Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 35
ÁRVEKNI EÐA AUÐSVEIPNI
vissulega aðeins að hluta til siðvísindi,22 Ekkert hefur vafist meira fyrir
mannskepnunni í sögunnar rás en hvemig ræða megi skynsamlega um
markmið - og það er ein skýringin á því andlega tómarúmi nútímasam-
félags sem fyllt er upp í með trú á vald, auð og tækni.-3 Hugvísindin hafa
betri verkfæri en önnur fræði til að greina og gagnrýna hugmyndir okkar
um farsælt fif og þær röksemdir og orðræðu sem þeim fylgja. Færa má rök
fyrir því að slík greining sé grundvallaratriði í mannlegu samfélagi því að
án hennar muni okkur ekki farnast vel. Okkur er hins vegar tamt að snúa
þessu við: mannleg farsæld ráðist af efnahagslegum og pólitískum þáttum
og andlega fifið eða menningin sé fremur til að draga fram og njóta á
tyllidögum. Líklega er hugsun af þessum rótum einn djúpstæðastd vandi
íslensks samfélags nú á tímum. Við höfum byggt upp kerfi stjórnmálanna
og efhahagslífsins án þess að huga nægilega vel að hugmyndunum, stjórn-
siðunum, gildismatinu og tjáningarmátanum sem eru forsenda þess að þau
verði okkur tál góðs.24
Páll Skúlason, sem hefur líklega öðrum fremur látið sig sérstöðu og
hlutverk hugvísinda varða, meðal annars sem prófessor í heimspekilegum
forspjallsvísindum, spyr í grein sem hann nefhir „Heimspekideild, háskól-
inn og þjóðfélagið“: „Blasir ekki við að án rannsókna á tungunni, sögunni,
siðunum, bókmenntunum, hugmyndtmum væri veruleiki okkar sjálfra
hulinn, við værum ekki „með sjálfum okkur“, ef svo má taka til orða?“25
Það er eitt meginverkefni hugvísindamanna í samfélagsumræðu að sýna
fram á gildi viðfangsefha hugvísinda jafnt fyrir sjálfsskilning okkar sem
þjóðar og fyrir farsælt líf í landinu.
ABSTRACT
The Role of Human Scientists in Public Discussion
In this paper, I ponder the question whether academics have an obligation to take
part in public discussion. My answer is positive and I argue that it is one of the
preconditdons of thriving academic work that it is carried out in a liberal demo-
22 Enska orðið moralsciences, sem var almennt notað yfir hugvísindi, vísar til þessa.
23 Sbr. Mihailo Markovic, „Siðfræði gagnrýninna félagsvísinda", Vilhjálmur Arnason
þýddi, Tímarit Máls og menningar 45(3), 1984, bls. 269-283, hér bls. 271.
24 Sbr. Páll Skúlason, „Heimspekideild, háskólinn og þjóðfélagið“, Pœlingar,
Reykjavík: Ergo, 1987, bls. 319-324.
25 Sama rit, bls. 322.
33