Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 25
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 og getur mögulega verið einn þeirra þátta sem eykur tíðni þrálátra hugsana í áráttu- og þráhyggjuröskun. Hugræn fæmi (hugræn hömlun) getur mögulega haft áhrif á tíðni hugsana í hugsanabælingu. E 46 Þættir sem hafa áhrif á meðferðarheldni hjá sjúklingum með átröskun Guðrún Mist Gunnarsdóttir1, Sigurður Páll Pálsson2, Guðlaug Þorsteinsdóttir2 'Lœknadeitd HÍ, 2geðdeild Landspítala gmg9@hi.is Inngangur: Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka meðferðarheldni sjúklingaíátröskunarmeðferðáLandspítalaogskoðaáhrifaþættibrottfalls. Efniviður og aðferðir: Inntökuskilyrði: Sjúklingum sem var vísað í meðferð til átröskunarteymis geðdeildar Landspítala á tímabilinu 1.9.2008-31.12.2011 sem fengu átröskunargreiningu og mættu í greiningarviðtal. Afturskyggð rannsókn. Eftirfylgd lauk 1.5.2012. Niðurstöður: Alls bárust 260 tilvísanir til teymisins, 186 einstaklingar mættu í greiningarviðtal. Fjórir greindust ekki með átröskun. Endanlegt úrtak því 182 einstaklingar (71,5%), 176 konur og sex karlar. Meðalaldur var 26,3 ár (±8,6). Greiningar skiptust í; lotugræðgi (52,7%), át- röskun ekki nánar skilgreind (36,8%), lystarstol (10,4%). Meðallengd sjúkdóms var 8,1 ár. Sögu um áföll höfðu 79,6%, 74,7% fengu aðra geðgreiningu og 30,8% greindust með fíknisjúkdóm. Níutíu og níu (54,4%) sjúklingar luku ekki meðferð, 50 (27,5%) sjúklingar luku með- ferð og 33 (18,1%) sjúklingar voru enn í meðferð þegar eftirfylgni lauk. Tuttugu og sjö (14,8%) sjúklingar komu aftur í meðferð til teymis á rannsóknartíma eftir fyrri brottfail. Ekki var marktækur munur á brott- falli eftir klínískum eða félagslegum þáttum. Meðferðarheldni mældist marktækt (p<0,05) betri hjá þeim sjúklingum sem höfðu lokið há- skólagráðu og þeim sem höfðu sjálfir frumkvæði að meðferð. Sjúklingar með fíknigreiningu höfðu tilhneigingu til verri meðferðarheldni (p= 0,074) þá sérstaklega ef um virka fíkn var að ræða. Einnig höfðu meiri áráttu- og þráhyggjueinkenni neikvæð áhrif á meðferðarheldni. Alyktanir: Brottfallstíðni er há. Klínískir og félagslegir þættir skipta litlu máli varðandi brottfall, nema fíkniraskanir en skoða þarf skilgreiningar á brottfalli og áhættutíma nánar. Eigið frumkvæði að meðferð og æðri menntun auka meðferðarheldni. Vinna þarf með batavilja sjúklinga og meðferðamálgun. E47 Notkun methýlfenídat í æð meðal íslenskra vímuefna- neytenda Guðrún Dúra Bjamadóttir', Magnús Haraldsson1, Bjami Össurarson Rafnar1, Helena Bragadóttir', Engilbert Sigurðsson1, Steinn Steingrímsson2, Andrés Magnússon1 ’Geðdeild Landspítala, 2Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg gudmndb@landspitali.is Inngangur: Misnotkun á methýlfenídat (MPD) er tiltölulega nýtt og vaxandi vandamál víða á Vesturlöndum. Avísun MPD á íslandi hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og mikil aukning er á sjúklingum sem leggjast inn til meðferðar og afeitrunar vegna MPD misnotkunar. Markmið þessarar rannsóknar er að lýsa misnotkun MPD í æð hjá ís- lenskum vímuefnaneytendum og að athuga tíðni, umfang og einkenni hennar. Neyslumynstur er óþekkt, til dæmis skammtastærðir og tíðni notkunar á dag. Einnig hafa upplifanir sprautunotenda, hliðar- og frá- hvarfseinkenni MPD ekki verið rannsökuð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er þversniðsrannsókn. Sprautu- notendum, sem eru í meðferð