Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 45

Læknablaðið : fylgirit - 01.01.2013, Qupperneq 45
XVI VISINDARAÐSTEFNA Hl FYLGIRIT 73 HADS-S mælitækinu var mikil á þunglyndi, d=0,8 en lítil á kvíða, d=0,3. Alyktanir: Niðurstöðurnar sýndu áhrifastærðir sem gefa vísbendingu um að inngripið geti nýst við þróun meðferðar í klfnísku starfi og til framtíðarrannsókna með stærra úrtaki. E 111 Sálræn líðan í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajöklí Ama Hauksdóttir1, Hanne Krage Carlsen1, Unnur Valdimarsdóttir', Guðrún Pétursdóttir2 'Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, 2Stofnun Sæmundar fróða HÍ arnah@hi.is Inngangur: Að upplifa eldgos í návígi getur haft langvarandi áhrif á heilsu manna. Þekking á þessu sviði takmörkuð, sérstaklega á áhrifum á sálræna líðan, þar sem eldgos verða sjaldan í löndum með sterka inn- viði sem geta staðið að ítarlegum rannsóknum. I kjölf ar eldgossins í Eyjafjallajökli vorið 2010 voru rannsökuð áhrif þess á andlega heilsu og þau greind eftir búsetu, bakgrunni og upplifun einstaklinganna. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tók til 1615 ibúa á Suðurlandi og 697 Skagafirðinga (samanburðarhópur) sem svöruðu spurningalista á pappír eða rafrænt haustið 2010. Spurningalistinn innihélt ýmsar mæl- ingar á sálrænni líðan auk spurninga um líkamleg einkenni og sérstakra spurninga um upplifun á eldgosinu. Niðurstöður: Svör bárust frá 71% eldgosahópsins og 73% samanburðar- hópsins. Þeim sem upplifað höfðu eldgosið reyndist hættara við andlegri vanlíðan (OR 1,3; CI 1,0-1,7) en hvorki svefnleysi (OR 0,8; CI 0,6-1,0) né inntöku svefn- eða geðlyfja (OR 0,8; CI 0,6-1,1). Þegar eldgosahópurinn var skoðaðar sérstaklega með tilliti til búsetu, kom í ljós að þeir sem næst bjuggu voru líklegri til að eiga við svefnvandamál að stríða (OR 2,8; CI 1,3-,9) og taka inn geð- eða svefnlyf (OR 2,8; CI 1,3-6,3), borið saman við þá sem fjær bjuggu. Niðurstöður sýndu einnig að um helmingur hafði sótt íbúafundi til upplýsinga og stuðnings og 62% þóttu afleiðingar eldgossins ekki eins neikvæðar og við var að búast. Ennfremur kom í ljós að þeir sem höfðu orðið fyrir eignatjóni í kjölfar eldgossins áttu við meiri vanlíðan að stríða en þeir sem ekki höfðu orðið fyrir eignatjóni. Alyktanir: Niðurstöður sýna að afmarkaður hópur getur átt á hættu sál- rænan heilsufarsbrest eftir álag af þessu tagi. Frekari rannsóknir þurfa að beinast að þeim hópi með áherslu á stuðning og eftirfylgni. E 112 Endurkoma eftirlifenda tsunami-flóðbylgjunnar til hamfara- svæðanna einu ári síðar. Fjórtán mánaða eftirfylgd Ragnhildur Guðmundsdóttir1, Christina Hultman2, Unnur A. Valdimarsdóttir1-3 ’Miðstöð í lýðheilsuvísindum HÍ, ?Dpt of Medical Epidemiology and Biostatistics, Karolinska lnstitutet, Stokkhólmi, 'Dpt of Epidemiology, Harvard School of Public Health, Boston, BNA ragl6@hi.is Inngangur: Náttúruhamfarir geta haft langtímaáhrif á geðheilsu eftirlif- enda. Sænsk yfirvöld buðu öllum sænskum eftirlifendum tsunami-flóð- bylgjunnar í Asíu 2004 að heimsækja hamfarasvæðin ári síðar. Könnuð voru einkenni og geðheilsa sænskra eftirlifenda sem fóru tilbaka til hamfarasvæðanna og eftirlifenda sem fóru ekki. