Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 27
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 E 53 Líkamleg líðan í kjölfar eldgosslns í Eyjafjallajökli Guðrún Pétursdóttir* 1, Hanne Krage Carlsen2, Ragnhildur Finnbjömsdóttir, Þórarinn V. Gíslason3, Unnur Valdimarsdóttir2, Ama Hauksdóttir2 'Stofnun Sæmundar fróða, 2Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 3Landspítala gudrun@hi.is Inngangur: Um tíundi hluti mannkyns býr innan við 100 km frá virku eldfjalli og eru þekkt ýmis líkamleg áhrif eldgosa á menn. Samt sem áður er þekking á þessu sviði takmörkuð, þar sem eldgos verða sjaldan í löndum með sterka innviði sem geta staðið að ítarlegum rannsóknum. I kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru rannsökuð áhrif þess á líkamlega heilsu íbúa á Suðurlandi. Efniviður og aðferðir: Haust og vetur 2010 var 1615 Sunnlendingum og 697 Skagfirðingum (samanburðarhópur) boðið að taka þátt í rannsókn- inni. Þátttakendur svöruðu spurningalista, meðal annars um líkamleg einkenni (öndunarfæri, augu, húð, sjúkdóma). Niðurstöður: Svör bárust frá 7% eldgosahópsins og 73% samanburðar- hópsins. Bakgrunnur og aðrir sjúkdómar voru svipaðir hjá báðum hópum. Ýmis líkamleg einkenni voru hins vegar meira áberandi hjá eldgosahópnum: slím á morgnana (OR 1,5; 95% CI 1,3-1,8), nefrennsli/ nefstíflur (OR 1,4; 95% CI 1,2-1,6), hósti (OR 2,6 95% CI 1,7-3,8), slím- uppgangur (OR 2,1; 95% CI 1,3-3,2) og augnóþægindi (OR 2,9; 95% CI 1,8-4,5). Þeim sem bjuggu næst eldstöðinni var hættara við ýmsum einkennum, borið saman við þá sem bjuggu fjær, eins og: andþyngslum (OR 3,3 95% CI 1,1-9,9), hósta (OR 4,5; 95% CI 2,0-10,2), þurrki í hálsi (OR 6,7; 95% CI 2,0-22,2) og húðeinkennum (OR 4,3; 95% CI 1,3-14,3). Alyktanir: Niðurstöður sýna að 6-9 mánuðum eftir eldgosið í Eyjafjallajökli voru ýmis líkamleg einkenni meira áberandi meðal íbúa í nágrenni þess en meðal Skagfirðinga, eins og einkenni frá öndunarfær- um, augum og húð. Afmarkaður hópur getur átt langtímaheilsufarsbrest á hættu og gefur það tilefni til frekari rannsókna og eftirfylgni. E 54 Áhrif hvata á störf lækna og ferliverkasamningar Una Jónsdóttir1, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir2 ’Humboldt-háskólanum í Berlín, 2hagfræðideild HÍ unajonsdottirl @gmail.com Inngangur: Rannsóknir á raungögnum benda til þess að fólk bregðist við hvötum. Slíkt viðbragð er þó mismikið við mismunandi aðstæður. I BS-ritgerð höfundar eru áhrif mismunandi greiðslufyrirkomulags á störf lækna skoðuð. Ferliverkasamningar sem voru tímabundið við lýði á Landspítala eru teknir til skoðunar, saga þeirra er rakin og varpað ljósi á hvaða áhrif afnám þeirra hefur haft á samfélagið. Efniviður og aðferðir: Mældar voru hlutfallslegar líkur á að sjúk- lingum væri vísað í speglun eftir að ferliverkasamningar féllu úr gildi, samanborið við þegar þeir voru í gildi. Borin var saman tíðni speglana árin 2000-2002 við tíðni speglana árin 2003-2005. Gögn fengust frá Landspítala Hringbraut þar sem speglanir voru flokkaðar eftir tegundum yfir tímabilið. Frá Landspítala Fossvogi fengust aðeins tölur um heildarspeglanir á ári úr starfsemisupplýsingum spítalans. Frá Sjúkratryggingum fslands fengust tölur yfir mismunandi speglanir framkvæmdar á einkastofum lækna á tímabilinu og að lokum fengust, til samanburðar, sambærilegar tölur frá Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Akureyri átti engin breyting sér stað í greiðslutilhögun til lækna yfir tímabilið. Niðurstöður: Niðurstöður sýndu að á einkastofum voru 