Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 26

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 26
XVI VISINDARAÐSTEFNA FYLGIRIT 73 H í E 49 Tengsl makamissis við hugræna færni og þróun heilabilunar Halldóra Viðarsdóttir', Fang Fang2, Milan Chang3, Thor Aspelund1-4, Katja Fall5, María K. Jónsdóttir3-6, Pálmi V. Jónsson37, Mary Frances Cotch8, Tamara B. Harris9, Lenore J. Launer9, Vilmundur Guðnason47, Unnur Valdimarsdóttir110 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2Dpt Med Epidemiol and Biostatistics, Karólínska sjúkra- húsinu Stokkhólmi, Vannsóknastofu í öldrunarfræðum Landspítala, 4Hjartavemd, 5Háskóla- sjúkrahúsinu í Örebro, 6sálfræðideild og 7læknadeild HÍ, HDiv Epidemiol and Clin Applications, National Eye Institute, Bethesda, vLab Epidemiol Demography, and Biometry, Nat Inst Aging, NIH, Bethesda, ,0Dpt Epidemiol Harvard School Pub Health, Boston halldvi@hi.is Inngangur: Niðurstöður erlendra rannsókna hafa bent til þess að sálræn streita hafi áhrif á hugræna færni. Niðurstöður finnskrar rannsóknar sýndu að tengsl geti verið milli breytinga á hjúskaparstöðu og áhættu á heilabilun. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort makamissir hafi áhrif á hugræna fæmi og þróun heilabilunar á efri árum. Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Þátttakendur voru 5764, af báðum kynjum, fæddir á árunum 1907-1935. Með samtengingu við fbúaskrá Hagstofu Islands var hjúskaparstöðu þátttakenda fylgt eftir frá 1978 til komu í Öldrunarrannsóknina (á tímabilinu 2002-2006). Upplýsingar um dánarmein og dánardag maka þátttakenda fengust úr Dánarmeinaskrá. Bomir vom saman tveir hópar; þeir sem voru í hjónabandi/sambúð allan tímann (n=3007) og þeir sem misstu maka á rannsóknartímanum (n=1387). Notuð var tvíkosta aðhvarfsgreining til að reikna líkindahlut- fall fyrir heilabilun með 95% öryggismörkum. Línuleg aðhvarfsgreining var notuð til að reikna breytingu á hugrænni færni (minni, hraða hugs- unar og stýrifærni). Niðurstöður: Þegar leiðrétt hafði verið fyrir aldri, kyni, menntun, ApoE e4 áhættuarfgerð, líkamsþyngdarstuðli, hreyfingu, háþrýstingi og reyk- ingum var ekki samband milli makamissis og áhættu á heilabilun (OR 0,96; 95% CI 0,69-1,34), nema hjá barnlausum einstaklingum (OR 6,73; 95% CI 1,34-33,66). Ekkjur höfðu verri stýrifæmi (executive function) fyrstu tvö árin eftir missi (meðaltal -0,08) samanborið við giftar konur (meðaltal 0,09). Alyktanir: Niðurstöður okkar benda til þess að makamissir hafi áhrif á stýrifærni fyrstu tvö árin eftir missi, sérstaklega hjá konum. Hins vegar styðja niðurstöður okkar ekki niðurstöður fyrri rannsókna sem benda til aukinnar áhættu heilabilunar eftir makamissi. E 50 Spilahegðun og algengi spilavanda meðal fullorðinna íslendinga árið 2011 Daníel Þór Ólason Háskóla íslands dto@hi.is Inngangur: Gerðar hafa verið tvær faraldsfræðilegar rannsóknir á þátt- töku íslendinga í peningaspilum og algengi spilavanda. Niðurstöður beggja rannsókna sýndu að meirihluti þjóðarinnar spilaði peningaspil og var algengi spilavanda það sama bæði árin, eða 1,6%. I þessari rann- sókn er greint frá niðurstöðum nýrrar faraldsfræðilegrar rannsóknar sem gerð var árið 2011, en meginmarkmið hennar er að kanna hvort breytingar hafi orðið á spilahegðun og algengi spilavanda síðan árið 2007. Efniviður og aðferðir: Könnunin var gerð í síma og byggðist á til- viljunarúrtaki 3227 íslendinga á aldrinum 18 til 70 ára, úr Þjóðskrá. Svör fengust frá 1887 þátttakendum, 888 körlum og 999 konum. Svarhlutfall var 61,8%. Niðurstöður: Niðurstöður sýna