Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 16
HELGI ÞORLAKSSON
er erfitt fyrir nútímafólk að meta það. Gagnrýni á ófrið tengdist þó líkJega
helst röskun samfélagshátta, herferðir tóku tíma frá bústörfum og fyrirvinn-
ur féllu í bardögum. Mannfall á bilinu 1235-55 var miklu meira en venjulegt
hafði verið. Hér er aðalatriðið að reyna að skilja gagnrýni þá sem kemur
fram á 13. öld á ofsa og óhóf út ffá forsendum sem þá giltu.
Enn má hafa í huga að manndráp eru sýnd í heldur neikvæðu ljósi í
Islendingasögu Sturlungu og er þá þess að minnast að hún var samin þegar
friður var kominn á, efdr 1264, og konungur hafði snúist gegn blóðhefnd.
Þess má líka minnast að nokkurs kala þykir gæta af hálfu höfundar, Sturlu
Þórðarsonar, í garð Gissurar Þorvaldssonar.
í íslendingasögum gætir stundum gagnrýni á ójafnað, höfðingjiun bar
að vera hófsamir.15 Sumir beittu þó ójafnaði og komust upp með það en
það er annað mál. Vel má vera að hugmyndir um ójafhað og hóf hafi breyst
ffá 12. til 13. aldar. Skýringin væri þá sú að jafnvægi milli samþingsgoða,
þeirra sem voru saman um vorþing, hafi talist mikilvægt lengst af á 12. öld
og óæskilegt að einn goði yrði samþingsgoðum sínum yfirsterkari. Þegar
héraðsríki töldust hins vegar æskileg, að völd yrðu falin einum öflugum
höfðingja á tilteknu svæði, er líklegt að viðhorf hafi breyst og viss ágengni
og ofsi hafi þótt prýði á höfðingjum. Þetta væri verðugt rannsóknareíhi
fyrir sagnfræðinga.
Orlæti skyldi alltaf einkenna höfðingja, það var hluti af ímynd sem ekki
var unnt að víkja sér undan og er að mínu matá merkilegt sagnfræðilegt
viðfangsefni. Snorri Sturluson hélt veislur og gaf gjafir en engu að síður
telja fræðimenn ýmsir að hann hafi verið sínkur og að það hafi verið ljóður
á ráði hans og jafhvel flýtt fyrir dauða hans. Varla verður þó séð að sam-
tímamenn hans hafi ásakað hann um nísku en engu að síður hafa sumir
ffæðimenn sett þetta á oddinn sem þverbrest í skapgerð Snorra. Þarna tel
ég að sé komið út fyrir sagnfræðileg viðfangsefni.
Eins er um Eyjólf ofsa, sem hlaut e.t.v. viðurnefni sitt af því að hann
þótti mikið höfðingjaefhi. A seinni tímum hefur mörgum lesendum
Smrlungu ofboðið ofsi hans í Flugumýrarbrennu en telja má álitamál hvað
samtímamönnum hans fannst. Einar Kárason rithöfundur hefur nýlega
leitað sálfræðilegra skýringa í skáldsögu á framgöngu Eyjólfs og það er
efni sem hæfir vel á slíkum vettvangi en er varla sagnffæðilegt viðfangs-
efni.16
15 Jesse L. Byock, Medieval Iceland. Society, Sagas and Power, Berkeley, Los Angeles og
London: University of California Press, 1988, bls. 128-129, 204—205, 219.
16 Sjá Einar Kárason, Ofsi, Reykjavík: Mál og menning, 2008.
*4