Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 31

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 31
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 E 66 Rannsókn varðveislu og kirnabreytileika í bindisetum umritunarþátta Arnar Pálsson, Dagmar Ýr Amardóttir Líf- og umhverfisvísindastofnun HÍ apalsson@hi.is Inngangur: Stjórnraðir gena innihalda mörg bindiset fyrir umritunar- þætti. Prótín þessi eru ýmist almenn eða vefjasérhæfð og hafa jákvæð og/eða neikvæð áhrif á umritun. Bindisetum umritunarþátta er oft lýst með kenniröð en nákvæmara er að nota fylki af vogtölum fyrir hvem basa innan setsins (svokallað position weight matrix). Samanburður á erfðamengjum tegunda sýnir varðveislu bindiseta í þróun. Efniviður og aðferðir: í snemmþroskun ávaxtaflugunnar (Drosophila melanogaster) starfa margir umritunarþættir sem stjórna myndun öxla, frumlaga og vefjaforvera. Stjórnraðir even-skipped (eve) gensins hafa verið krufnar með aðferðum sameindaerfðafræði og lífefnafræði, og efliraðir og bindiset viðeigandi stjómþátta innan þeirra skilgreind. Niðurstöður: Við fundum í náttúrulegum stofnum ávaxtaflugna tvær stökkbreytingar innan tiltekinnar stjórnraðar eve gensins, sem báðar fella út varðveitt bindiset fyrir hunchback umritunarþáttinn. Slíkar úrfeliingar em ákaflega fátíðar. Við leituðumst við að skilgreina áhrif þessara úrfellinga á hæfni, þroskunartíma og genatjáningu. Við veltum einnig upp þeirri tilgátu að breytingar þessar úrfellingar séu afleiðing breytinga á virkni hunchback í ávaxtaflugunni (ef til vill aukningar í magni hunchback). Slíkt gæti hafa dregið úr styrk hreinsandi vals á hunchback bindisetum, sem gæti útskýrt úrfellingamar í stjómröðum eve gensins. Við könnuðum hvort áþekkar stökkbreytingar finnast í öðmm markgenum hunchback. Alyktanir: Búist var við fleiri stökkbreytingum í hunchback setum en bindisetum fyrir aðra skylda þætti (til dæmis snail og kruppel). Síðan könnuðum við hvort breytingar hafi orðið á prótínafurð eða mikil- vægum stjórnröðum hunchback. í þriðja lagi munum við kanna hvort samspil sé á milli kimabreytileika í eve og hunchback. E 67 Rannsókn á tengslaójafnvægi og stofngerð með PAS-aðferð Daníel Óskarsson, Marcos Antezana, Amar Pálsson Líf- og umhverfisvísindastofnun HÍ daniel 72@gmail. com Inngangur: Mendelskir sjúkdómar hafa reynst mikilvægir við að skilja lykilatriði mannerfðafræði. Þeir eru samt einungis lítið hlutfall erfða- sjúkdóma. Flestir slíki sjúkdómar em tilkomnir vegna áhrifa margra gena. Orsakir fjölgenasjúkdóma em margvíslegar, til dæmis ólíkar stökkbreytingar eru í sömu genum, áhrif genanna velta á sýnd, um- hverfi, tilviljun eða samspili við aðra erfðaþætti. Þrátt fyrir miklar framfarir í mannerfðafræði á síðustu fimm árum, hafa fylgnigreiningar á erfðamenginu (genome wide association stndies) ekki afhjúpað nema hluta þeirra erfðaþátta sem liggja til gmndvallar algengra sjúkdóma. Þetta týnda arfgengi (missing heritability) getur átt sér margar skýringar, þar á meðal samspil gena (epistasis). Samspil eða samvirkni gena er við- fangsefni rannsóknar okkar. Algengast er að kanna slíkt samspil með G-prófum milli tveggja breytilegra seta (erfðamarka), en slíkt verður reiknilega kostnaðarsamt ef fjöldi seta fer iangt yfir milljón. Eðlilega er reikniþörfin einnig gríðarleg ef samspil þriggja eða fleiri seta eru könnuð í erfðamengjagögnum. Þessar reiknilegu hömlur (combinatorinl explosion) hafa sett skorður rannsóknum á samspili gena í erfðamenginu Efniviður