Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 29
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 Niðurstöður: Niðurstöður sýna að lækkun rauntekna og fækkun vinnustunda skýra aðeins að hluta til þann samdrátt í áfengisneyslu sem kemur í ljós milli áranna 2007 og 2009. Þessi áhrif eru sterkari hjá konum en körlum. Alyktanir: Fækkun þeirra sem reykja og samdráttur í skilyrtri neyslu tóbaks skýrist hins vegar ekki með breytingum á vinnumarkaðsbreyt- um. Aðrir þættir í eftirspurnarfalli tóbaks sem breyttust í kreppunni vega þyngra. Þetta eru breytingar á raunverði sem hækkaði einkum á innfluttum vörum vegna gengislækktmar í kjölfar efnahagshrunsins. E 60 Verkir og verkjameðferð á Landspítala Sigríður Zoega'-, Sandra Ward3, Gísli Sigurðsson1-, Herdís Sveinsdóttir'-2, Thor Aspelund2, Sigríður Gunnarsdóttir1'2 ‘Landspítala, 2Háskóla íslands, ■'University of Wisconsin, Madison szoega@landspitali.is Inngangur: Verkir eru algengir á sjúkrahúsum og valda sjúklingum óþarfa þjáningu og auka álag og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Leiðbeiningar um verkjameðferð mæla með reglulegu verkjamati og að nota fjölþætta (multimodal) nálgun í verkjameðferð. Tilgangur rann- sóknarinnar var að skoða faraldsfræði og meðferð verkja á Landspítala. Efniviður og aðferðir: Lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur voru sjúklingar á legudeildum skurð- og lyflækningasviða Landspítala, 18 ára og eldri, sem legið höfðu á deildinni í að minnsta kosti sólarhring og voru ekki óáttaðir eða of veikir til að svara. Gögnum var safnað úr sjúkraskrám og Therapy-lyfjakerfinu en spurningalisti bandaríska verkjafræðafélagsins, sem metur verki og gæði verkjameðferðar, var lagður fyrir sjúklinga. Spurt var um verki síðastliðinn sólarhring. Niðurstöður: Þátttakendur (N=368) voru á aldrinum 18-100 ára. Meðalaldur var 67,6 ár (sf=17,4) og kynjahlutföll voru jöfn. Svarhlutfall var 77%. Tíðni verkja var 80,4% og 33,0% höfðu upplifað mikla verki síðastliðinn sólarhring. Meirihluti (67,6%) þátttakenda fékk verkjalyf síðastliðinn sólarhring og 34,4% sögðust hafa notað aðrar aðferðir en lyf til að meðhöndla verkina, oftast athyglisdreifingu (38,7%). Staðlað verkjamat var framkvæmt hjá 11,5% sjúklinga og samkvæmt verkja- meðferðarvísi (ávísuð verkjalyf - styrkur verstu verkja) fengu 37,2% þáttakenda ófullnægjandi meðferð. Alyktanir: Verkir eru algengir á Landspítala og vísbendingar eru um að verkir séu ekki meðhöndlaðir í samræmi við leiðbeiningar um verkja- meðferð. Gera þarf úrbætur til að bæta verkjameðferð á Landspítala. E 61 Hlutverk miR200-141 í bandvefsumbreytingu stofnfrumna í brjóstkirtli Bylgja Hilmarsdóttir1-, Valgarður Sigurðsson1'2, Jón Þór Bergþórsson'-2, Sigríður Rut Franzdóttir'-2, Þórarinn Guðjónsson'-2, Magnús Karl Magnússon1-2-3 'Rannsóknastofu í stofnfrumufræðum, Lífvísindasetri HÍ, 'rannsóknastofu í blóðmeinafræði, Landspítala, 'rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði HÍ bh1@hi.is Inngangur: miRNA eru einþátta RNA-sameindir sem stjóma tján- ingu próteina eftir umritun. miRNA geta ýmist verið æxlishvatandi eða æxlishamlandi og er tjáning þeirra oft riðluð í krabbameinum. miRNA-200-fjölskyldan viðheldur eðlilegri þekju og hamlar ífarandi æxlisvexti og meinvörpun með því að þagga niður lykilprótein í bandvefsumbreytingu krabbameinsfrumna (EMT; þekjufmmur taka upp svipgerð bandvefsfrumna).Við höfum sýnt fram á að æðaþel hvetur EMT-ferlið í D492 brjóstastofnfrumulínu í þrívíðri rækt og þannig búið til undirfrumulínu með bandvefssvipgerð, D492M. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða meþýleringarmunstur á stýrilsvæðum miR200-fjölskyldunnar fyrir og eftir EMT í D492 og D492M og einnig áhrif miR200c-141 yfirtjáningar í D492 og D492M. Efniviður og aðferðir: Tjáning um 500 miRNA var skoðað með örflögugreiningu í D492 og D492M. Einnig var framkvæmt qRT-PCR og bisúlfíð-raðgreining. D492 og D492M voru sýktar með miR200c-141 yfirtjáandi vektor og áhrif þess skoðuð með westemblettun, þrívíðri rækt, frumuskriðsprófi og mótefnalitun. Niðurstöður: Tjáning miR200 fjölskyldunnar er minni í D492M en frumum fyrir bandvefsumbreytingu. Stýrilsvæði miR200c-141 og miR205 voru meþýleruð í D492M sem gæti útskýrt minnkaða tjáningu. miR200c-141 yfirtjáning í D492M frumum olli minnkaðri tjáningu ein- kennispróteina EMT og aukinni tjáningu þekjuvefspróteina. Þrívíð ræktun og mótefnalitanir gáfu til kynna að frumur hafi tapað stofn- frumueiginleikum. Alyktanir: Niðurstöður okkar sýna minnkaða tjáningu miR200 fjöl- skyldunnar í EMT-brjóstastofnfrumum, hugsanlega vegna meþýler- ingar á stýrilsvæðum hennar. Sýking D492M með miR200c yfirtjáandi vektor sneri við EMT svipgerð og gaf frumum þekjuvefssvipgerð, án stofnfrumueiginleika. E 62 Þríþætt net umritunarþátta stjórnar sérhæfingu n í músum Erna Magnúsdóttir'2, Sabine Dietmann3, Fuchou Tang1-2, Ufuk Gunesdogan1-2, Siqin Bao'-2, Evangelia Diamanti1, Matthew Trotter5, Kaiqin Lao6, Bertie Gottgens1, M. Azim Surani1-2 ‘Wellcome Trust/Cancer Research, University of Cambridge, 2Dpt of Physiology, Development and Neuroscience, University of Cambridge, 3Wellcome Trust Center for Stem Cell Research, University of Cambridge, 4Cambridge Institute for Med Research, 5Anne McLaren Lab for Regenerative Med, University of Cambridge, ^Gen Systems, Appl Biosystems, Foster City erna@hi.is Inngangur: Frjófrumur eru hinn sívarandi hlekkur á milli kynslóða lífvera. I stofnfrjófrumum, forverum sjálfra frjófrumnanna, eru mörk á erfðaefni endurstillt með tilliti til kyns fóstursins og erfðaefni líf- veru berst því næst til afkvæma með frjófrumum við frjóvgun. Umritunarþættimir Blimpl, AP2y og Prdml4 em allir nauðsynlegir fyrir rétta sérhæfingu frjóstofnfrumna í músum en ekki hefur verið ná- kvæmlega ljóst hversu mikið þessir þætti vinna saman og hver sam- eiginleg og sérhæfð hlutverk þeirra eru. Efniviður og aðferðir: Við notuðum litnismótefnafellingu af yfirtjáðu Blimpl og AP2y í frumulínunni P19EC, sem líkist mjög kímþekju- fmmum og raðgreindum útfellt DNA. Við könnuðum genatjáningu í P19EC frumum við yfirtjáningu á Blimpl, Prdml4 og AP2y. Við skoð- uðum einnig genatjáningarprófíl stakra frjóstofnfrumna með RNA- raðgreiningu. Lífupplýsingatæknilegar aðferðir voru því næst notaðar til þess að kortleggja net genastjórnunar í frjóstofnfrumum með tilliti til umritunarþáttanna þriggja. Niðurstöður: Bæling líkamsfmmusérhæfingargena er flóknari en áður var talið í frjóstofnfurmum, þar sem Blimpl, Prdml4 og AP2y koma allir við sögu. Við sýndum að Blimpl binst víðtækt við stjórngen líkams- fmmusérhæfingar, ásamt því að bindast og vekja tjáningu á AP2y sem síðan vinnur með Blimpl við bælingu á frumusérhæfingargenum. Prdml4 bindiset skarast einnig við AP2y, bæði á stjómgenum líkams- frumusérhæfingar svo og á efliröðum fjölgæfniþáttarins Oct4. Jafnframt stuðla þættirnir þrír allir að breytingu á prófíl tjáðra litnis- og DNA- metýlunarensíma og boðefnakeðjugena. Ályktanir: Við ályktum því að þetta þríhliða netkerfi sé nægjanlegt til þess að koma af stað lykileiginleikum frjóstofnfrumna, þar með talið LÆKNAblaðið 2013/99 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.