Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 15
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 Ályktanir: Eini alvarlegi smitsjúkdómurinn sem greinst hefur í minkum undanfarin ár er lungnafár. Þvagfærasýkingar og fitulifur eru algeng- ustu sjúkdómamir í eldisminkum. Báðir sjúkdómar tengjast fóðrun. Mikilvægt er að fylgjast með sjúkdómum í innfluttum minkum til að koma í veg fyrir að nýir sjúkdómar nái fótfestu hér á landi. E 14 Skimun og greining Infectious Salmon Anemia veiru í klak- löxum með magnbundnu rauntíma PCR (RTqPCR) Heiöa Sigurðardóttir, Sigríður Hjartardóttir, ívar Öm Ámason, Sigríður Guðmundsdóttir, Birkir Þór Bragason Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum heidasig@hi.is Inngangur: lnfectious Salmon Anemia veiran (ISAV) er af flokki Orthomyxoviridae og veldur blóðþorra í laxfiskum. Einkennin eru blæðingar og drep í líffærum sem veldur alvarlegu blóðleysi. Veiran berst á milli fiska í vatni. Talið er að sjúkdómurinn haldist við í einkennalausum smitberum í eldisstöðvum og að villtir stofnar Atlantshafslax og silungs geti borið veirtma. ISAV er hjúpuð veira og erfðamengi hennar, sem er í átta einþátta-RNA bútum, hefur verið raðgreint. Meinvirkt afbrigði veirtmnar (HPRvir) hefur úrfellingar í hemagglutinin esterase (HE) geni meðan ómeinvirkt afbrigði (HPRO) skortir þessar úrfellingar, en það er jafnan kallað „fomt afbrigði" (ancient variant). Engir meinvirkir stofnar ISAV sem greinst hafa eru af HPRO gerð og er talið að úrfellingar í HE geni þurfi til að veiran valdi sjúkdómi. Efniviður og aðferðir: RNA úr vefjasýnum (hjarta, nýra og tálkn) og RNA jákvæð viðmiðunarsýni eru keyrð í one-step RT-qPCR (reverse transcription quantitative PCR) hvarfi fyrir bút 8. Ef sýni er jákvætt í því prófi er gert samskonar hvarf fyrir bút 7 og síðan one-step RT-PCR hvarf fyrir bút 6 sem ákvarðar hvort um er að ræða HPRO eða HPRvir. Niðurstöður: Skimað hefur verið fyrir ISAV á Keldum frá árinu 2010. Alls hafa borist 3.960 sýni. Meinvirka afbrigðið hefur aldrei greinst, en HPRO afbrigðið verið staðfest 14 sinnum. Ályktanir: HPRO afbrigði ISAV hefur í fyrsta sinn greinst hér á landi. Talið er að meinvirk ISA veira eigi uppruna sinn í því, svo fylgst verður með mögulegum breytingum í HE geni þeirra HPRO veira sem greinast. Hérlendis hafa ekki greinst sjúkdómsvaldandi veirur í eldi, en með vaxandi sjókvíaeldi eykst möguleikinn á veimsmiti. Slíkt smit gæti aftur aukið smit í náttúrulegum stofnum. Góðar greiningaraðferðir fyrir veirusjúkdóma eru því afar mikilvægar. E 15 Þróun Baculo-veiruferju til bólusetninga gegn sumarexemi í hestum Lilja Þorsteinsdóttir, Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Vilhjálmur Svansson Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum iiijatho@hi.is Inngangur: Sumarexem er húðofnæmi í hestum sem orsakast af biti smámýs sem lifir ekki á íslandi. Tíðni sjúkdómsins er há í útfluttum hestum en markmið verkefnisins er að þróa ónæmismeðferð gegn exeminu. Baculo-veira er skordýraveira sem hefur aðallega verið þróuð og notuð til að tjá endurröðuð prótein. Einnig hafa baculo-veirur verið í þróun sem genaferjur, með viðeigandi tjáningarkasettum fyrir tjáningu í spendýrum. Markmið verkefnisins er að hanna baculo-veiruferjur til bólusetninga í hestum. Efniviður og aðferðir: Tvö ólík plasmíð eru gerð, þar sem notuð eru mismunandi