Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 7

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 7
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 AGRIP GESTAFYRIRLESTRA G 1 Leghálskrabbameinsleit: forsendur, árangur og framtíðarsýn Kristján Sigurðsson Yfirlæknir Leitarstöðvar KÍ kristjan@krabb.is Leghálskrabbameinsleit með frumustroki (PAP) hófst hér á landi 1964 og náði til 25-69 ára kvenna, sem boðaðar voru til leitar á tveggja til þriggja ára fresti. Forsendur árangurs leitar byggja á aðgangi að Þjóðskrá, Krabbameinsskrá, almennri samhæfingu skipulegrar og óskipulegrar leitar, hvað varðar miðlægar vinnureglur um markhópa og millibil skoðana, aðgangi að tölvuvæddu eftirliti (call and recall system) og öflugri fræðslu til almennings, heilbrigðisstétta og stjómsýslu. Arangur leitar er metinn út frá breytingum í nýgengi og dánartíðni (time trend cmalysis) og tengingu mætingarsögu við upplýsingar um dreifingu (staging) sjúkdóms við greiningu. Fram til tímabilsins 2006- 2010 hefur nýgengið fallið um 71% og dánartíðnin um 91% samfara því að tilfellum á byrjunarstigi (IA) fjölgaði marktækt og óskurðtækum tilfellum (stig IIA og hærra) fækkaði marktækt. Tímabundin hækkun varð þó á nýgenginu eftir 1979 og hækkun á tíðni forstigsbreytinga, aðal- lega meðal yngri kvenna. Rannsóknir staðfestu að ífarandi sjúkdómur greindist þegar innan þriggja ára frá síðasta eðlilega stroki. Af niður- stöðum þessara rannsókna var ályktað að leit skuli vera á tveggja til þriggja ára fresti frá tvítugu en lengja má millibilið í fjögur ár við fertugt eftir tiltekinn fjölda eðlilegra fmmustroka. Rannsóknir staðfestu að aukin tíðni forstigsbreytinga og krabba- meina meðal yngri kvenna tengdust ófullnægjandi reglulegri mætingu til leitar og breyttum lífsstíl og kynhegðan. Orsakatengsl eru á milli há-áhættu Human papilloma veiru (HPV) og leghálskrabbameins. HPV smitast við kynmök og í kynfæmm finnast um 45 HPV-stofnar, þar af 18 há-áhættu stofnar auk um 12 lág-áhættustofna sem meðal annars valda góðkynja en hvimleiðum kynfæravörtum (condylom). Orsakatengsl HPV og leghálskrabbameins hefur leitt til þróunar HPV-bóluefna auk aðferða til greiningar einstakra HPV-stofna með PCR greiningu auk greiningar há- og lág-áhættu stofna með DNA-prófum (svo sem Qiagen®) og RNA- prófum (svo sem Aptima®). Á markaði em tvö HPV-bóluefni (Gardasil® og Cervarix®) sem inni- halda veimlíkar agnir (VLP) sem leiða til myndunar mótefna gegn HPV 16/18. VLP-bóluefnin líkja eftir hjúp HPV 16/18 en þeir stofnar valda meirihluta allra leghálskrabbameina. Um 710 íslenskar konur tóku þátt í fasa 3 virkni rannsókn með Gardasil (The Future 2 Study) á tímabilinu 2002-2007. Á þeim tíma var einnig könnuð dreifing HPV-stofna meðal; (a) 20-69 ára kvenna sem skoðaðar voru á Leitarstöð KI, (b) HPV-dreifing í vefjasýnum kvenna með meðalsterkar til sterkar forstigsbreytingar (CIN 2-3) og leghálskrabbamein, auk (c) lífsstílskönnunar meðal kvenna á aldrinum 20-69 ára. Þessar rannsóknir staðfestu: að HPV-bóluefnin geta leitt til um 70% fækkunar leghálskrabbameina, um 55% fækkunar tilfella með CIN2- 3; að virkni bólusetningar er háð aldri við fyrstu samfarir og fjölda rekkjunauta; að kynlífshegðan íslenskra stúlkna mælir gegn almennri