkur í té við
greiningu á nútímaaðstæðum. I þ\i' sambandi spyrjum \áð einloun:
Hvemig nýtast nokkur lykilhugtök lútherskrar guðffæði, svo sem sköpun,
ráðsmennskuhlutverk, hroki, s\nd, ftelsi, góð verk og náð, til að varpa Ijósi
á það ástand sem við búum við hér á landi eftir hrunið haustið 2008?
Oll guðfi'æði erpólitísk
Grunnforsenda okkar í þessari grein er að öll guðfræði byggist á viðbrögð-
um við umhverfi sínu og orki jafhframt á það. Samkvæmt þessu er öll
guðffæði pólitísk (eins og áður sagði) og ekki er til neitt sem kalla má
ópólitíska guðffæði. Dæmi um hvað þessi fullyrðing merldr má finna í
ffásögum guðspjallanna. Jafhvel þegar Kristur þagði og ritaði í sandinn
breytti hann félagsstöðu fólks. Hvað þá þegar hann tók tdl máls og hjó á
sálræna og líkamlega fjötra með endumýjandi máttarorði. Líku máh gegn-
ir um guðfræðina en hlutverk hennar er að túlka Krist í síbreytilegum
félagslegum og menningarlegum aðstæðum, sem og að greina þær í ljósi
þess boðskapar sem hann flutti í orði og verki.
Vart þarf að taka það ffam að hér er ekki átt við að guðfræðin sé flokks-
póhtísk, heldur er hún pólitísk í víðtækustu merkingn þess orðs. Með því
er átt við að guðffæðinni er ekkert það óviðkomandi sem lýtur að mann-
legu lífi og skipulagi þess en það er einmitt þetta sem pólitíkin íjallar um.
Hugtakið póhtík er dregið af gríska orðinu polis, borg eða ríki. Pólitíkin
fæst við allt sem lýtur að lífi fólks í „borgum“ eða „borgríkjum“, það er
mannlegum samfélögum almennt.
Einnig skal bent á að pólitísk guðffæði er ekki hið sama og guðffæðileg
eða trúarleg póhtík. Póhtísk guðffæði leitast ekki við að koma á ákveðnu
þjóðskipulagi. Hún hefur ekki markaða, pólitíska stefhuskrá heldur miðar
að því að koma á félagslegu réttlæti í víðasta skilningi í samvinnu við alla
félagslegt réttlæti", Mbl. 15. mars 2009; „Hrunið og einstaklingurinn - ábyrgð
okkar“, Mbl. 22. mars 2009; „Þöggun í málffelsi - krafa um heiðarleika", Mbl. 29.
mars 2009; „Upprisa réttlætis - í krafti vonar“, Mbl. 11. apríl 2009. Höfundar:
Anna Sigríður Pálsdóttir, Amffíður Guðmundsdóttir, Baldur Kristjánsson, Hjalti
Hugason, Pétur Pétursson, Sigrún Oskarsdóttir, Sigurður Arni Þórðarson og
Sólveig Anna Bóasdóttir.
58