Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 12

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 12
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 E 4 Greining á meðferð við svefnvandamálum ungra barna Arna Skúladóttir', Margaret H. Wilson2 'Kvenna- og bamasviði Landspítaia, 2Háskóla íslands arnasku@landspitali.is Inngangur: Um 20-40% ungra bama em talin eiga við svefnvanda að stríða, vanda sem getur haft slæm áhrif á barnið og foreldra þess til bæði skemmri og lengri tíma. Sýnt hefur verið fram á að ýmiss konar atferlismeðferðir gefa góða raun. Þó hefur komið í ljós að erfitt er að heimfæra eina meðferð yfir á aðrar aðstæður og aðra rannsóknaraðila ef sami árangur á að nást. Þetta vekur upp spurningar um það hvað er það í meðferðirtni sem hugsanlega hjálpar og hvað ekki. Markmið rann- sóknarinnar er að lýsa eða greina þá meðferð sem veitt er foreldrum sem leita til göngudeildar fyrir foreldra barna með svefnvandamál á kvenna- og barnasvið Landspítala. Vitað var í upphafi að fjölskyldur sem þangað leita fá ekki allar sömu leiðbeiningamar. Efniviður og aðferðir: Aðferðin var eigindleg. Þátttakendur voru 12 fjöl- skyldur, en þá hafði mettun náðst, sem komu í venjubundna ráðgjöf á göngudeildina, með böm á aldrinum sex mánaða til tveggja ára. Gögnin vom hljóðupptökur bæði af viðtölum og hugleiðingar sérfræðingsins eftir viðtölin. Þau voru síðan innihaldsgreind í leit að merkingu sam- kvæmt aðferðum eigindlegrar aðferðafræði Sandelowski. Niðurstöður: Niðurstaða sýndi sjö þemu: 1. ná sambandi, 2. góð saga, 3. hvetja foreldra, 4. fræðsla/kennsla, 5. breyting á umhverfi, 6. atferlis- meðferð, 7. upprifjun. Misjafnt var hvað hvert þema var notað í langan tíma í hverju viðtali. Atferlismeðferð hafði minna vægi í meðferðinni í heild en búist var við í upphafi. A meðan hvatning og umhverfisþættir höfðu meira vægi. Ályktanir: Ávinningur rannsóknarinnar er að byggja grunn að með- ferðarrannsóknum þessa hóps og möguleiki á að bera saman ólíkar áherslur í meðferð. Þá þekkingu sem verður til er einnig hægt að nota til að byggja upp kennsluefni varðandi efnið. Þessi greining mun gera þjónustan til þessa skjólstæðingahóps markvissari. E 5 Meðferð á lungnasjúkdómum fyrirbura með síblæstri Hafdís Sif Svavarsdóttir', Þórður Þórkelsson'-2 'Læknadeild HÍ, 'Bamaspítala Hringsins hss20@hi.is Inngangur: Glærhimnusjúkdómur (respiratory distress syndrome) er ein helsta ástæða öndunarörðugleika fyrirbura. Fyrsta meðferð felst einkum í súrefnisgjöf og síblæstri (Continuous Positive Airway Pressure). Helsti fylgikvilli síblástursmeðferðar er loftbrjóst (pneumothorax). lilgangur rannsóknarinnar var að kanna þróun öndunaraðstoðar fyrirbura á vökudeild Barnaspítala Hringsins, að meta árangur af síblástursmeð- ferð, finna áhættuþætti fyrir ófullnægjandi svörun við henni og að finna forspárþætti fyrir myndun loftbrjósts á meðferðinni. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Urtakið var fyrir- burar sem fengu sfblástursmeðferð á tímabilinu 1992-2011. Úr úrtakinu voru valdir fyrirburar í tvær tilfellaviðmiðarannsóknir: 1) Fyrirburar sem svöruðu síblástursmeðferð með ófullnægjandi hætti. 