glýkóprótein gen; glýkóprótein B (gB) úr equine herpes- virus 2 (EHV-2) og glýkóprótein G úr vesicular stomatitis veiru (VSV- G). Glýkópróteinin gera innleiðslu í hestafrumur mögulega. Til að tjá ofnæmisvakagen er tjáningarkasettu með stýrli sem virkar £ spendýra- frumum komið fyrir á plasmíðinu. Endurraðaðar baculo-veirur (rBac) eru gerðar með Bac-to-Bac baculo-veirukerfinu. Niðurstöður: Endurröðuð baculo-veira (rBac) með gB og ofnæmisvaka- geninu Cul n 2 (rBac-EHV2-gB-Cul n 2) er tilbúin. Sýnt hefur verið fram á tjáningu gB í skordýrafrumum og Cul n 2 í spendýrafrumum. Mýs hafa verið bólusettar með veirunni og verið er að magnframleiða veiru og þétta fyrir bólusetningu á hestum. pFastBac plasmíð með VSV-G glýkópróteininu og Cul n 2 er tilbúið. Unnið er að gerð rBac-VSV-G-Cul n 2 veira. Ályktanir: Baculo-veiruferja til fyrirbyggingar eða meðhöndlunar á ofnæmi er ný nálgun £ ofnæmisrannsóknum og ofnæmismeðhöndlun. Niðurstöður munu ekki eingöngu nýtast fyrir sumarexem í hrossum heldur einnig í öðrum ofnæmissjúkdómum í dýrum og jafnvel í mönnum. Þakkir: Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Hrossaræktarsamtök Suður- lands, RHÍ, Þróunarfjárnefnd hrossaræktarinnar. E 16 Útbreiðsla PKD-nýrnasýki á íslandi og möguleg áhrif hennar á villta stofna laxfiska Ámi Kristmundsson1, Þórólfur Antonsson2, Friðþjófur Ámason2 'Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, Veiðimálastofnun Keldnaholti arnik@hi.is Inngangur: PKD-nýmasýki (Proliferative Kidney Disease) orsakast af smásæju snfkjudýri, Tetracapsuloides bryosalmonae. Sýkin er alvarleg og útbreidd í eldi laxfiska og veldur þar miklum afföllum. Hún hefur og greinst viða í villtum stofnum laxfiska og valdið vemlegum afföllum i sumum tilfellum. Forsenda fyrir tilvist sjúkdómsins er að vatnshiti nái að minnsta kosti 12°C i nokkrar vikur samfellt og að mosadýr séu til staðar í vistkerfinu, en þau þjóna hlutverki millihýsils sníkjudýrsins. Sýkin var óþekkt á íslandi til ársins 2008, er hann greindist í bleikjum úr Elliðavatni. Efniviður og aðferðir: Á árunum 2009-2011 var laxfiskum safnað úr 9 stöðuvötnum og fjómm ám víðs vegar um landið. Fiskamir voru kmfðir og dæmigerðra sjúkdómseinkenna leitað. Nýmasýni voru tekin úr öllum fiskum, hert í 10% buffemðu formalíni og meðhöndluð til vefjaskoðunar. HE litaðar nýmasneiðar voru skimaðar fyrir tilvist sníkjudýrsins. Ef þörf var á, var smit staðfest með sértækri ónæmislitun. Niðurstöður: f einu vatni og einni á reyndust fiskar smitfríir. f tveimur vötnum og þremur ám var um einkennalaust smit að ræða en sjúkir fiskar greindust í hinum vatnakerfunum. í grunnum og hlýrri láglendis- vötnum, reyndist smittíðnin í bleikju nálægt 100% og hlutfall sýnilegra sjúkdómseinkenna hátt. Sjúkdómseinkenni voru jafnan fátiðari og vægari í urriða en bleikju. Sjúkdómurinn var einkum bundinn við fiska þriggja ára og yngri. Ályktanir: Hin mikla útbreiðsla sýkilsins bendir til þess að hann sé ekki nýr í íslensku vistkerfi. Með hlýnandi veðurfari, einkum síðasta ára- tuginn, hafa forsendur skapast fyrir uppkomu PKD-nýmasýki. Bleikja virðist næmari fyrir sjúkdómnum en urriði og lax og bendir margt til þess að sýkin sé afgerandi áhrifaþáttur i þeirri hnignun sem hefur átt sér stað i bleikjustofnum sumra stöðuvatna á íslandi. LÆKNAblaðið 2013/99 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.