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á hópi 10.116 sænskra eftirlifenda tsunami-flóðbylgjunnar 2004 sem komu heim til Svíþjóðar á fyrstu þremur vikunum eftir hamfarirnar. Alls svöruðu 4.932 (49%) spumingalista 14 mánuðum síðar. Þátttakendur voru spurðir hvort þeir hefðu farið til baka til hamfarasvæðanna, einnig um bakgrunnsþætti, útsetningu fyrir áfalli, áfallastreitueinkenni og geðheilsu 14 mánuðum eftir heimkomu. Niðurstöður: Alls fóru 1.264 (26%) eftirlifendur til baka til hamfara- svæðanna. Þeir voru líklegri til að vera karlmenn, 40 ára og eldri, með grunnmenntun. Einnig að hafa misst ástvin, verið sjálfir eða átt ástvin á spítala á hamfarasvæðum, verið á Khao Lak eða Phuket-strönd, fengið stuðning á hamfarasvæðum og unnið sjálfboðastarf á hamfarasvæðum. Enginn munur fannst á brottflutningstíma og áfallasögu milli eftirlif- enda sem fóru og fóru ekki. Endurkoma á hamfarasvæði var hvorki tengd hærri áhættu á áfallastreitueinkennum (leiðrétt líkindahlutfall 1,2; 95% öryggisbil 1,0-1,4) né lakari geðheilsu (leiðrétt líkindahlutfall 1,1; 95% öryggisbil 0,9-1,3) 14 mánuðum eftir hamfarirnar. Alyktanir: Sænskir eftirlifendur tsunami-flóðbylgjunnar sem fóru til baka til hamfarasvæða ári síðar skýrðu frá alvarlegri útsetningu fyrir áfalli samanborið við eftirlifendur sem fóru ekki. Eftir leiðréttingu fyrir útsetningu fyrir áfalli fannst enginn munur á áfallastreitueinkennum eða geðheilsu milli eftirlifenda sem fóru til baka og eftirlifenda sem fóru ekki til baka. E 113 Líkaminn tjáir það sem við komum ekki í orð Sigrún Sigurðardóttir, Sigríður Halldórsdóttir, Sóley S. Bender Háskólanum á Akureyri, Háskóla fslands sigrunsig@unak.is Inngangur: Rannsóknir sýna að kynferðislegt ofbeldi í bernsku getur haft mjög víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir heilsufar og aukin hætta er á flókinni áfallastreituröskun. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna heilsufar konu sem varð fyrir ítrekuðu kynferðislegu ofbeldi í æsku af hendi fimm nákominna aðila frá tveggja til þriggja ára aldri og fram á fullorðinsár, hún er í dag um fertugt. Hún varð einnig fyrir andlegu ofbeldi og einelti í æsku og á fullorðinsárum. Efniviður og aðferðir: Rannsóknaraðferðin er eigindleg tilfellarann- sókn, Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði sem ætlað er að auka þekk- ingu og dýpka skilning á tilteknum mannlegum fyrirbærum í þeim tilgangi að bæta mannlega þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna. Tekin voru sex formleg viðtöl við eina konu og fleiri óformleg á þriggja mánaða tímabili. Niðurstöður: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að kynferðislegt ofbeldi í bemsku getur haft mjög alvarleg og niðurbrjótandi áhrif fyrir heilsufar og valdið alvarlegum og „óútskýranlegum" líkamlegum ein- kennum. Niðurstöðunum er skipt í þrjú meginþemu: a) Sagan hennar, endurtekin áföll og andlegt niðurbrot; b) Niðurbrot líkamans, sálvefræn einkenni; c) Niðurbrot konunnar, móðurlífið. Ályktanir: Kynferðislegt ofbeldi í æsku er mjög alvarlegur áhættuþáttur fyrir flókin heilsufarsvandamál og áfallastreituröskun. Efla þarf þekk- ingu heilbrigðisstarfsfólks á slíkum einkennum til að geta brugðist við með viðeigandi meðferðarúrræðum. E 114 Hinn langi armur kynferðisofbeldis í æsku. Áhrif á álagsþætti og líðan á fullorðinsaldri Rúnar Vilhjálmsson Hjúkrunarfræðideild HÍ runarv@hi.is Inngangur: Rannsóknir hafa leitt í ljós margvíslegar langvinnar afleið- ingar kynferðisofbeldis í æsku. Slíkt ofbeldi hefur verið tengt ýmiss konar erfiðleikum og vanlíðan fram á fullorðinsaldur. Tilgangur rann- sóknarinnar var að athuga hvort reynsla af kynferðislegri áreitni og LÆKNAblaðið 2013/99 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.