Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 17
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 munnholi var gerð. Teknar voru orthopan-röntgenmyndir af tönnum og kjálkum og sérmyndir af endajöxlum og framtönnum. Til aldursgrein- ingar af röntgenmyndum voru notaðar aðferðir Kullman, Liversidge og Mincer. Niðurstaðan er byggð á mati á sjúkrasögu, klínískri skoðun og aldursútreikningum af röntgenmyndum. Tveir tannlæknar sáu um skoðun og greiningu. Niðurstöður: Atta hælisleitendur frá Afganistan, Alsír, Gíneu og Líbíu voru aldursgreindir frá maí-nóvember 2012. Fimm sögðust vera á 18. ári, einn á 17. ári og tveir á 16. ári. Greining leiddi í ljós að 7 voru taldir eldri en uppgefinn aldur, en ekki var tekin afstaða til eins vegna tann- vöntimar. Allir sem voru greindir, voru taldir eldri en 18 ára nema einn. Sá aldur var ekki útilokaður en talinn mjög ósennilegur. Einn var talinn geta verið yngri en 18 ára. Alyktanir: Rannsóknir sýna að hægt er að nota greiningaraðferðir sem unnar eru á Vesturlandabúum til aldursgreiningar annarra kynþátta og að hugsanleg frávik séu minni en einstaklingsbundin frávik innan sama kynþáttar. Til að greiningin verði sem nákvæmust voru notaðar að minnsta kosti þrjár aðferðir líkt eins og á hinum Norðurlöndum. E 21 Bætt aðferð við míkró-togbindistyrksmælingar fyrir tannfyll- ingarefni Sigfús Þór Elíasson Tannlæknadeild HÍ sigfuse@hi.is Inngangur: Vegna einfaldleika og tímaspamaðar hefur þverklippi- styrkur (shear bond strength) lengi verið notaður við mælingar á styrk bindingar fyllingarefna við tannvef. Margir hafa gagnrýnt aðferðina og telja hana ekki gefa rétta mynd. Á seinni árum hefur einnig verið notað míkró-togstyrksspróf (pTBS) en sú aðferð er vandmeðfarin og tímafrek. Tilgangur þessarar rannsóknar var að einfalda verkferla og bæta fest- ingar við togprófunarvél. Efniviður og aðferðir: Átta sívalningar, 10 mm í þvermál og 6 mm á hæð vom útbúnir úr Tetric Evo Ceram plastblendi. Sívalningamir voru geymdir í vatni í tvær vikur. Stautamir voru slípaðir á prófunarenda með sc. sandpappír #320 og Clearfil SE bindiefni borið á og ljóshert. Stautamir vom síðan framlengdir með Tetric Evo Ceram um aðra 6 mm. Sívalningamir voru síðan sagaðir í 1,1 x 1,1 x 12 mm stauta í sjálf- virkri sög. Helmingur stautanna var límdur á kló Loyds togprófunar- vélar á hefðbundinn hátt. Endar hins helmings stautanna voru límdir í hola enda 2 mm framlengingarskrúfa sem aftur voru festar við stálvíra tengda togprófunarvélinni sem mældi styrkleika límingar. Brotlína var skoðuð í smásjá og skráð hvort brot var í plastblendi eða límingu. Niðurstöður: Pmfustautar límdir beint við kló togmælingarvélarvar, brotnuðu í 31% tilfella í plastblendi að öllu leyti eða að hluta. Þegar stautar voru límdir í framlengingarskrúfur, var brotlína einungis í 2% tilfella í plastblendi. Tölfræðilega marktækur munur var milli hópa (p<0,001). Meira en helmingi styttri tíma tók að framkvæma mælingar á framlengingarskrúfu í hópnum. Ályktanir: Jafnari stressdreifing í pmfustautum við tog í framlengingar- skrúfuhópnum er talin ástæða þess að stautamir slitnuðu fremur í lím- ingu, sem ætla má veikasta hlekkinn, en í efninu sjálfu. E 22 Þroskastig tanna. Rótarendi fullmyndaður - aðferðafræði Sigríður Rósa Víðisdóttir, Svend Richter Tannlæknadeild Háskóla fslands srv2@hi.is Inngangur: Rannsókn þessi er sú fyrsta