Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 117
KJARNMESTA FÓLKIÐ í HEIMI
endurspeglar í raun þjóðina sem samfélag karla.9 Inga Dóra Bjömsdóttir
bendir á fjallkonuna sem tákn íslensku þjóðarinnar10 og Sigríður
Alatthíasdóttir talar um að í kringum aldamótin 1900 hafi karlmaðurinn
verið hinn sanni Islendingur í íslenskri þjóðernisorðræðu.111 öðrum skrif-
um mínum hef ég byggt á greiningu Sigríðar og bent á hvemig þessi karl-
læga þjóðemisorðræða hafi verið samofin frásögum um framandi lönd þar
sem karlmenn vora í broddi fylkingar. Umþallanir um fjarlæg lönd virðast
þannig hafa verið kjörinn vettvangur til að draga upp ímynd evrópskra
karlmanna sem fulltrúa framfara og siðbetrunar.12
Rannsóknir á ímyndum og staðalmjmdum sýna einmitt að þær snúa
ekki eingöngu að hugmyndum „okkar“ um aðra heldur eirtnig að því hvaða
ímynd \fð höfum af okkur sjálfum. I bók sinni Orientalism benti Edward
Said á mikilvægi þess að skoða hvemig hugmyndir um aðra skilgreindu í
raun Evrópu eða vestrið með því að bregða upp andstæðri spegilmynd.13 I
gegnum ímyndir af öðrum hafa þjóðir og aðrir félagslega skilgreindir
hópar þannig speglað sig og dregið fram andstæður eða líkingar við eigið
sjálf. Imyndir af öðrum þjóðemis- eða menningarhópum geta því dregið
upp í skýrari htum það sem þjóðin telur vera sín eigin einkenni.14
íslendingum hefur jafnframt lengi verið umhugað um hvemig fjallað er
um þá í erlendum miðlum. Sigurjón B. Hafsteinsson hefur bent á að land-
kynning Islendinga erlendis snúi ekki eingöngu að því að selja ákveðnar
vörur eða afnrðir heldur sé hún samofin þjóðemishyggju á mun dýpri
hátt.15 Hún snýst um hverjir Islendingar \ilja vera og hvemig þeir \dlji að
aðrir sjái þá.
9 Alary Louise Pratt, „Women, Literature and National Brotherhood“, bls. 50; sjá
einnig umræðu í Nira Yuval-Davis, Gender and Nation.
10 Inga Dóra Bjömsdóttir, „„Þeir áttu sér móður“: Kvenkenndir þættir í mótun
íslenskrar þjóðemisvitundar“, Fléttnr: Rit Rannsóknastofu í kvennafrceóum, ritstj.
Ragnhildur Richter og Þórunn Sigurðardóttir, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 1994,
bls. 65-85.
11 Sigríður Matthíasdóttir, Hinn sanni Islendingur: Þjóðemi, kyngervi og vald á Islandi
1900-1930, Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2004.
12 Kristín Loftsdóttir, „Bláir menn og eykonan Island: Kynjamyndir karlmennsku og
Afríku á 19. öld“, Ritið 2/2005, bls. 21-44; Kristín Loftsdóttir, ,,‘Pure manliness’:
Images of Africa in Iceland“, Identities: Global Studies in Culture and Power, 16,
2009, bls. 271-293.
13 Edward W. Said, Orientalism, New York: Vintage Books, 1978, bls. 1.
14 Kristín Loftsdóttir, „Tómið og myrkrið: Affíka í Skími á 19. öld“, Skímir 178
(vor), 2004, bls. 119-151, hérbls. 128-129.
15 Sigurjón B. Hafsteinsson, „Fjallmtndin: Sjónarhom íslenskra landslagsljósmynd-
ara“, Imynd íslands: Ráðstefia um miðlun íslenskrar sögu og menningar erlendis 30.