Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 76
ARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR OG HJALTI HUGASON
við séum öll sköpuð jö£n, í mynd Guðs. Mismunun af hvaða tagi sem er
hlýtur því að vera ósamræmanleg kristnum „ortho-praxís“ og vera hluti af
hinu synduga ástandi manneskjunnar og samfélags hennar.
I ósamræminu milh „teoríu“ og „praxís“, á milli orða og athafna, á allt
andóf upphaf sitt.33 Kristur gaf okkur fordæmi til eftirbrejTni þegar hann
sté ffam og gagnrýndi samferðamenn sína fyrir að brejna ekki í samræmi
við boðun sína.34 Hið sama gerðu spámenn Gamla testamentisins, sem
voru virkir í samfélagsgagnrýni og andófi á sínum tíma.35 Jámingakirkjan í
Þýskalandi á tímum nasismans og kirkjur svartra um daga aðskilnaðar-
stefnunnar í Suður-Afríku eru nýleg dæmi um hvernig kirkjur hafa risið
upp og andmælt framgangi ranglætisins. Þegar hefur verið gerð grein fyrir
iGh'or-skjaHnu sem var helsti hugmyndagrunnur svartrar guðfræði í
Suður-Afríku. Játningakirkjan spratt aftur á móti upp sem mótvægi við
„þýska kristni“ (þ. Glaubensbewegung Deutsche Christen eða Deutsche
Christen) sem þróaðist í kjölfar þess að Hitler sameinaði kahónskar og
mna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ættemis og stöðu að öðru let'ti. Konur og
karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna." (http://www.aIthingi.is/lagasofh/
nuna/1944033.html, skoðað 15.12.2009) Sama hugsun kemur íram í orðum Páls
postula í Gal 3.28: „Hér er enginn Gyðingur né grískur, þræll né ffjáls maður, karl
né kona. Þér eruð öll eitt í Kristi.“
33 Wendy Farley talar um að í andófinu taki umhyggja Guðs á sig hold. Sjá Wendy
Farley, Tragic Vision and Divine Compassion. A Conte?}iporary Theodicy, Louisville:
Westminster/John Knox Press, 1990, bls. 127.
34 Efrirfarandi orð eru úr fjallræðu Krists í Mattheusarguðspjalli (7.15-20): „Varist
falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar.
Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða
fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda.
Gott tré getur ekki borið vonda ávöxm, ekld heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert
það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Af
ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.“
35 Amos spámaður hafði t.d. þennan boðskap að flytja sínum samtímamönnum: „Vei
þeim sem breyta réttinum í malurt og steypa réttlætinu til jarðar. Þeir hata þann
sem fellir réttlátan dóm í borgarhliðinu og forðast þann sem segir satt. Af því að
þér takið vexti af landleigu lítilmagnans og leggið skatt á komuppskeru hans
munuð þér reisa hús úr höggnu grjóti en ekld búa í þeim sjálfir, gróðursetja
afbragðs víngarða en ekki dreldka vínið sjálfir. Já, ég veit að glæpir yðar eru margir
og syndir yðar miklar. Þér þröngvið þeim sem hefur á rétrn að standa, þiggið
mútur og vísið hinum snauða ffá réttinum. Þess vegna þegir hygginn maður á
slíkri tíð því að það er vond tíð. Leitið hins góða en ekki hins illa, þá munuð þér
lifa og þá verður Drottinn, Guð hersveitanna, með yður eins og þér hafið sagt.
Hatið hið illa og elskið hið góða, eflið réttinn í borgarhliðinu. Þá má vera að
Drottinn, Guð hersveitanna, miskunni sig yfir þá sem eftir eru af ætt Jósefs"
(Amos 5.7-15).
74