Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 20
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 greiningu. Nýlega greindir sjúklingar voru þó hvorki yngri né með minni æxli. Algengi klínískt markverðra heiladingulsæxla er hærra en talið var og aukin vitund og rannsóknir á þessum sjúkdómum er nauðsynleg. E 30 Orku- og próteinneysla skurðsjúklinga á Landspítala Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir, Harpa Hrund Hinriksdóttir, Fríða Rún Þórðardóttir, Inga Þórsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir Rannsóknastofu í næringarfræði Landspítala dov1@hi.is Inngangur: Næringarástand hefur áhrif á tíðni aukaverkana, legutíma og almennar batahorfur sjúklinga. Tilgangurinn var að meta orku- og próteinneyslu hjarta- og lungnaskurðsjúklinga á Landspítala og bera saman við áætlaða orku- og próteinþörf. Markmiðið var eirrnig að meta næringarástand sama sjúklingahóps. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 61 sjúklingur sem lagðist inn á hjarta- og lungnaskurðdeild. Orku- og próteininihald 5 aðal- máltíða sem framreiddar eru frá eldhúsi Landspítala er þekkt. Þegar liðnar voru að minnsta kosti 48 klukkustundir frá aðgerð voru allir matarafgangar, ásamt millibitum, vigtaðir og skráðir í þrjá daga sam- fellt. Orku- og próteinþörf var áætluð út frá klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga (25-30 hitaeiningar (he)/kg líkamsþyngdar/ dag og 1,2-1,5 g/kg líkamsþyngdar/dag) og næringarástand metið. Niðurstöður: Orkuneysla var að jafnaði 19±5,8 he/kg/dag. Meðalpróteinneysla reyndist vera 0,9 g/kg/dag. Þorri þátttakenda (>80%) náði ekki lágmarksviðmiðum fyrir orkun- og próteinneyslu og átti það við um alla skráningardagana þrjá. Alls reyndust 14 sjúklingar (23%) annaðhvort vera vannærðir eða í hættu á vannæringu. Þessi hópur reyndist að jafnaði vera nær því að fullnægja orku- og próteinþörf sinni heldur en vel nærðir sjúklingar (22±6,8 miðað við 18±5,3 he/ kg/dag, p<0,001; 1,0±0,3 miðað við 0,8±0,2 g/kg/dag, p=0,009). Notkun næringardrykkja var almennari meðal vannærðra sjúklinga og sjúklinga í hættu á vannæringu heldur en vel nærðra sjúklinga. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hjarta- og lungna- skurðsjúklinga á Landspítala eiga nokkuð langt í land með að fullnægja áætlaðri orku- og próteinþörf, jafnvel á 5. degi eftir aðgerð. Huga þarf betur að næringu inniliggjandi sjúklinga, allt frá mati á næringarástandi til viðeigandi næringarmeðferðar. E 31 Bráður nýrnaskaði á íslandi. Faraldsfræði, áhættuþættir og afdrif sjúklinga Þórir Einarsson Long', Martin Ingi Sigurðsson2, Ólafur Skúli Indriðason3, Kristinn Sigvaldason2, Gísli Heimir Sigurðssonu ‘Læknadeild HÍ, 2svæfinga- og gjörgæsludeild og 3nýmalækningaeiningu Landspítala thorirein@gmail. com Inngangur: Bráður nýmaskaði er algengt vandamál sem útheimtir oft kostnaðarsama og erfiða meðferð og hefur háa dánartíðni. