Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 14
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 yngstu aldurshópum, endurfyllingar í þeim elstu. Ekki var skýr munur milii aldurshópa hvað tannátulaus vandamál varðar. Tengsl voru milli starfsreynslu tannlæknis og þessara þriggja ástæðna fyrir gerð fyll- inga. Algengustu ástæður fyrir endurfyllingum voru sekunder tannáta (45,6%), brotnar og horfnar fyllingar (38,3%), mislitun (5,8%) og aðrar ástæður (10,2%). Tengsl voru milli kyns sjúklings og ástæðu endurfyll- ingar. Marktækt fleiri mislitanir greindust hjá konum og fleiri brotnar eða horfnar fyllingar hjá körlum (p<0,001). Ekki reyndust tengsl milli ástæðu endurfyllingar og kyni tannlæknis (p=0,127). Ekki reyndist fylgni milli aldurs sjúklinga og starfsaldri tannlæknis (Pearsons r=0,19). Ályktanir: Hlutfall upphafsfyllinga og endurgerðra fyllinga hefur lítið breyst. Árið 1983 voru endurgerðar fyllingar 47,3%, en 47,6% árið 2000. Sekunder tannáta var 48,6% árið 1983 en 43,7% árið 2000. Brotnar eða horfnar fyllingar voru 35,0% 1983 en 28,0% árið 2000. Ekki voru tengsl milli ástæðu endurfyllingar og kyns tannlæknis árið 2000 frekar en nú. E 11 Ending bráðabirgða viðgerða eftir kúspabrot Sigfús Þór Elíasson, Svend Richter Tannlæknadeild Háskóla íslands sigfuse@hi.is Inngangur: Nokkuð algengt er að kúspar brotni utan af stórum amal- gam-fyllingum í jöxlum. Slík brot eru fremur vandamál hjá eldra fólki sem oft hefur ekki getu á varartlegri og kosnaðarsamri meðferð. í sér- stökum tilfellum getur því verið gott að geta gripið til efna og aðferða sem á einfaldan hátt má nota til að bæta skaðann, að minnsta kosti til styttri tíma. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nothæfi og endingu bráðabirgðaviðgerða á amalgam-fyllingum með plastblendi þar sem kúspur hefur brotnað. Efniviður og aðferðir: Leitað var eftir tilfellum þar sem kúspur hafði brotnað utan af amalgam-fyllingum sem að öðru leyti virtust í lagi. Þátttakendur voru á aldrinum 41-82 ára. Einn tannlæknir (SÞE) gerði allar fyllingamar á einkatannlækningastofu. Ekki var notuð deyfing né gúmmídúkur. Hvorki tönn né amalgam var snert með bor og 15 mín. áætlaðar fyrir hverja fyllingu. Gert var við skaðann með Clearfil SE bond og Tetric Ceram og meðferð efnanna samkvæmt leiðbeiningum fram- leiðenda. Fyllingamar vom fágaðar með X-fínum demöntum, Sof-Lex skífum og sandpappírsræmum og Enhance bollum. Niðurstöður: Við skoðun sjúkraskráa fundust 26 tilfelli þar sem fylling var sett í tennur fyrir fimm árum eða fyrr. Þrjár tennur höfðu verið krýndar að ósk sjúklinga, þannig að 23 tennur komu til skoðunar. Metið var hvort fylling væri til staðar og nothæf. Eftir eitt ár höfðu tvær fyll- ingar tapast, önnur eftir tvö ár og sú fjórða eftir fjögur ár. Eftir 5 ár vom því 19 fyllingar af 26 í lagi eða 83%. Ályktanir: Kúspabrot utan af amalgam-fyllingum má lagfæra, að minnsta kosti til bráðabirgða, með tveggja þátta sjálfætandi bindiefni og plastblendi. Slík meðferð gæti einnig hentað „sérstökum" sjúklingum, svo sem veikburða öldruðum og sjúkum sem illa þola lengri hefð- bundna meðferð. E 12 Áhrif mismunandi yfirborðsmeðferða og bindiefna á við- gerðarstyrk plastblendis mælt með pTBS Sigfús Þór Elíasson', Jon E. Dahl2 'Læknagarði HÍ, 2NIOM, Nordic Institute of Dentai Materials, Osló sigfuse@hi.is Inngangur: Á síðustu árum hefur plastblendi að mestu komið í stað amalgams í