hér á landi á tannþroska íslenskra barna og ungmenna með tilliti til aldursgreiningar af tönnum. Hún mun gagnast íslenskum réttartannlæknum við aldurs- greiningar, öðrum tannlæknum og heilbrigðisstéttum sem fjalla um þroska bama og ungmenna. í rannsókninni var notast við 12 þroskastig, 0-11 (vöggumyndun - rótarendi fullmyndaður). Erfitt er að reikna meðalaldur stigs 11 í þversniðsrannsókn sem þessari. í rann- sókninni er reynt að finna leið til reikna þetta lokastig tannmyndunar. Efniviður og aðferðir: Þroskastig allra tanna voru rannsökuð af breiðmyndum (orthophan-röntgenmyndum, OPG ) af 1000 íslenskum börnum. Af þeim voru 37 myndir útilokaðar. Úrtakið var 508 stúlkur og 469 drengir á aldrinum 4-25 ára. Notuð voru þroskastig Havikko til aldursgreiningar. Þá voru 300 myndir skoðaðar bæði hægra og vinstra megin og 700 voru skoðaðar einungis hægra megin. Til að nálgast stig 11 var beitt tveimur aðferðum. Fundinn var meðalaldur milli allra þroskastiga í hverri tönn og þannig búið til reiknilíkan til að nálgast þennan aldur. Hin leiðin var að finna meðalþroska- stig á hverju aldursbili og afmarka þannig stig 11 nákvæmlega. Niðurstöður: Fundnar voru tvær leiðir til að nálgast stig 11. Reiknaður var meðalaldur og staðalfarávik fyrir efri og neðri góms tennur vinstra megin (18-llog 48-41). Þær sýna báðar mjög svipaðar niðurstöður og eru ábyggilegar leiðir til að finna aldur við lokastig tannmyndunar. Ályktanir: Erfitt hefur reynst að ákvarða aldur stigs 11 í þversniðsrann- sóknum þar sem ekki hefur verið hægt að segja með nákvæmni hvenær rótin lokaðist. Aðrir höfundar hafa reynt að nálgast þetta vandamál en yfirleitt notast við stig 10, rótarlengd að fullu náð, en rótarendi opinn. Með þessari rannsókn hafa fundist tvær aðferðir til að nálgast aldurstig 11. E 23 Áhrif fyrirbyggjandi sýklalyfjagjafar á græðslu og líðan sjúk- linga eftir hefðbundna implantaísetningu. Framsækin múltí-center, slembin klínísk samanburðarrannsókn Bjami E. Pjetursson1, Wah Ching Tan2, Marianne Ong2, Huang Xin Meng3, Jie Han3, Nikolaos Mattheos*, Alex Yi-Min Tsai!, Mariano Sanz6, Fabio Vignoletti6, Martina Lulic2, May C.M. Wong7, Niklaus P. Lang8 Tannlæknadeild Hí, 2National Denta! Centre Singapore, ’Peking University School of Stomatology, 4Griffith University, Queensland, Ástralíu, 5National Taiwan University, Taipei, 6Universidad Complutense de Madrid, Spáni, The Univereity of Hong Kong, Prince Philip Dental Hospital, 8on Behalf of the ITI Antibiotic Study Group bep@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif mismunandi fyrirbyggjandi sýklalyfjagjafar á græðslu og líðan sjúklinga eftir hefð- bundna implantaísetningu. Efniviður og aðferðir: Þrjú hundruð og tveir heilbrigðir, fullorðnir sjúklingar á 7 stöðum tóku þátt í rannsókninni. Þeim var á slembinn hátt skipt í fjóra mismunandi hópa (tvo test og tvo kontról): 1. For- operatív inntaka 2g amoxicillíns 1 klst fyrir aðgerð (positívt kontról, PC), 2. Eftir-operatív inntaka 2g amoxicillíns strax eftir aðgerð (testl, Tl), 3. For-operatív inntaka 2g amoxicillíns 1 klst fyrir aðgerð og 500mg þrisvar á dag annan og þriðja daginn eftir aðgerð (test2, T2), 4. Inntaka 2g lyfleysu, 1 klst fyrir aðgerð (neikvætt kontról, NC). Sjúklingar voru skoðaðir af rannsakendum, sem ekki voru upplýstur um sýkla- LÆKNAblaóió 2013/99 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.