Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Síða 33
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 ferð með terbmaffni. Einnig var framkvæmd in vitro rannsókn á áhrifum lyfsins á frumur úr krabbameinsfrumulínunni PC-3 í rækt. Niðurstöður: Eftir að vera nýhættur í efnameðferð gegn blöðruháls- kirtilskrabbameini fékk sjúklingur 1 terbínafín vegna sveppasýkingar í nögl. Þrátt fyrir að efnameðferð væri lokið dróg áfram úr sjúkdómsein- kennum þvert á það sem búast mætti við. Þegar sjúklingurinn hætti inn- töku á terbínafíni versnaði ástand hans mikið. Sjúklingur 2 sýndi ekki svörun eftir þriggja mánaða meðferð með terbínafíni. In vitro rannsóknin sýndi að terbínafín hefur frumudrepandi áhrif á krabbameinsfrumur úr blöðruhálskirtli en þó ekki í þeim styrkjum sem vanalega finnast í blóði. Alyktanir: Líklegt þykir að terbínafín hafi verði grundvöllur sjúkdóms- svörunar sjúklings 1 þar sem að hann hafði talsvert skerta nýrnastarf- semi og því líklegt að styrkur lyfsins hafi verði umtalsvert hærri í sermi hans miðað við það sem vanalega finnst. Þetta kemur heim og saman við það að sjúklingur 2, sem sýndi ekki merki um skerta starfsemi nýra, hafi ekki sýnt svörun og in vitro rannsókn sýndi einmitt fram á að styrkur terbínafíns þurfi að vera talsvert hærri en það sem eðlilegt er, ef krabba- meinsbælandi áhrif eiga að koma fram. Nauðsynlegt er að framkvæma frekari rannsóknir ef sanna á að terbínafín hafi í raun þessa virkni. E 73 Áhrif fléttuefnis á fituefnaskipti og mikilvæg vatarboð í brjóstakrabbameinsfrumum. Möguleg samvirkni við krabbameinslyf Margrét Bessadóttir', Edda Á. Skúladóttir, Sharon Gowan3, Susanne Eccles3, Sesselja Ómarsdóttir2, Helga M. Ögmundsdóttir1 'Rannsóknastofu í krabbameinsfræðum, læknadcild HÍ, 'iyfjafræðideild HÍ, 3Institute of Cancer Research Sutton, Bretlandi mab24@hi.is Inngangur: Fléttuefnið prótólichesterín sýra (PA) hefur fjölgunar- hemjandi áhrif á ýmsar gerðir krabbameinsfrumna en lítil áhrif á eðlilegar frumur. PA er sértækur hemill á 5-og 12 lípoxýgenasa sem eru oftjáðir í krabbameinum en hefur líklega víðtækari áhrif á fituefnaskipti. Markmið verkefnisins var að rannsaka hvort vaxtarhemjandi verkun fléttuefnisins prótólichesterinic sýru (PA) sé miðlað í gegnum hindrun á virkni fitusýru synthasa (FASN), hvort tengsl séu við mikilvæg vaxtar- boð og hvort samlegðaráhrif komi fram með þekktum lyfjum. Efniviður og aðferðir: Notaðar voru frumulínur úr brjósta-, heila- og eggjastokkakrabbameinum. Tjáning á vaxtarboðaviðtakanum HER2 og FASN var metin með mótefnalitun og áhrif á fósfórun með Western blot. Áhrif á ERK og AKT boðleiðir voru skoðuð með Meso scale discovery assay system sem hlutfall heildar/fosfóraðra próteina. Samlegðarárif voru metin í lifunarprófunum og greind með reiknilíkani. Upptaka á C14 acetati eftir PA meðhöndlun er metin í heild og í einangruðum líp- íðum með talningu í sindurteljara. Niðurstöður: Meðhöndlun með PAolli minnkaðri heildarupptöku á C14 acetati. Tjáning á FASN jókst eftir meðhöndlun með PA og leitast frumur líklega við að mynda meira FASN ef virkni þess er hindruð. HER2 tján- ing minnkaði sem samræmist fyrri rannsóknum sem benda til sambands FASN og HER2. PA hafði marktæk samlegðaráhrif við lapatinib í brjósta- krabbameinsfrumum sem oftjá HER2. Frumniðurstöður á eggjastokka- og heilaæxlisfrumulínum benda til að PA hindri ERK boðleiðina en hins vegar verði uppbótaraukning á AKT boðleiðina. Ályktanir: Mjög líklegt er að áhrif PA séu ekki sértæk fyrir tiltekna boðleið heldur miðlað gegnum almenn áhrif á fituefnaskipti og því háð því hvaða