Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 49
KREPPUR OG KAPÍTALISMI
„kerfiskreppa“ í munni hagfræðinga eins og hugtak úr öðrum heimi.
Höfundar furða sig á því að kenningar í þjóðhagfræði séu bundnar við
jafnvægisástand sem aðeins geri ráð fyrir smávægilegum utanaðkomandi
truflunum, en á hinn bóginn sé horft fram hjá innbyggðri sveifluhegðun
sem þó hefur lengi verið snar þáttur í háttalagi hagkerfisins. Dómur hag-
ffæðinganna er harður: Svo virðist sem ríkjandi viðmið í hagfræði hafi
hvorki byggst á traustum aðferðafræðilegum grundvelli né staðist próf
reynslunnar; kenningar sniðganga brýnustu efnahagsvandamál samfélags-
ins og takmarkanir og forsendur þessara kenninga eru ekki gerðar
opinskáar. Af þessum sökum hljóta hagffæðingar að bera nokkurn skerf af
ábyrgðinni á núverandi kreppu. Gagnrýnendurnir hvetja til þess að ítarleg
endurskoðun fari ffam á rannsóknum og kenningum á þessu sviði hag-
fræðinnar.26
Marxískar kreppukenningar: Dauðateygjur kapítalismans?
Marxistar telja skoðunarmáta „borgaralegra hagfræðinga“ takmarkaðan og
yfirborðslegan. Kenningar í anda marxismans ganga út frá því að kreppur
séu tjáning á kerfisgöllum kapítalismans. Verkefhið sé ekki að skýra tilfall-
andi aðstæður hverrar kreppu fyrir sig heldur leita ástæðna þess að kreppur
koma aftur og aftur sem óhjákvæmilegur og eðlislægur þáttur í þróun
kapítalismans.2 Hér er komið að þeirri grundvallarhugmynd Marx að
kapítalismi sé ekki einfaldlega markaðskerfi þar sem neytendur, framleið-
endur, launamenn, atvinnurekendur og fjármagnseigendur keppa hver við
annan á jafnræðisgrundvelli á markaði sem stjórnað er af „ósýnilegri
hönd“. Kapítalisminn er samfélagsgerð sem setur fjármagnið í öndvegi og
gerir gróðahvötina að drifkrafti kerfisins. I kreppum, sem óhjákvæmilega
fylgja kapítalismanum, lenda þyngstu byrðarnar á verkalýðsstéttinnni sem
þarf að þola aukna fátækt, atvinnuleysi, næringarskort og heilsubrest. Hve
26 Colander o.fL, The Financial Crisis and the Systemic Failnre of Academic Economics,
bls. 14.
27 Hér er m.a. stuðst við James O’Connor, The Meaning of Crisis. A Theoretical
Introdnction, Oxford: Blackwell, 1987; Emest Mandel, Late Capitalism, London:
Verso, 1978; Anwar Shaikh, An Introduction to the Histoty ofCrisis Theories, http://
homepage.newschool.edu/~AShaikh/crisis_theories.pdf; Simon Clarke, Marx’s
Theory of Crisis (http://sites.google.com/site/radicalperspectivesonthecrisis/fin-
ance-crisis/general-theories-of-crisis/clarkemarxstheoryofcrisis); P. Kenway, The
New Palgrave Marxian Economics, ritstj. Murray Milgate, Peter Newman og John
Eatwell, London: Macmillan, 1990, bls. 110-114; David Wolfe, „Capitalist Crisis
and Marxist Theory“, Labour/Le Travail 17, vorhefti 1986, bls. 225-254.
47