bólusetningu eftir 16-18 ára aldur; að HPV-bólusetning muni ekki hafa áhrif á aldursbil og millibil skoðana leghálskrabbameinsleitar miðað við óbreytt fyrirkomulag leitarstarfsins og; að bólusetning getur leitt til falskrar öryggiskenndar ef ekki er staðið rétt að fræðslu til bólusettra kvenna. Rannsóknir Leitarstöðvar staðfesta að í kjölfar kreppu í lok árs 2008 hefur hlutfall óskurðtækra leghálskrabbameina hækkað marktækt, aðal- lega meðal kvenna þar sem vinnureglum Leitastöðvar hefur ekki verið fylgt. Rannsóknir staðfesta að HPV-greining samhliða skoðun frumu- stroks sé heppilegasta leiðin til að styrkja leitarstarfið til framtíðar litið. G 2 Gömul og ný segavarnarlyf um munn Páll Torfi Önundarson Yfirlæknir blóðmeinafræðideildar Landspítala palltQlandspltali.is Warfarín og önnur kúmarín voru í um 60 ár eini valkostur lækna til gjafar segavarnar um munn. Það tók áratugi að læra að beita blóðþynningu rétt en síðustu 20-30 árin hefur notkun warfaríns byggt á gagnreyndri þekk- ingu úr fjölmörgum samanburðarrannsóknum. Veruleg aukning hefur orðið á notkun warfaríns síðustu 20 árin eftir að samanburðarrannsóknir sýndu fram á verulega gagnsemi lyfsins til hindrunar segamyndunar og segareks hjá sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms, til dæmis 80% fækkun blóðtappa í heila miðað við lyfleysu. Ákveðnir gallar við warfarín, einkum hægfara upphafsáhrif lyfsins, breytileg skammtastærð einstaklinga og breytileiki warfarín-blóðþynningar hvers einstaklings (INR-breytileiki) auk þarfarinnar á þéttu mælingaeftirliti hefur leitt til þess, að um langt árabili hefur verið unnið að þróun nýrra hraðvirkra blóðþynningarlyfja um munn. Frá árinu 2009 hafa tvö slík blóðþynn- ingarlyf verið skráð (dabigatran og rivaroxaban) og fleiri eru á sjón- deildarhringnum (t.d. apixaban). Rannsóknir á þessum nýju lyfjum hafa sýnt að árangur þeirra er að líkindum svipaður eins og warfaríns, það er fækkun blóðsega og segareks og tíðni alvarlegra blæðinga er svipuð. Svo virðist sem tíðni heilahimnu- og heilablæðinga sé minni við notkun nýju lyfjanna en tíðni blæðinga í meltingarveg aukin, en allar rannsóknirnar hafa verið þeim annmörkum háðar, að warfarín-viðmiðunarhópur hefur ekki verið vel meðhöndlaður. f RE-LY-rannsókninni kom til dæmis fram að enginn ávinningur var af notkun dabigatrans þegar warfarín-með- ferð var nútímaleg. Þá er meðferð með nýju lyfjimum enn sem komið er þre- til fjórfalt dýrari heldur en meðferð með warfaríni (lyfjaverð, mælingar og meðferðarstjómun). Kostnaðarauki íslensks heilbrigðis- kerfis kann að verða um 700 milljónir króna á ári (miðað við árið 2012) verði öllum sjúklingum skipt yfir á nýju lyfin. Þá er einnig mikilvægt að hafa í huga að ekki er hægt að stöðva verkun nýju lyfjanna umsvifalaust með móteitri eins og hægt er að gera til að upphefja áhrif warfaríns og að notkun nýju lyfjanna er ekki ömgg við skerta nýmastarfsemi, sem hindrar útskilnað þeirra. Á næstu árum munum við áreiðanlega læra betur að nota nýju lyfin, meðal annars með beitingu mælinga. Þá munu ábendingar skýrast. Á sama tíma er einnig hugsanlegt að bætt meðferð með warfaríni muni treysta áframhaldandi veru þess á markaði. LÆKNAblaðið 2013/99 7
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.