Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 136
KRISTÍN LOFTSDÓTTIR
Þrástefí heila öld
Umræða um útrásina var samofin þjóðemishyggju þar sem áhersla var á
karlmenn og karlmennsku, eins og endurspeglast í því að framámenn
þjóðarinnar og ráðuneyti notuðust ítrekað við víkingatihusanir í orðum og
skýrslum. A ráðstefriunni „Mannfræði á 21. öldinni“ í Háskóla Islands í
ágúst 2007 fjallaði ég um hvernig ímyndir í gömlum námsbókum tengdust
orðfæri útrásarvíkinganna. Sá fyrirlestur vakti nokkra athygli og fjallað var
um hann í nokkuð gamansömum tón í fjölmiðlum sem ætla má að hafi
stafað af því að þessi tengsl, sem nú eru öllmn sýnileg, hafi þá notið ák\æð-
ins forræðis (e. hegemony) sem í senn var ósýnilegt og máttugt. Fjölmiðlar
unnu ötullega að því að færa fréttir af hetjudáðum og lífi þessara manna. I
hverju horni samfélagsins fjallar fólk nú um víkingaímyndina í tengslum
við útrásina. Utrásarorðræðan endurspeglaði á margvíslegan hátt sam-
bræðslu þjóðernishyggju og markaðshyggju, sem ég hef fjallað mn annars
staðar í tengslum við einstaklingsmiðaða þjóðernishyggju, og endurnýt-
ingu tákna þjóðernishyggju sem þó voru kirfilega bmidin hnattrænum
veruleika samnmans.103
Utrásarorðræðan gefur til kynna að það að vera Islendingur feli í sér
ákveðna eiginleika sem voru afmarkaðir í upphafi, að \dð sem erum
Islendingar í dag séum afkomendur þessara landnámsmamia eða víkinga í
beinan legg; að eðli okkar og lunderni hafi mótast á tímum hins unga
Islands. Það sem er blekkjandi við þessar umfjallanir er að þær gefa til
kynna að íslendingar séu beinir afkomendur þeirra sem bjuggu hér fyrir
þúsund árum; að blóðið í æðum þeirra sé það sama og rann í æðum víkinga
og valkyrja hins unga íslands. Slíkar orðræður eru hrokafullar og útilok-
andi, einkum með tilliti til þess að jafhframt því að Islendingar tóku aultinn
þátt í hagkerfi heimsins var fólk af erlendum uppruna sívaxandi hluti af
íslensku samfélagi. Utrásin og aukinn flutningur fólks á milli staða eru að
ákveðnu leyti hluti af sömu hnattrænu ferlunum. Fólk af erlendum upp-
runa hefur ekki eingöngu unnið á íslandi heldur í mörgum tilvikum kosið
að ala upp börn sín hér, og vinnur oft láglaunavinnu sem flestir Islendingar
hafa ekki áhuga á.104 Jafhframt eru þessir einstaklingar ekki hluti af þeirri
velgengni íslensks samfélags sem víkingaorðræðan vísar til. Þessir einstakl-
103 Kristín Loftsdóttir, „Utrás Islendinga og hnattvæðing hins þjóðlega: Horft til
Silvíu Nætur ogMagna", bls. 159-176.
104 Unnur Dís Skaptadóttir og Anna Wojtynska, „Líf á tveimur stöðum: Vinna eða
heimili. Reynsla fólks sem komið hefur til starfa á Islandi", Ritið 2-3/2007, bls.
79-93.
z34