Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Side 39
XVI VISINDARAÐSTEFNA H I FYLGIRIT 73 ingar fangar breytíngar á endurinnlagnartíðni einstakra sérgreina og varpar sýn á þær breytingar. Tíðni endurinnlagna 2011/2012 var 15,4%- Endurinnlagnir kvenna/karla voru 18,9%/14,1% og hlutfall kvenna/karla var 60,3/39,7%. Endurinnlagnir voru algengastar hjá 40-49 ára (21,5%), fráskildum (29,6%) og höfuðborgarbúum (21,0%). Spá má fyrir um líkur sjúklinga á endurinnlögnum. Ef sjúklingar eru ekki hjúkrunarþyngdarflokkaðir (OR=2,432; p=0,001), eru fráskildir (OR=l,934; p=0,047) og búa á höfuðborgarsvæðinu (OR=l,852; p=0,024) eru líkur þeirra á endurinnlögn 41,3% samanborið við 7,5% ef sjúklingur er hjúkrunarþyngdarflokkaður á útskriftardegi, ekki fráskilinn og búsettur úti á landi. Ályktanir: Tölfræðileg gæðastýring er hentugt verkfæri tíl að vakta gæði í heilbrigðisþjónustu og greina vandamál, en lagar þau ekki. Greind voru ýmis einkenni og áhættuþættir endurinnlagðra sjúklinga. Samhljómur er með sumum rannsóknum á endurinnlögnum en frá- brugðinn öðrum. E 92 Tengsl afnáms afgreiðsluhámarks á þunglyndislyf og notk- unarmynsturs þeirra Guörún Þengilsdóttir1-, Helga Garðarsdóttir3,4, Anna B. Almarsdóttiru, Chris B. McClure5-6, Eibert R. Heerdink33 'Lyfjafræðideild HÍ, JRannsóknastofnun um lyfjamál Hl, 3Div Pharmacoepidemiol & Clin Pharmacol, Dpt Pharmaceutical Sciences, Utrecht Institute for Pharmaceutical Sciences, Utrecht University, 4Dpt Clin Pharmacy, University Med Center Utrecht, 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 'College of Public Heaith & Human Sciences, Oregon State University, BNA gth2@hi.is Inngangur: Þann 1.3.2009 var afnumin sú regla að einungis mættí afgreiða eins mánaðar skammt af sérhæfðum serótónín endurupp- tökuhemlum (SSRI). Markmið rannsóknarinnar var að meta áhrif breytingarinnar á nýgengi og tíðni þess að leysa einungis út eirtn lyfseðil meðal nýrra notenda þunglyndislyfja. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar voru sóttar í lyfjagagnagrunn Landlæknisembættísins um alla 18-69 ára einstaklinga sem hófu með- ferð á þunglyndislyfjum frá 1.3.2006 tíl 28.2.2010. Rannsóknarþýðinu var skipt í fjögur 12 mánaða tímabil, þrjú samanburðartímabil (2006, 2007 og 2008) og eitt íhlutunartímabil (2009). Nýgengitíðni (fyrir 1.000) eftír aldri, kyni og tegund þunglyndislyfja var mæld og borin saman með nýgengistíðnihlutföll (incidence rate ratíos, IRR) með 95% ör- yggisbilum. Prósentuhlutfall nýrra notenda sem leystu einungis út einn lyfseðil var mælt í hverju tímabili eftír aldri, kyni og tegund þunglyndis- lyfja og fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til að meta odds ratíos (OR) fyrir að leysa einungis út einn lyfseðil. Niðurstöður: Heildamýgengistíðni lækkaði úr 33,10 í 28,71 á 1.000 (IRR 0,87; 0,78-0,79) milli 2006 og 2009 en nýgengistíðni SSRI breyttíst ekki. Nýgengistíðni þess að afgreiða þriggja mánaða skammt jókst úr 5,49 í 13,82 á 1.000 frá 2006-2009 (IRR 2,05; 1,87-2,24). Heildarhlutfall þeirra sem leystu einungis út einn lyfseðil jókst úr 33,3% í 36,2% (OR 1,13; 1,02- 1,25) frá 2006-2009, en úr 30,0% í 34,1% (OR 1,19; 1,06-1,33) fyrir SSRI á sama tímabili. Ályktanir: Breyting á greiðsluþátttöku virðist ekki hafa haft áhrif á nýgengistíðni. Hins vegar hækkaði hlutfall þeirra sem leystu einungis út einn lyfseðil, sem gæti leitt tíl aukinnar lyfjasóunar. Skynsamlegra væri út frá klínísku sjónarhomi að hefja meðferð á þunglyndislyfjum á minni skammti, sem gefur kost á tíðari eftirfylgni. E 93 Hagfræðilegt mat á nálaskiptiþjónustu sem forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á íslandi Elías Sæbjöm Eyþórsson1, Magnús Gottfreðssonu, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir3 ‘Læknadeiid HÍ, !smitsjúkdómadeild Landspítala, 3hagfræðideild HÍ esel0@>hi.is Inngangur: Frá árinu 2007 hefur fjöldi HlV-smita aukist meðal sprautu- fíkla á íslandi og síðastliðin tvö ár hafa þeir verið tæplega helmingur allra nýgreindra. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort nála- skiptiþjónusta væri kostnaðarhagkvæm sem forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á íslandi. Efniviður og aðferðir: Kostnaðarnytjagreining var gerð út frá samfélags- legu sjónarhomi. Verðlagsár greiningarinnar er 2011 og við núvirðingu var miðað við 3% afvöxtunarstuðul. Borið var saman 10 ára tímabil (2011-2020) með og án nálaskiptíþjónustu. Kostnaðamytjahlutfallið var reiknað út frá kostnaði á hvert lífsgæðavegið lífár. Næmisgreining var gerð á öllum helstu forsendum. Niðurstöður: Kostnaður samfélagsins vegna HlV-smita meðal sprautu- fíkla á tímabilinu 2011-2020 var metínn vera 1.062.608.598 kr. án nálaskiptíþjónustu en 1.087.080.804 kr. með nálaskiptiþjónustu. Umframkostnaður vegna nálaskiptiþjónustu var því 24.472.207 kr. Með nálaskiptiþjónustu var hægt að koma í veg fyrir 4,53 HlV-smit og bjarga 7,39 lífsgæðavegnum lífárum á tímabilinu. Kostnaður vegna hvers aukalegs lífsgæðavegins lífárs var 3.313.572 kr. Ályktanir: Samkvæmt viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er aðgerð kostnaðarhagkvæm ef hún skilar einu lffsgæðavegnu lífári undir þrefaldri vergri landsframleiðslu á einstakling. Árið 2011 var þreföld verg landsframleiðsla á íslandi 15.329.757 kr. Næmisgreining á helstu forsendum skilaði kostnaði innan þessara marka. Niðurstöður rann- sóknarinnar benda því til þess að nálaskiptiþjónusta sé kostnaðarhag- kvæm forvörn gegn útbreiðslu HlV-meðal sprautufíkla á íslandi. E 94 Notagildi heilsufarstengds sjálfsmats í endurhæfingu fólks með langvinna verki Kristín Þórarinsdóttir1-, Kristín Bjömsdóttir1, Jón Haukur Ingimundarson34 'Hjúkrunarfræðideild HÍ, 3heilbrigðisvísindasviði HA, 3féiagsvísindadeild HA, 'Stofnun Vil- hjáims Stefánssonar khstin@unak.is Inngangur: Heilsufarstengda sjálfsmatíð er starfsaðferð sem þróuð var af doktorsnemandanum og byggt á gagnreyndri þekkingu. Matið er notað innan þriggja heilbrigðisstofnana á Islandi. Efniviður og aðferðir: Meginmarkmið rannsóknarinnar eru að þróa þekkingu um hvemig notkun heilsufarstengds sjálfsmats mótar þátttöku sjúklinga með langvinna verki í endurhæfingu og hjálpar þeim til að öðlast vellíðan og takast á við erfiðleika í daglegu lífi. Rannsóknin var byggð á hugmyndafræði notendamiðaðrar nálgunar (person/client/user/patient-centred care) og kenninga um eðli umönnunar (logic of care) sem endurspeglast í starfsháttum fagstétta. Rannsóknaraðferðin er etnógrafísk þar sem rannsakandi fylgdist með því hvemig sjálfsmatíð var notað í daglegu starfi. Rannsakandi dvaldi með þátttakendum í aðstæðum daglegs lífs, tók óformgerð og hálf- formgerð viðtöl (alls 62) og skoðaði venjur, gildismat og siði á vinnu- staðnum. Þátttakendur voru 14 sjúklingar með langvinna verki, tveir læknar, fimm hjúkrunarfræðingar, fimm sjúkraliðar, tveir iðjuþjálfar, þrír sjúkraþjálfar og einn félagsráðgjafi. Gagnasöfnun stóð yfir í 18 mán- uði, með fjómm eins mánaðar hléum. Niðurstöður: Fjölmargir þættir í endurhæfingunni endurspegluðu LÆKNAblaðið 2013/99 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.