boðleiðir eru mest áberandi í hverri frumutegund. E 74 Efnaskipti og sjálfsát í krabbameinsæxlum Úlfur Thoroddsen1, Már Egilsson1, Helga Margrét Ögmundsdóttir1, Jón Gunnlaugur Jónasson1- ‘Læknadeild HÍ, 'Rannsóknastofu í meinafræöi pixpack@gmail.com Inngangur: Vaxandi athygli hefur undanfarið beinst að brengluðum orku- og efnaskiptum í krabbameinsfrumum. Ennfremur hafa komið fram áhugaverðar hugmyndir um þátt stoðvefs æxla að þessu leyti í meingerð krabbameina. Sjálfsát tengist sterklega efna- og orkuskiptum og ræsist við svelti og streituástand í frumum. Markmið rannsóknar- innar var að bera saman tjáningarmynstur nokkurra lykilpróteina í orkuskiptum og ræsingu sjálfsáts í krabbameinsæxlum. Efniviður og aðferðir: Fengin voru 15 brjósta- og 14 briskrabbameina- sýni frá Rannsóknastofu í meinafræði. Þau voru mótefnalituð fyrir p62 sem tengist flutningi frumuhluta í sjálfsátsbólur og er síðan brotið niður þar, AMPK sem nemur orkuástand frumunnar og LC3 sem er nauð- synlegt við myndun himnu sjálfsátsbóla. Sýnin voru metin af þremur aðilum með tilliti til styrks litunar og gefin stig frá 0-3. Niðurstöður: Sjálfsát, metið með tjáningu á LC3 jákvæðum deplum, sást í 33% brjósta- og 50% bris-krabbameina. Aukin tjáning AMPK sást í 60% brjósta- og 50% briskrabbameina og virðist því orkuþurrð einnig vera algeng í æxlum. Tjáning og styrkur AMPK og LC3 hélst í hendur í 20 af 29 sýnum og því virðist þriðjungur æxla virkja sjálfsát gegnum aðrar boðleiðir en orkuþurrð. Tjáning á p62 var almennt áberandi, en sýndi þó breytileika að því leyti að svæði með mikla LC3 tjáningu höfðu daufari tjáningu á p62. Til þess að kanna nánar ræsingu sjálfs- áts þegar það gerist ekki fyrir tilstilli AMPK er verið að skoða ástand stýripróteins frumuhrings p53 og afurð stökkbreytts Ras æxlisgens. Ályktanir: Sjálfsát virðist nokkuð algengt í brjósta- og briskrabbamein- um og hefur tengsl við orkuskort x gegnum AMPK boðleið en í þriðjungi tilvika voru boðleiðir aðrar. E 75 Súrefnismettun í sjónuæðum og þvermál æða í sjúklingum með retinitis pigmentosa l’ór Eysteinsson'2-3, Sveinn H. Harðarson23, Einar Stefánsson2-3 ‘Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 2augndeild Landspítala, Mæknadeild HÍ thoreys@hi.is Inngangur: Retinitis pigmentosa (sjónufreknur, RP) er arfgengur hrörn- rmarsjúkdómur þar sem ljósnemar og litþekja augans hröma. Ætla má að þá minnki súrefnisþörf í ytri sjónu. Súrefni berst til ytri sjónu frá æðu augans. Ekki er ljóst hvort breytt súrefnisþörf í sjónu endurspeglast í súrefnismettun í æðum irmri sjónu. Því vom áhrif hrömunar augnbotns í RP á súrefnisbúskap í innri sjónu metin. Efniviður og aðferðir: Súrefnismettunarmælirirm (Oxymap ehf.) er byggður ofan á augnbotnamyndavél. Tvær augnbotnamyndir eru teknar samtímis, við 570nm og 600nm. Súrefnismettun í æðum sjónu og þvermál æða var mælt í 10 sjúklingum með RP (meðalaldur 49 ár; 23-71 árs), og borið saman við heilbrigðan hóp, paraður eftir aldri og kyni. Sjúklingar voru með langt gengirm sjúkdóm og sjónsvið afmarkað af miðgróf. Mettunargildi vom leiðrétt fyrir þvermál æða. Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum sjónu var 91,7±3,7% (með- altal±staðalfrávik) í sjúklingum með RP, en 90,9±1,2% í heilbrigðum samanburðarhópi (p=0,65). Súrefnismettun í bláæðlingum sjónu var 58,0±6,2% í RP, en 53,4±4,8% hjá heilbrigðum (p= 0,017). Munur í súr- efnismettun slagæðlinga og bláæðlinga var 32,8±5,4% í RP sjúklingum en 36,1±4,2% í heilbrigðum (p=0,27). Þvermál slagæðlinga (í pixlum) var LÆKNAblaðið 2013/99 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.