185% meiri líkur á að einstaklingar færu í meltingarvegar- og berkjuspeglun eftir að ferliverkasamningum lauk, en á Landspítala minnkuðu líkurnar á speglun um 38,2%. Hlutfallsleg hætta á að einstaklingum væri vísað í speglun á höfuðborgarsvæðinu heilt yfir jókst en líkurnar voru 3,57% meiri á speglun eftir að ferliverkasamningum lauk. Ályktanir: Metin tengsl breytinga á greiðslufyrirkomulagi og speglanat- íðni eru töluverð, bæði hvað varðar tölfræðilega marktækni og stærð áhrifanna, sem geta tæpast talist smávægileg. E 55 Fjöldi koma á bráðasvið spáir fyrir um sjálfsvígshættu Rúnar Bragi Kvaran1, Unnur Anna Valdimarsdóttir2, Vilhjálmur Rafnsson3 'Læknadeild HÍ, 2miöstöö í lýðheilsuvísindum og 3rannsóknastofu í heilbrigðisfræði, lækna- deild HÍ runarkvaran@gmail.com Inngangur: Um 40 sjálfsvíg eru skráð árlega á fslandi. Aukin þekking á áhættuþáttum sjálfsvíga gæti leitt til markvissari forvarna. Tilgangur rannsóknarinnar var að greina hvort fjöldi koma á bráðasvið spái fyrir um sjálfsvígshættu að teknu tilliti til þekktra áhættuþátta sjálfsvíga. Efniviður og aðferðir: Þetta er tilfellaviðmiðarannsókn á meðal þeirra sem komu á bráðasvið Landspítala og voru útskrifaðir heim en ekki lagðir inn árin 2002-2008. Tilfelli voru þeir sem frömdu sjálfsvíg og fyrir hvert tilfelli voru slembivalin 10 viðmið úr hópnum sem komið hafði á sviðið og voru á lífi þegar tilfelli lést. Frumgögnin eru frá tölvukerfi Landspítala og Dánarmeinaskrá. Notuð var fjölþáttagreining og reiknuð út líkindahlutföll (LH) og 95% öryggismörk (ÖM). Niðurstöður: Árin 2002-2008 komu 107.190 manns á bráðasviðið í 258.025 skipti. Af þessum frömdu 152 sjálfsvíg. Meðalaldur tilfella var 42 ár og viðmiða 43 ár. Karlar voru 68% tilfella og 54% viðmiða. Tilfelli komu að meðaltali fjórum sinnum á bráðasviðið en viðmið tvisvar. Marktækt fleiri úr tilfellahópi fengu útskriftargreiningu í flokkunum geð- og hegðunarraskanir (LH 3,11; ÖM 1,63-5,93), einkenni, teikn og óeðlilegar rannsóknarniðurstöður (LH 1,55; ÖM 1,02-2,36) og eitranir (LH 14,09; ÖM 2,62-75,91). Er litið var á fjölda koma og leiðrétt fyrir aldri, kyni og ofannefndum greiningum sást hærra LH eftir því sem komur manna voru fleiri. Fyrir þá sem komu 7 sinnum eða oftar var LH 6,74 (ÖM 3,42-13,31) miðað við þá sem komu einu sinni. Ályktanir: Niðurstöður benda til þess að fjöldi koma sé sjálfstæður áhættuþáttur sjálfsvíga er tekið hefur verið tillit til mikilvægra áhættu- þátta líkt og geðraskana. Þetta gefur tilefni til vöktunar fjölda koma einstaklinga á bráðasviðið og árvekni gagnvart þeim sem sækja þangað endurtekið. E 56 Menntun og heilsa - áhrif skipulagsbreytinga grunnskóla á fæðingarútkomur á íslandi Kristín Helga Birgisdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Hagfræðideild HÍ kristinbirgisdottir@gmail.com Inngangur: Ósamfelld aðhvarfsgreining er notuð til að skoða hvort munur sé á fæðingarútkomum (fæðingarþyngd og meðgöngulengd) hjá þeim hópum sem búa við mismunandi skólakerfi og rannsaka hvort lengd skólaskyldu sé hugsanlegur orsakavaldur ef einhver munur finnst. Á íslandi hefur þessi tenging ekki áður verið rannsökuð á þennan hátt og er það kveikjan að þessari rannsókn. Kerfisbreyting sem átti sér stað árið 1974 er skoðuð í þessari rannsókn. Efniviður og aðferðir: Gögn úr fæðingaskrá frá Landlæknisembættinu voru lögð til grundvallar í rannsókninni. Skráin hefur verið haldin á raf- rænu formi sxðan 1982 og voru gögn um allar fæðingar á íslandi frá þeim LÆKNAblaðið 2013/99 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.