2) Fyrirburar sem fengu loftbrjóst á síblástursmeðferð. Til viðmiðunar við báða til- fellahópana voru valin viðmið sem fengu áfallalausa síblástursmeðferð. Niðurstöður: Marktæk aukning reyndist á notkun síblástursmeðferðar á tímabilinu og samsvarandi samdráttur í notkun öndunarvélameðferðar og surfactants. Glærhimnusjúkdómur reyndist áhættuþáttur fyrir bæði þörf á öndunarvélameðferð (OR 79,7 (9,3-685,6)) og loftbrjóstsmyndun (OR 9,3 (2,2-41,3)). Hlfellahópar höfðu marktækt hærri súrefnisþörf á fyrstu klukkustundum lífs en viðmiðunarhópar. Tilfellahópar þurftu lengri tíma á viðbótarsúrefni en viðmiðunarhópar (öndunarvélahópur: 35,2 á móti 25,6 (p=0,03); loftbrjóstshópur: 32,9 á móti 18,0 (p=0,0003)). Ályktanir: Aukin notkun síblástursmeðferðar hefur dregið úr þörf á öndunarvélameðferð. Minnstu fyrirburamir þurfa samt á öndunarvéla- meðferð að halda. Glærhimnusjúkdómur virðist vera helsti áhættuþátt- ur fyrir þörf á öndunarvélameðferð og myndun loftbrjósts hjá bömum á síblástursmeðferð. E 6 Lyfjaeitranir og aðrar eitranir í börnum Dagmar Dögg Ágústsdóttir', Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir1-, Sigurður Þorgrímsson'-3, Theódór Friðriksson'4, Ásgeir Haraldssonu 'Læknadeild HÍ, 'barruv og unglingageðdeild Landspítala, 'Bamaspítaia Hringsins, 'bráðasviði Landspítala dda1@hi.is Inngangur: Eitranir á íslandi eru algengt vandamál, einnig hjá bömum. Eitrunum má skipta í fjóra flokka: óviljandi slys, misnotkun, tilraun til sjálfsvígs og annað eða óvíst. Óviljandi slys eru algengasta orsök eitrun- ar hjá yngstu börnunum en tilraun til sjálfvígs hjá eldri einstaklingum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin nær til allra einstaklinga (0-18 ára), sem samkvæmt ICD-númerum höfðu komið vegna lyfja- eða annarra eitrana á 6 ára tímabili (2005-2010) á Barnaspítala Hringsins eða bráða- móttökuna í Fossvogi. Úr sjúkraskrám var safnað upplýsingum um faraldsfræðilega þætti og fleira í Excel, sem var notað ásamt SPSS til úrvinnslu. Niðurstöður: Skoðuð voru 740 tilfelli, af þeim voru 472 eitranir í 397 bömum sem féllu undir skilyrði rannsóknarinnar. Enginn lést á tíma- bilinu af völdum eitrunar. Af 472 eitrunum vom 190 hjá drengjum (40%) og 282 hjá stúlkum (60%) (p<0,001). Þegar skoðuð vom aldursbilin 0-9 ára og 10-18 ára kom í ljós að eitranir voru algengari hjá drengjum í yngri hópnum (p<0,009) og stúlkum í þeim eldri (p<0,001). Einstaklingar á aldrinum 15-18 ára voru 60% og 25% einstaklinganna vom fjögurra ára eða yngri. Algengasta efni til inntöku vom verkjalyf (önnur en ópíöð). Voru 45% (N=53) þeirra lagðir inn á spítala. Af þeim 328 sem tóku inn lyf eða efni vegna andlegrar vanlíðunar eða neyslu fengu 318 (97%) eitt- hvert form af geðrænni meðferð. Ályktanir: Niðurstöðumar samræmast niðurstöðum frá öðmm löndum hjá yngstu börnunum og meðal unglinga. Athygli vekur að drengir eru fleiri í yngsta hópnum en stúlkur í þeim eldri, líkt og annars staðar í heiminum. Nánast öll börn, sem tóku lyf sem sjálfskaðandi hegðun fengu áframhaldandi meðferð. Greinilegt er að eitrun er enn algengt og alvarlegt vandamál og vert að reyna að koma í veg fyrir með öllum tiltækum ráðum. E 7 Ending og heilbrigði ígræddra tanna. Mat sjúklinga á upplifun og árangri Teitur Jónsson', Júlíus Schopka', Aron Guðnason2, Berglind Jóhannsdóttir2, Gísli Einar Amason2, Olga Hrönn Jónsdóttir2, Þórarinn Sigurðsson2, Ásgeir Sigurðsson3 'Tannlæknadeild HÍ, sjálfstætt starfandi tannlæknir, 'tannlæknadeild New York University tj@hi.is Inngangur: ígræðsla tanna (autotransplantation) hefur verið notuð lengi, oftast vegna meðfæddrar vöntunar á framjöxlum eða vegna áverka og taps framtanna. Horfur á endingu ígræddra tanna eru allgóðar, en 12 LÆKNAblaóið 2013/99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.