Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 131
KJARNMESTA FOLKIÐ I HEIMI
tímaritíð Krónikuna árið 2007 að rekja mætti útrás íslendinga og kraftinn
til víkingaeðlisins. Hann segir: „Eg held líka að við höfum aldrei áttað
okkur á því hvað við erum í raun og veru lítil. Við erum barnaleg að því
leyti. Það hefði engum dottið í hug að gera þessa hluti sem við erum að
gera, nema fólki sem veit engan veginn hvað það er að fara út í“.80 Orðin
leggja áherslu á að smæð Islands og ákveðið bamslegt sakleysi sé lykilþátt-
ur í framsækni íslendinga og djörfung. í fréttum vefmiðilsins mbl.is í lok
september 2007 segir frá ávarpi Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráð-
herra í Danmörku sem fjölmargir íslenskir frumkvöðlar (eins og það er
orðað í fréttinni), fjárfestar og fyrirtækjaeigendur hlýddu á. Líkt og margir
aðrir telur Björgvin að hröð ákvarðanataka og sérhæfing sé eitt helsta ein-
kenni íslensku útrásarinnar. Björgvin lýsir þróun íslensku útrásarinnar og
þárfestinga íslendinga í útlöndum sem eldgosi, og segir það hafa byrjað
með jarðskjálfta og lokið með gosi undir lok 20. aldarinnar og upphafs
þeirrar 21.81
Andrés Magnússon læknir benti einmitt á í viðtali við Egil Helgason í
Silfri Egils 24. febrúar 2008 að orðræðan hefði einkennst af því að „strák-
amir“ okkar era okkar lið og að „við“ stöndum með þeim. Orð hans draga
fram hvemig orðfærið „strákamir okkar“ felur í sér ákveðna fótbolta-
myndlíkingu þar sem útrásarvíkingarnir vora „lið“ íslensku þjóðarinnar
sem sjálfsagt þótti að alhr héldu með og hefðu áhuga á.82 í íyrmefhdri
ræðu viðskiptaráðherra í Kaupmannahöfh talaði hann einmitt um að
„staðan“ væri ekki lengur 14-2 fyrir Danmörku eins og hún hafði verið
tuttugu árum fýrr í fótboltaleiknum í Parken í Kaupmannahöfh,83 og
leggur þannig áherslu á útrásina sem keppni þjóða þar sem sumir sigra en
aðrir tapa.
Það var því mikilvægt að benda á víkinga- og landsnámsarfleifð Islands
þegar dregin var upp mynd af sérstæði íslendinga í alþjóðlegu markaðs-
kerfi og velgengni þeirra útskýrð. Hún undirstrikar að sú sérstaða eigi sér
upphaf í landnáminu og að landið hafi á beinan hátt mótað einkenni þjóð-
arinnar sem endurómar á forvitnilegan hátt námsbækur í byrjun 20. aldar.
Slíkar orðræður komu í sjálfú sér ekki á óvart í upphafi 20. aldar þegar
80 Ama Schram, „Spútnik íslands“, Krónikan, 1(1), 2007, bls. 30-33.
81 „Ráðherra líkti íslensku útrásinni við eldgos“, mbl.is 29. september 2007, http://
www.mbl.is/mm/gagnasa£n/grein.html?grein_id=l 167322 (skoðað 11. desember
2008).
82 Egill Helgason, „Viðtalið tíð Andrés“, Eyjan, 19. nóvember 2008, http://eyjan.is/
silfuregils/2008/11/19/vidtalid-vid-andres (skoðað 15. desember 2008).
83 „Ráðherra líkti íslensku útrásinni við eldgos“.
I29