jaxlafyllingum. Tilgangur þessarar pTBS rannsóknar er að bera saman áhrif þykktar bindiefnis á bindistyrk milli gamals og nýs plastblendis og áhrif þeirra þriggja yfirborðsmeðferða sem oftast eru ráðlagðar. Efniviður og aðferðir: Þrjátíu og sex sívalningar, 10 mm í þvermál og 6 mm á hæð voru útbúnir úr Tetric Evo Ceram plastblendi. Sívalningarnir voru geymdir í vatni í tvær vikur og síðan dýft 5000X milli 5 og 55"C vatnsbaða í sjálfvirkri vél. Fjórir helmingi hærri stautar voru útbúnir sem viðmið. Stautamir 36 voru slípaðir á prófunarenda með silicon carbide sandpappír #320 og skipt í þrjá hópa: 1) yfirborð óbreytt; 2) yfirborð sandblásið með Cojet; 3) yfirborð silane borið. Hverjum hópi var síðan skipt frekar í þrennt eftir bindiefnum: a) Adhese One, b) Clearfil SE og c) Scotchbond MP. Að lokinni yfirborðasmeðferð og notkun bindiefnis var stauturinn viðgerður með Tetric Evo Ceram. Allir stautarnir voru síðan hitaðir og kældir aftur 5000X og geymdir í vatni í viku til viðbótar. Sívalningamir vom síðan sagaðir langsum í 1,1 x 1,1 mm stauta í sjálfvirkri sög og komið fyrir í Loyds togpróf- unarvél sem mældi styrkleika límingar í N og pTBS reiknað í MPa. Niðurstöður: Viðmiðrmarstautar sýndu pTBS 54,5MPa. Af viðgerðum fékk hópur 3b (sílan+Clearfil) hæsta gildið 49,9 eða 91,5% af heilu óvið- gerðu plastblendi. Næst kom 2b (Cojet+Clearfil) 43,2MPa. Lakast kom hópur lc út (sandp.+Scotchb.) 26,4MPa, eða 48,4% af viðmiðunarstyrk. Tölfræðileg greining milli hópa miðað við p<0,05 sýndi eftirfarandi: við- miðunarhópur>3b>2b=3a=2a=lb>2c=3c>la=lc. Ályktanir: Þykkt á bindiefnislagi virðist hafa áhrif á pTBS milli gamals og nýs plastblendis. Bis-Sílan og sandblástur Cojet virðist auka verulega bindistyrk. E 13 Helstu sjúkdómar í eldisminkum árin 2007-2012 Ólöf G. Sigurðardóttir Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum oiof@hi.is Inngangur: Krufningar á eldisminkum hafa farið fram á Keldum síðan snemma á 8. áratug 20. aldar. I erindinu verður farið yfir helstu sjúk- dóma sem greindust árin 2007-2012. Efniviður og aðferðir: Yfir 370 minkar hafa verið krufðir á Keldum síðastliðin 5 ár. Flest dýranna hafa verið innflutt og komið úr einangrun. Greiningar á sjúkdómum fara fram við krufningu, vefjameinafræði, sýklaræktun og mótefnamælingar. Niðurstöður: Nær allir sjúkdómar sem greindust í minkum hafa verið vel þekktír. Bakteríusýkingar eru algengastar, einkum þvag- færasýkingar. Ymsar bakteríur valda þvagfærasýkingu, meðal annars Staphylococcus sp. og E. coli. Öðru hvoru hefur lungnafár komið upp á búum, en það er mjög alvarleg lungnasýking af völdum Pseudomonas aeruginosa og sá eini í flokki alvarlegra smitsjúkdóma sem greinst hefur í minkum undanfarin ár. Viðbrögð við sjúkdómnum er bólu- setning með bóluefni framleitt á Keldum. Haustið 2010 greindist smitandi fótasár í fyrsta skipti hér á landi, en orsök sjúkdómsirts er óþekkt. Sjúkdómurinn er sársaukafullur en veldur sjaldnast dauða. Talið er að sjúkdómurinn hafi komið með innfluttum dýrum. Síðsumars 2011 greindist Clostridium baratii blóðsýking í minkum. Uppruni sýkingarinnar er óþekktur og hefur sýkingin ekki verið greind í minkum áður. Þessi baktería hefur í örfáum tilfellum valdið blóðsýk- ingu í fólki. Efnaskiptasjúkdómurinn sem veldur fitulifur er algengur í minkum. Einnig er ónæmissjúkdómurinn mýlildi nokkuð algengur í minkum. 14 LÆKNAblaðið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.