Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 36

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Page 36
XVI VÍSINDARÁÐSTEFNA HÍ FYLGIRIT 73 E 82 Innleiðing fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. Hverju hefur hún skilað? Erla Kolbrún Svavarsdóttir'Anna Ólafía Sigurðardóttiru 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 2Landspítala eks@hi.is Inngangur: í alþjóða samfélaginu hafa stjómendur á heilbrigðisstofn- unum lagt sig fram um að stuðla að innleiðingu gagnreyndra starfs- hátta. Til að svo megi verða hér á landi hafa stjómendur í hjúkrun á Landspítala lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar fjölskylduhjúkrun á öll svið spítalans. Þessi ákvörðun um innleiðingu fjölskylduhjúkrunar var meðal annars tekin til að auka gæði hjúkrunarþjónustunnar og til að auka starfsánægju meðal hjúkrunarfræðinga. Efniviður og aðferðir: Hjúkrunarfræðingar í klínik á Landspítala, stjórn- endur í hjúkrun og forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar við HÍ og Landspítala, mynduðu að beiðni framkvæmdastjóra hjúkmnar á Landspítala, starfshóp um inrtleiðingu fjölskylduhjúkrunar á árunum 2007-2011. Hlutverk starfshópsins var að þróa kerfisbundna aðferð við að: A. Kanna viðhorf hjúkmnarfræðinga til fjölskylduhjúkrunar. B. Þróa kennsluefni og fæmibúðir þar sem öllum hjúkrunarfræðingum var boðið að frá fræðslu og þjálfun í að beita hugmyndafræði Calgary fjöl- skylduhjúkrunarfræðinnar. C. Gerð var úttekt á skráningu fjölskyldu- hjúkrunar yfir þau fjögur ár sem innleiðingin stóð yfir. Niðurstöður: I erindinu verður gerð grein fyrir þeim aðferðum sem not- aðar voru við innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á Landspítala. Auk þess verður greint frá: A. Viðhorfum tæplega 800 hjúkmnarfræðinga af öllum sviðum spítalans til þess að veita fjölskylduhjúkrun til skjólstæðinga sinna. B. Þjálfun rúmlega 900 hjúkrunarfræðinga á Landspítala í að beita aðferðum fjölskylduhjúkrunar í klínísku starfi. C. Greint verður frá árangir af skráningu fjölskylduhjúkrunar yfir fjögurra ára tímabil. Alyktanir: Hagnýting niðurstaðnanna fyrir stefnu hjúkmnar á Landspítala og á klínískum vettvangi eru ræddar auk þess sem tillögur að framtíðarrannsóknum verða kynntar. E 83 Notkun þvagleggja og þvagfærasýkingar þeim tengdar á Landspítala Hildur Einarsdóttir1, Katrín Blöndal2-1, Brynja Ingadóttiri3, Ingunn Steingrímsdóttir4, Sigrún R. Steindórsdóttir2, Dóróthea Bergs14, Guðbjörg Guðmundsdóttir1, Elín J.G. Hafsteinsdóttir5 'Lyflækningasviði og 2skurðlækningasviði Landspítala, 3Háskóla fslands, 4sýkingavarnadeild og 3gæðadoild Landspítala hildurei@landspitali.is Inngangur: Um 40% spítalasýkinga eru þvagfærasýkingar. Rekja má 80% þeirra til inniliggjandi þvagleggja. Sýkingarhættan eykst um 5% með hverjum degi sem leggur er inniliggjandi. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna notkun þvagleggja á Landspítala og tíðni þvagfærasýkinga þeim tengdum. Efniviður og aðferðir: Afturvirk og lýsandi rannsókn sem náði til 17 bráðalegudeilda Landspítala; skurðlækninga-, lyflækninga- og kvenna- deildar kvenna- og bamasviðs. Úrtakið vom allir sjúklingar sem fengu þvaglegg og útskrifuöust án þvagleggs. Gögnum var safnað fyrir (Tl) og eftir (T2) íhlutun sem var fræðsla til fagfólks. Daglega var safnað gögnum úr sjúkraskrá um inniliggjandi þvaglegg og ábendingar fyrir ísetningu, hvort ástæða var fyrir notkun þvagleggs og hvort sýkingar- einkenni væru skráð. Niðurstöður: Á T1 lögðust 1.108 sjúklingar inn á þátttökudeildir og