Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2009, Blaðsíða 68
ARNFRIÐUR GUÐMUNDSDOTTIR OG HJALTI HUGASON
af mínum beinum og hold af mínu holdi. Hún skal kvenmaður
kallast af því að hún er af karlmanni tekin.
Af þessum sökum yfirgefor maður föður sinn og móður sína
og býr með eiginkonu sinni, og þau verða eitt. (lMós 2.4—9,
15-24)
Skdjanlega hafa margir lesið ýmis konar forréttindi karlinum til handa
út úr þessari frásögn en það þarf þó ekki að þýða að slík forréttindi séu
réttlætanleg. Hann er vissulega skapaður íyrstur og önnur dýr eru sköpuð
fyrir hann. Hann gefur þeim nafu og öðlast þar með vald \4ir þeim. Loks
er konan gerð af rifi karlsins. Því er ekki að undra að margvísleg valdamis-
notkun í anda feðraveldis hafi átt sér stað í skjóli sögunnar bæði í fortíð og
nútíð, þrátt fyrir að ráðsmennskuhugtakið hggi hér einnig til gnmdvall-
ar.1' Astæða er því til að vekja sérstaka athygli á að í fyrri sköpunarsögunni
er gengið út frá því að konan og karlinn séu jöfh og beri sameiginlega
ábyrgð og skyldur. Hvorki er gerður greinarmunur á hlutverkum þeirra né
réttindum. Þau eru bæði sköpuð í mynd Guðs (lat. imago Dei) og báðum er
falið það hlutverk að vera ffjósöm og uppfylla jörðina.18 Bæði konan og
karlinn eru kölluð til að vera ráðsmenn Guðs. Þau eiga að gæta hinnar
góðu sköpunar og nýta sér gjafir hennar af ábyrgð og alúð. Rétt skilið er
gyðing-kristið ráðsmennskuhlutverk því andhverfa hrokans, bybris.
Syndafallið og afleiðingar þess
Synd er annað orð sem telst til lykilhugtaka g\7ði ng-kristinnar trúarhefðar
og á að okkar mati fullt erindi við umræðuna hér. Það torveldar vissulega
notkun syndarhugtaksins að það hefur í daglegu tali fengið á sig yfirborðs-
lega merkingu sem hefur ekkert með trúarlegan veraleika að gera. I
trúarlegu samhengi hefur syndarhugtakið aftur á móti verið bannorð (lat.
tabu) í vestrænum menningarheimi á undanförnum áratugum. Það hefur
verið feimnismál að tala um synd og syndugt ástand mannkyns, hvað þá
erfðasyndina. Hugmyndin um hana hefur þótt ýta undir neikvæðan mann-
skilning og sjálfsmynd og því hefur hugtakið verið talið beinlínis varhuga-
17 Um femíníska túlkun á sköpunarsögum fyrstu Mósebókar sjá Arnfríður
Guðmundsdóttir, „Bríet og Biblían. Um biblíutúlkun í upphafi íslenskrar Henna-
baráttu", Kvennabarátta og kristin trú, ritstj. Arnffíður Guðmundsdóttir og Kristín
Ástgeirsdóttir, Reykjavík: JPV, 2009, bls. 165-204, hér bls. 191-193.
18 Elizabeth Johnson, She Who Is. The Mystery of God in Fenrínist Tbeological Discouise,
New York: Crossroad, 1992, bls. 54—56.
66