og aðferðir: Við höfum þróað nýja leið til að kanna samspil, sem vex línulega með fjölda seta en í veldisvexti með fjölda einstaklinga (sjúklinga/viðmiða). Niðurstöður: Kosturinn er að aðferðin getur greint samhliða tveggja, þriggja og fjögurra seta samspil. Við leggjum áherslu á að aðferðin gæti virkað best sem skimun fyrir setum, sem mögulega taka þátt í samspili, og að mikilvægt sé að staðfesta slík tengsl í öðru þýði. Alyktanir: Aðferðin getur metið LD í venjulegum stofnerfðafræðilegum gögnum, og vísbendingar eru um að hún geti einnig metið blöndun stofna og skyldleika í þýði. E 68 Metýlering á Alu-röðum og stýrli MLH1-gens í ristil- og magakrabbameinum Cong Liu', Xiyn Wang', Dong Liu', Sigurður Ingvarsson/ Huiping Chen' 'Dpt of Medical Genetics, Tongji Medical College, Huazhong University of Science and Techno- logy, Wuhan, Hubei, Kína, miraunastöð HÍw2q3 í meinafræði að Keldum og læknadeild HÍ Inngangur: Alu-endurteknar raðir í erfðamenginu eru yfirmetýler- aðar í eðlilegum frumum. Þær eru taldar vera miðstöðvar metýleringar. Vísbendingar eru um að metýlering geti dreifst frá slíkum miðstöðvum yfir á stýrilröð gena, einkum í æxlisfrumum. Afurð MLHl-gens gegnir lykilhlutverki í mispörunarviðgerðum og viðheldur þar með stöðug- leika erfðamengisins. Metýlering á stýrilröð MLHl er algeng í ákveðn- um æxlisgerðum og veldur lækkaðri tjáningu á geninu. Fyrri rannsóknir okkar bentu til að metýlering Alu-raða í fyrstu innröð MLHl-gens gæti borist yfir á MLHl stýril í ristilkrabbameinsfrumulínunum RKO og SW48. Markmið núverandi rannsóknar er að varpa ljósi á hvort metý- lering á fjórum Alu-röðum innan MLHl-gensins eigi þátt í metýleringu á stýrli sama gens í æxlum. Efniviður og aðferðir: Notuð var bisulfiteraðgreining til að greina CpG- raðir á 5'-enda MLHl-gens í 188 ristilæxlum og 27 magaæxlum. Eðlileg þarmaslímhúð og blóðfrumur voru notuð sem viðmið. Tjáning Mlhl var greind með ónæmislitun og stökkbreytingagreining var framkvæmd með hefðbundinni DNA-raðgreiningu. Niðurstöður: Kortlagning fékkst á mynstri metýleringar Alu-raða í 5'-enda MLHl í æxlum, eðlilegri þarmaslxmhúð og blóðfrumum. Undirmetýlering á Alu-röðum, einkum tveimur þeirra og yfirmetýler- ing á stýrli og á svæðum milli stýrils og Alu-raða greindist í sjö æxlum, fjórum ristilæxlum og þremur magaæxlum. í öllum sjö æxlum greindist minnkuð tjáning Mlhl. f tveimur æxlum greindist stökkbreyting í stöðu +681 í innröð 1. Ályktanir: Metýlering Alu-raða í fyrstu irmröð MLHl-gens getur borist yfir á MLHl stýril í ristil- og magakrabbameinum. Afleiðingin er minnkuð tjáning gensins. Mismunandi DNA afbrigði í innröð 1 gætu haft áhrif á tilfærslu metýl-hópa. E 69 Áhættuarfgerð rs3803662 og mRNA magn nærliggjandi gena TOX3 og LOC643714 spá fyrir um slæmar horfur brjóstakrabba- meinssjúklinga Rósa Björk Barkardóttir1-, Eydís Þórunn Guðmundsdóttir1, Aðalgeir Arasonu, Haukur Gunnarssonu, Laufey Þóra Ámundadóttir1, Bjami Agnar Agnarsson2-5, Óskar Þór Jóhannsson2'1, Inga Reynisdóttir' ‘Sameindameinafræði- og frumulíffræðieiningu rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, 'læknadeiid HÍ, 'Actavis, 'National Cancer Institute, National Institute of Health BNA, 5rann- sóknastofu í meinafræði og 6krabbameinslækningadeild Landspítala ingar@tandspitaii.is Inngangur: Fágætari samsæta erfðabreytileikans rs3803662 hefur verið tengd við aukna áhættu á brjóstakrabbameini og einnig við lægri LÆKNAblaðið 2013/99 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.