fékk 251 (22,6%) þvaglegg. Á T2 lögðust 1.133 sjúklingar inn og 262 (23,1%) fengu þvaglegg. Meðalfjöldi þvagleggsdaga var 4,1 dagur á T1 en 3,6 á T2. Ábending fyrir ísetningu þvagleggs var skráð hjá fleiri sjúklingum á T2 en Tl, en fjölgunin var tölfræðilega ómarktæk (p=0,162). Hlutfall þvagleggsdaga af legudögum lækkaði marktækt milli tímabila: úr 39,4% í 37,0% (p=0,042). Þvagfærasýkingum með einkennum fækkaði úr sex á Tl, í fjögur á T2 en munurinn var ómarktækur (p=0,288). Skráning um notkun leggja og sýkingareinkenni var víða ófullnægjandi. Ályktanir: Hlutfall þvagleggsdaga af heildarfjölda legudaga á Landspítala er hærra en erlendis en sýkingartíðni virðist svipuð. fhlutun í formi fræðslu fækkaði hlutfalli þvagleggsdaga af legudögum en ekki sýkingum. Tíminn sem þvagleggur er til staðar er mikilvægasti áhættu- þátturinn fyrir þróun sýkingar. Fækka þarf þvagleggsdögum og bæta skráningu tengdri notkun þvagleggja. E 84 Ávinningur af hjúkrunarmeðferð fyrir foreldra barna og ung- linga með astma Anna Ólafía Sigurðardóttir12, Erla Kolbrún Svavarsdóttir11, Mary Kay Rayens3, Sarah Adkins' 'Kvenna- og barnasviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild HÍ, 3University of Kentucky, College of Nursing and College of Public Health, Lexington, BNA, 4Eastem Kentucky University, Richmond, College of justice & Safety, BNA annaosig@landspitali.is Inngangur: Síðastliðin ár hefur verið lögð áhersla á innleiðingu nýrrar gagnreyndrar þekkingar í heilbrigðiskerfinu. Þó rannsóknum á fjöl- skyldum barna og unglinga með astma hafi fjölgað er lítið vitað um ávinning af stuðningsmeðferðum við þessar fjölskyldur . Tilgangur þessarar meðferðarrannsóknar er að kanna ávinning af tveimur með- ferðarsamræðum við foreldra barna og unglinga með astma á upplifað- an stuðning og lífsgæði barnanna. Ransóknin er hluti af stærri rannsókn sem var framkvæmd í tengslum við innleiðingu fjölskylduhjúkrunar á allar klínískar deildir Landspítala. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á Calgary fjölskylduhug- myndafræðinni. Gögnum var safnað frá þrjátíu og einni fjölskyldu, sem var skipt í annað hvort tilraunahóp eða samanburðarhóp. Tilraunahópnum var boðin meðferð í formi tveggja meðferðarsamræðna / stuðningsviðtala við hjúkrunarfræðing en samanburðarhópurinn fékk hefðbundna hjúkrunarmeðferð Barnaspítala Hringsins. Gögnum var safnað á tímabilinu maí til september 2009. Niðurstöður: Meginniðurstöður leiddu í ljós að mæður upplifðu mark- tækt meiri fjölskyldustuðning, tilfinningalegan stuðning og hugrænan stuðning en mæður í samanburðarhópnum. Ekki mældist þessi munur hjá feðrum. Einnig upplifðu börnin og unglingamir marktækt minni vandamál er tengjast astmameðferðinni eftir að foreldrar höfðu fengið markvissan stuðning/hjúkrunarmeðferð samanborið við börn foreldra í samanburðarhópi, það er börnin mátu lífsgæði sín marktækt betri. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru áhugaverðar og styðja ávinninginn í að bjóða upp á markvissar meðferðarsamræður við fjöl- skyldur bama með astma á Bamaspítala Hringsins. Hagnýting þessara niðurstaðna á klínískum vettvangi verða ræddar og tillögur að fram- tíðarrannsóknum verða kynntar. E 85 Langvinn lungnateppa. Áhrif sjúkdóms á einstaklinga og fjöl- skyldur þeirra. Þversniðsrannsókn Baldvina Ýr Halsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Þorbjörg S. Ingadóttir Dvalarhcimilinu Ási, Háskóla íslands, Landspítala baldvina@dvalaras. is 36 LÆKNAblaðifl 2013/99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.