og hafa sprautað sig síðastliðna 30 daga, er boðin þátttaka í rannsókninni. Er áætlað að fá 100-150 einstaklinga í rannsóknina. Tekið verður viðtal og lagður fyrir tvískiptur spuminga- listi. Allir þeir sem taka þátt í rannsókninni svara fyrri hluta spuminga- listans. Sá hluti metur tíðni og umfang MPD notkunar meðal vímuefna- neytenda og gerir samanburð mögulegan við þá sem nota önnur efni í æð. Seinni hlutanum svara þeir sem hafa notað MPD í æð síðastliðna 30 daga og er þar farið dýpra í einkenni neyslu MPD. Niðurstöður: Rarmsóknin er enn á forstigi. Fyrstu tölur í rannsókninni sýna að notkun á MPD í æð er verulegt vandamál á íslandi, 85% af úr- takinu hafa notað MPD í æð síðastliðna 30 daga. MPD er það vímuefni sem flestir sprautunotendur á íslandi kjósa og taka það fram yfir önnur örvandi efni. Alyktanir: Neysla í MPD er vaxandi vandamál og er orðið eitt aðalefni sem misnotað er á íslandi. Mikilvægt er að staðfesta og lýsa neyslu og neyslumynstri sprautunotenda á MPD. Einnig er mikilvægt að skoða fylgikvilla sem hljótast af sprautuneyslu. Þekking á þessu vandamáli er bæði nauðsynleg fyrir ísland sem og önnur lönd. E 48 Heilaáverkar á ungum aldri: Algengi, afleiðingar og forspár- þættir Jónas G. Halldórsson1-2, Guömundur B. Amkelsson3, Kristinn Tómasson4, Kjell M. Flekkoy5, Hulda Brá Magnadóttir6, Eiríkur Örn Arnarson1-2 'Læknadeild HÍ, !sálfræðiþjónustu Landspítala; Jsálfræðideild Hf, ‘Vinnueftirliti ríkisins, BHá- skólanum í Osló, 6Upper Valley Neurology and Neurosurgery, Lebanon, BNA jgh@jgh.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að meta umfang heilaáverka á ungum aldri sem heilsufarsvandamáls og að kanna forspárþætti um síðbúin áhrif heilaáverka á heilsu, hugræna þætti, atferli og aðlögun. Rannsóknin fór fram 2008-2009. Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópurinn var allir sjúklingar á aldrinum 0-19 ára sem greindir voru með heilaáverka (ICD-9 850- 854) á Islandi á 12 mánaða tímabili um það bil 16 árum áður (n=550). Samanburðarhópur (n=1.232) var nýlega valinn úr Þjóðskrá með lag- skiptri tilviljunaraðferð. Spurningalisti, sem innihélt spurningar um heilaáverka og félagsstöðu, ásamt fjórum klínískum kvörðum með spurningum um hugræna þætti, atferli, aðlögun og Iíðan, var sendur með pósti til hópanna tveggja. Þeir sem ekki svöruðu voru beðnir að svara styttri útgáfu listans í síma. Svarhlutfall var í heildina 67%. Niðurstöður: í rannsóknarhópi lýstu 39 (12% þátttakenda) einstak- lingar miðlungs hömlun (moderate disability) af völdum heilaáverka 16 árum síðar. í samanburðarhópi lýstu tæplega 50% því að hafa hlotið heilaáverka og 7% lýstu miðlungs hömlun af völdum heilaáverka. Þátttakendur með læknisfræðilega staðfestan heilaáverka og þeir sem kváðust hafa hlotið heilaáverka komu verr út á öllum fjórum klínískum matskvörðum en þeir sem ekki lýstu heilaáverka. Þyngd höfuðhöggs, fjöldi og alvarleiki heilaáverka spáði fyrir um eftirstöðvar. Áhrif félags- stöðu foreldra og lýðfræðilegra þátta á útkomu voru takmörkuð. Ályktanir: Heilaáverkar snemma á ævinni höfðu langtímaafleiðingar. Algengi heilaáverka og miðlungs hömlunar af völdum heilaáverka mældist hærra en áður hefur verið lýst í sambærilegum rannsóknum á almennum þjóðarúrtökum. Þyngd höfuðhöggs og endurtekinn heila- áverki höfðu forspárgildi um afleiðingar til lengri tíma umfram aðrar breytur. LÆKNAblaðið 2013/99 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.