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna faraldsfræði, áhættuþætti og afdrif þeirra sjúklinga sem fengu bráðan nýmaskaða á rannsóknartímabilinu. Efniviður og aðferðir: Fengnar vom allar kreatínínmælingar sem gerðar hafa verið á Landspítala frá janúar 2008 til ársloka 2011. Skrifað var forrit sem mat alla sem mældir höfðu verið með tilliti til bráðs nýmaskaða samkvæmt RIFLE skilgreiningunni, miðað við grunngildi kreatíníns sex mánuðum fyrir hæsta kreatínín gildi. Forritið flokkaði þá í risk (R), injury (I) og failure (F) hópa eftir alvarleika skaðans. Niðurstöður: Alls áttu 17.693 einstaklingar grunngildi og af þeim fengu 3686 (20,8%) bráðan nýrnaskaða á tímabilinu, þar af 2077 (56,5%) á R, 840 (22,9%) I og 769 (20,9%) á F-stigi. Fleiri konur fengu R og I en fleiri karlar F (p<0,001). Meðalaldur sjúklinganna var 68,4±17,1 ár. Þeir sem fengu bráðan nýmaskaða á F-stigi voru skoðaðir nánar. Af þeim fóm 22% í skurðaðgerð í legunni, 23% fengu lost, 14% sýklasótt, 32% blóðþrýst- ingsfall tengt hjarta- og æðakerfi, 10% blæðingar, 27% öndunarbilun og 7% lentu í slysi. Af sjúklingum voru 76% á lyfi sem jók áhættu á bráðum nýrnaskaða. Tíðni fyrri sjúkdóma hjá sjúklingunum var há. Alls fengu 11% blóðskilunarmeðferð og sex sjúklingar (0,7%) þurftu blóðskilun í meira en 90 daga. Eins árs lifun sjúklinga á F-stigi var 51,8%. Ályktanir: Bráður nýrnaskaða er tiltölulega algengt vandamál hér á landi og sjúklingar með alvarlegan nýrnaskaða hafa háa dánartíðni. Stór hluti sjúklinganna er á lyfjum sem átt geta þátt í sjúkdómnum og gæti breytt lyfjanotkun mögulega haft áhrif á tíðni hans. E 32 Ákvörðun á útskilnaði 2,8-díhýdroxýadeníns í þvagi með vökvakrómatógrafíu-massaspektrómetríu Margrét Þorsteinsdóttir1-2, Baldur Bragi Sigurðsson2, Finnur Freyr Eiríksson1-, Viðar Ö. Eðvarðssonu, Runólfur Pálssonu 'Heilbrigöisvísindasviöi HÍ, 2ArcticMass ehf., 3Landspítala margreth@hi.is Inngangur: Adenínfosfóríbósýltransferasa (APRT)-skortur er arfgengur, víkjandi galli í púrínefnaskiptum, sem leiðir til mikillar aukningar á útskilnaði á 2,8-díhýdroxýadeníni (2,8-DHA) í þvagi. 2,8-DHA er mjög torleyst og veldur því steinamyndun í þvagfærum og útfellingum krist- alla í nýrnavef, sem geta leitt til langvinns nýrnasjúkdóms og jafnvel lokastignýmabilunar. Markmið rannsóknarinnar var að þróa hraðvirka mæliaðferð til ákvörðunar á 2,8-DHA og öðrum lykilpúrínum í þvagi í því skyni að bæta greiningu og lyfjameðferð sjúklinga með APRT-skort. Efniviður og aðferðir: Hönnun tilrauna var beitt við þróun mæliað- ferðar með háhraðavökvaskiljun tengdri tvöföldum massagreini (UPLC- MS/MS) til magngreiningar á 2,8-DHA, 2-deoxyadenósíni, 2-deoxygúa- nósíni, 2-deoxyinósíni, adeníni, adenósíni, gúanósíni og inósíni í þvagi. Notuð var D-optimal hönnun til að skima fyrir breytum með áhrif á næmni fyrir virku efnin. Styrkur kreatíníns í þvagsýnunum var stillur á 0,5 mmól/L með 20 mM ammóníumhýdroxíði fyrir mælingu. Niðurstöður: Magngreining 2,8-DHA og annarra lykilpúrína í þvagi með UPLC-MS/MS var náð innan 6 mínútna með 100% sérhæfni. Skimun gaf til kynna að ólínulegt kerfi lægi að baki áhrifum breyta. Endurtakanleiki aðferðinnar reyndist vera góður fyrir öll virku efnin. Mælingar á 2,8-DHA og adeníni sýndu marktækan mun á magni efn- anna í þvagi fyrir og eftir meðferð með allópúrinóli sem hamlar myndirn 2.8- DHA. Magn 2,8-DHA minnkaði á meðan magn adeníns jókst hjá sjúklingum á lyfjameðferð. Ályktanir: Þróuð var hraðvirk og áreiðanleg magngreiningaraðferð fyrir 2.8- DHA og önnur lykilpúrín í þvagi með UPLC-MS/MS. Þessi aðferð auðveldar greiningu APRT-skorts og er gagnleg við stýringu lyfjameð- ferðar sjúklinga. 20 LÆKNAblaðið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.