Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 28

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 28
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 tíma til ársins 2012 notuð í þessari rannsókn. Sú rannsóknaraðferð sem nýtt er í rannsókninni er ósamfelld aðhvarfsgreining sem kallar fram orsakaáhrif íhlutunar með því að nota fyrirfram ákveðinn þröskuld sem ákvarðar hvort stak í þýði er hluti af rannsóknar- eða viðmiðunarhópi. Þröskuldurinn markast hér af breytingum á íslensku skólakerfi. Með því að bera saman athuganir sem liggja nálægt þessum þröskuldi, er hægt að meta áhrif kerfisbreytingarinnar. Þar sem náttúrulegar tilraunir af þessu tagi eiga sér stað er óþarfi að taka slembiúrtak, þar sem það hefur í raun gerst af sjálfu sér. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður benda til þess að kerfisbreytingarnar á skólakerfinu hafi haft tölfræðilega marktæk áhrif á fæðingarútkomur, bæði fæðingarþyngd og meðgöngulengd. Ályktanir: Niðurstöður úr þessari rannsókn ríma við þær niður- stöður sem hafa fengist í ýmsum erlendum rannsóknum þar sem rann- sóknarefnið var svipað. Samband menntunar og heilsu er mikilvægt þegar litið er til stefnumótandi aðgerða í mennta- og heilbrigðiskerfi landsins. Mikilvægt er að skoða sambandið betur, til dæmis með öðrum heilsufars- og menntabreytum. E 57 Áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli á áhættuhóp með hjarta- og öndunarfærasjúkdóma Hanne Krage Carlsen1, Ama Hauksdóttir1, Unnur Valdimarsdóttir1, Þórarinn Gíslason2, Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir', Guðrún Pétursdóttir3 •Miðstöð í lýðheilsuvísindum, 2læknadeild HÍ og ’Stofnun Sæmundar fróða HÍ rgft@hi.is Inngangur: Að búa í nágrenni við eldgos eykur líkur á bæði líkamlegum og andlegum einkennum. Búast má við að sambandið sé enn skýrara meðal einstaklinga með aðra sjúkdóma. Tilgangur rannsóknar þessarar var að skoða áhrif eldgossins í Eyjafjallajökli vorið 2010 á andlega líðan einstaklinga með langvinna sjúkdóma. Efniviður og aðferðir: Alls var 1615 Sunnlendingum og 697 Skagfirð- ingum (samanburðarhópur) boðið að taka þátt í spumingalistakönnun um ýmis líkamleg og sálræn einkenni, lyfjanotkun og aðra sjúkdóma (hjarta- og öndunarfærasjúkdóma). Niðurstöður: Svör bárust frá 71% eldgosahópsins og 73% samanburðar- hópsins. Af þeim sem svömðu höfðu 22% að minnsti kosti einn annan sjúkdóm óháð útsetningarsvæði (p>0,15). Um það bil 30% af þátt- takendum yfir 60 ára voru með annan sjúkdóm. Um 23% greindu frá andlegum erfiðleikum og 11% notuðu lyf við kvíða eða svefnvanda. Einstaklingar sem bjuggu á útsettum svæðum voru líklegri til að greina frá andlegum erfiðleikum (p=0,05) en tíðni lyfjanotkunar reyndist ekki marktækt frábrugðin (p=0,08). Þegar leiðrétt hafði verið fyrir aldri, kyni, menntun, reykingum og útsetningu fyrir eldgosi (nálægð búsetu við eldstöð) reyndust aðrir sjúkdómar sjálfstæður áhættuþáttur fyrir slæma andlega líðan (áhættuhlutfall (OR) 2,1, p<0,01) og notkun svefn- og kvíðalyfja (OR 2,5; p<0,001) óháð útsetningu. Astmi og berkjubólga höfðu mest áhrif á andlega líðan (OR 1,6 og 1,9; p<0,01), en sterkt sam- band fannst milli notkunar svefn- og kvíðalyfja og hjartasjúkdóma (OR 2,2; p<0,01). Ályktanir: Einstaklingar með langvinna sjúkdóma, sem bjuggu í grennd við eldgosið, voru með marktækt verri andlega líðan en þeir sem höfðu aðra sjúkdóma. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að hafa sérstakt eftirlit með einstaklingum, sem hafa verri heilsu fyrir náttúrhamfarir. E 58 Tengsl loftmengunar í Reykjavík við dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkdóma 2003 til 2011 Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir1, Anna Oudin2, Þórarinn Gíslason31, Vilhjálmur Rafnsson5 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum, læknadeild HÍ, 2Division of Occupational and Environmental Medicine, Umeá Universitet, 3læknadeild Hí, 4lungnadeild Landspítala, 5rannsóknastofu í heil- brigðisfræði, læknadeild HÍ rgf1@hi.is Inngangur: Loftmengun hefur neikvæð áhrif á heilsufar hjartasjúklinga og leiðir jafnvel til aukinnar dánartíðni þeirra sem þjást af hjartasjúk- dómum. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna tengsl niturdíoxíðs (NO,), ósóns (03), svifryks (PM10 og PM25), brennisteinsvetnis (H2S) og brennisteinsdíoxíðs (SO,) í andrúmslofti í Reykjavík við dánartíðni vegna hjarta- og æðasjúkóma. Efniviður og aðferðir: Gögn um dánartilfelli af völdum hjarta- og æðasjúkdóma voru fengin frá Hagstofu íslands. Gögn frá mælistöð á horni Grensásvegar og Miklubrautar um styrk N02, 03, PM10, PM,;, H,S og SO, í andrúmslofti ásamt hita og rakastigi voru fengin frá Umhverfisstofnun. Rannsóknartíminn var frá 1. janúar 2003 til 31. desember 2010 og líkindahlutfall (odds ratiö) var reiknað með tilfellavíxl- unar (case-crossover) rannsóknarsniði. Niðurstöður: Miklar sveiflur eru í styrkleika mældra loftmengunarþátta á rannsóknartímabilinu. Sólarhringsmeðaltal N02, 03, PM10, PM,;, H2S og S02 var 21,6pg/m3,40,6pg/m3,22,7pg/m3, 21,2pg/m3,3,3pg/m3 og l,6pg/m3. Styrkleikagreining á gögnunum sýnir að það þarf að hafa 4610 tilfelli og 9220 viðmið til að nægur styrkleiki sé til staðar í rann- sókninni. I þessum útreikningum var gert var ráð fyrir 95% öryggis- mörkum og 80% styrkleika ásamt því að viðmið væru tvisvar sinnum fleiri en tilfelli, útsetningu fyrirhugaðs áhættuþátts viðmiða væri 40% og líkindahlutfall væri 2. Samkvæmt gögnunum má sjá að árlega dóu um 679 einstakiingar af völdum hjarta- og/eða æðasjúkdóma en heildar- fjöldi dánartilfella yfir rannsóknartímabilið var 4752 tilfelli. Ályktanir: Forsendurnar sem hér eru notaðar eru raunhæfar samkvæmt fyrri rannsóknum og út frá stærð gagnagrunna má áætla að það sé fýsilegt að fara fram með þessa rannsókn. E 59 Áhrif efnahagshrunsins á reykingar og áfengisneyslu og mögulegt hlutverk vinnumarkaðsbreytinga Þórhildur Ólafsdóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Hagfræðideild HÍ tho32@hi.is Inngangur: Nýlegar rannsóknir benda til þess að í kreppu verði já- kvæðar breytingar á líkamlegri heilsu fólks. Samdráttur í neyslu áfengis og tóbaks gæti verið ein af skýringum á því sambandi. Reykingar og áfengi tengjast auknum líkum á sjúkdómum og áfengisneysla tengist einnig áhættuhegðun eins og ölvunarakstri. I rannsókninni er metið hvort og með hvaða hætti kreppa hefur áhrif á neyslu áfengis og tóbaks og er þá einkum litið til hlutverks vinnumarkaðsbreytinga. Rauntekjur einstaklinga lækkuðu og vinnustundum fækkaði verulega í kjölfar efna- hagshrunsins árið 2008. Slíkar breytingar geta haft áhrif á heilsuhegðun og heilsuframleiðslu einstaklinga. Efniviður og aðferðir: Langsniðsgögn úr póstkönnun Lýðheilsustöðvar árin 2007 og 2009 voru notuð í rannsókninni. Breytingar á reykingum og áfengisneyslu voru metnar með 5 mismunandi breytum, þar sem tekið er tillit til mismunandi áhrifa á breytingar sem verða annars vegar á jaðrinum og hins vegar breytinga sem eru skilyrtar við neyslu. Sameinuð OLS líkön og línuleg líkindalíkön eru metin í rannsókninni. 28 LÆKNAblaðið 2013/99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.