að um 76% fullorðinna íslendinga spiluðu peningaspil og voru vinsælustu peningaspilin lottó, flokka- happdrætti, skafmiðar, póker og spilakassar. Samanburður á spilahegð- un milli rannsókna sýnir að þátttaka í peningaspilum var mest árið 2011. Algengi hugsanlegrar spilafíknar rejmdist 0,8% (0,5%-l,4%) og algengi verulegs vanda vegna þátttöku í peningaspilum 1,7% (l,2%-2,4%). Um 2,5% þjóðarinnar töldust því eiga við spilavanda að stríða. Samanburður á niðurstöðum rannsókna sýnir að fleiri áttu við spilavanda að stríða árið 2011 en árin 2005 og 2007. Alyktanir: Almennt séð hafa orðið allnokkrar breytingar á spilahegðun landsmanna. Almenn þátttaka í peningaspilum hefur aukist töluvert frá árinu 2007 til 2011, þá helst í Iottó, póker og bingó. Samanburður á algengi líklegrar spilafíknar og spilavanda fyrir síðustu 6 ár bendir til að algengi líklegrar spilafíknar og spilavanda sé meira árið 2011 en var árin 2005 og 2007. E 51 Áhættuþættir og heilsa á meðgöngu hjá mæðrum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi Agnes Gísladóttir', Bernard Harlow2, Berglind GuðmundsdóttirU4, Ragnheiður Bjamadóttir5, Eyrún Jónsdóttir*, Thor Aspelundw, Sven Cnattingius7, Unnur Anna Valdimarsdóttir1,8 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2University of Minnesota School of Public Health, Dpt Epidemiology, Minneapolis, 3sálfræðideild HÍ, 4Neyðarmóttöku vegna nauðgana og áfallamið- stöð og 5kvennadeild Landspítala, 6Hjartavernd, 7Unit of Clinical Epidemiology, Karolinska Institutet, Stokkhólmi, 8Dpt Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston agnesg@hi.is Inngangur: Kynferðisofbeldi getur haft langvarandi áhrif á heilsu brota- þola. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort mæðrum sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á unglings- eða fullorðinsaldri sé hættara við að vera með áhættuþætti eða lakari heilsu á meðgöngu síðar á lífsleiðinni, samanborið við mæður sem ekki urðu fyrir slíku ofbeldi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggði á samtengingu gagnagrunna og gagnaöflun úr mæðraskrám. í útsettum hópi (exposed) voru konur sem leituðu til Neyðarmóttöku vegna nauðgana á Landspítala 1993- 2008 og fæddu barn/böm eftir ofbeldið til apríl 2011 (n=925). Mæður sem höfðu ekki leitað til Neyðarmóttöku mynduðu óútsettan hóp (non- exposed) og voru valdar af handahófi úr Fæðingaskrá (n=1772). Poisson -aðhvarfsgreining var notuð til að reikna Prevalence Rate Ratio (PRR) með 95% öryggisbili (CI). Niðurstöður: Þegar tekið hafði verið tillit til aldurs og fyrri bameigna voru útsettar mæður líklegri en óútsettar til að reykja (PRR=2,51; CI 2,12-2,96), neyta vímuefna (PRR=6,85; CI 2,38-19,72) og vera með lík- amsþyngdarstuðul (BMI) >30 við upphaf meðgöngu (PRR=1,31; CI 1,04- 1,64). Ekki var marktækur munur á háþrýstingi eða meðgöngueitrun. Utsettum mæðrum sem fæddu innan þriggja ára frá ofbeldinu var hætt- ara við að fá meðgöngusykursýki (PRR=2,59; CI 1,18-5,68) en óútsettum mæðmm. Þegar leiðrétt hafði verið fyrir BMI að auki reyndist munurinn ekki tölfræðilega marktækur (PRR=1,91; CI 0,68-5,40). Alyktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að útsettar mæður séu líklegri en óútsettar til að vera með ýmsa áhættuþætti á meðgöngu. Auk áhrifa á heilsu móðurinnar geta þessir þættir haft áhrif á heilsu ófædda bamsins. Brýnt er að veita viðeigandi stuðning í mæðravemd á þessum mikil- væga tíma og ætla má að tilvísun í sérhæfða áfallameðferð geti verið þörf. 26 LÆKNAblaðið 2013/99
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.